Mætti halda að ég væri að blogga fyrir lífstíð. Geri ekki annað. En það er svona að vera bara að dangla heima hjá sér og vera ekki að vinna. Og svo er tölvan mín náttla allt önnur Ella eftir að Binni kom og tók til í henni. Henti einu og öðru og setti annað og betra í staðin. Og svo gerir flakkarinn minn örugglega sitt líka. Bara allt annað líf. Get opnað Itunes og Ipodið á sama tíma án þess að dósin frjósi eða slökkvi á sér. Henti samt út Itunesinu sem ég var með og halaði niður nýju. Binni sagði mér að gera það. Og viola. Miklu betra. Gunnhildur María kom hér í gær í smá pössun og ég má til með að skella inn mynd af henni.
Sjáiði bara litlu sætu nöfnuna mína. Algjört rassgat. Og svo má ég til með að deila öðru hér með ykkur. Sjáiði bara hvað ég fékk í póstinum.
Þetta er sem sagt, Alla amma standandi aftast. Svo mamma og við systkynin. Við erum sko að tala um það að það eru engar myndir til af okkur þegar við vorum svona lítil, svo þetta er algjör fjársjóður að fá svona. Ætli ég sé ekki svona 3ja og Bói um 1 árs. Dásamlegt alveg. En allavega þá er ég búin að gleypa þessar 3 rándýru töflur og eru þær hverrar krónu virði. Er miklu betri og ætla bara að skella mér til vinnu í fyrró. Hins vegar liggur spúsinn hér dauðslappur inni í lata strák hóstar og hóstar. Ja sko, eitthvað þurfti kvefið að fara frá mér. Vona bara að ég hafi ekki smitað Þóurnni sem var hér alla helgina. Hún er nú alveg miljón þessi unga snót. Í gær vildi hún fá að horfa á Mikka. Svo ég segi við hana að fara og tala við afa sem var í tv herb. Og þá segir hún. Hann nennir ekki að hlusta á mig, koddu með mér. Hahahahahaha.... Hún var sko ekki einu sinni búin að reyna að tala við hann. Svo varð hún eitthvað grumpí á einum tímapunkti í gær og sagði þá ef maður yrti á hana. Ekki tala við mig núna. Algjör hershöfðingi. Veit ekki hvaðan hún hefur þetta barnið... En nú held ég að þetta sé orðið gott á einni helgi. Heyrumst síðar. Alltílagi að commenta svona öðruhverju svo ég viti að þið vitið að ég er flutt enn eina ferðina.
Adios
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sææælll, farðu út á land. Bara að tékka hvort kommenta kerfið virki ekki hér.
Kvíkví sjálf
það virkar fínt...greinilega station útgáfan á þessu commentakerfið þínu...
Jeminn! Hundrað ár síðan að ég kommentaði. Ég stend ekki undir kommentadrottningar titlinum mínum ;-) Fylgist með þér skvís...þú flutningsóða kona!!! ;-P
Skrifa ummæli