miðvikudagur, september 17, 2008

Enn þá heima

Var að spá í að drífa mig í morgun en hætti við. Hringdi og Sólborg svaraði og sagði hún að það væri ekkert gaman að tala við mig í símann. Þetta samtal var náttla hún að reyna að yfirgnæfa hóstann í mér. Lonni kom með spólu til sjúklingsins í gær. Og ég skellti henni í tækið í gærkvöldi. Horfði á einn þátt af So you think you can dance. Ég bara ELSKA þessa þætti.


Og enn og aftur. Mia Micaels. Hún er bara ekkert venjuleg. En málið er bara það að ég er eiginlega farin að drullufíla hipp hopp líka og þá sérstaklega dansana eftir hjónakornin fögru. Þessi hér.Jamm og jámms. En núna ætla ég að kíkja á spóluna góðu frá Lonni og gá hvað er meira gúddýs á henni. Mér dauðleiðist og finnst ekkert gaman að vera heima veik. Kóræfing í kvöld og ég má alls ekki við því að missa af henni. Eitthvert Alþingisgigg í næstu viku held ég barasta. Jájá, bara byrjað með trukki. Ekki að spyrja að því. En allavega, farin á vit sjónrænnarskemmtunar.

Adios.....

Engin ummæli: