þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá

allt er þetta að ganga upp hér á bæ. Loksins. Að mestu búið að flísaleggja veggina og skáparnir komnir upp. það er að segja kassarnir. Daði var í bjartsýniskasti hér í dag og þykist ætla að klára þetta á morgun. Mikið ósköp sem ég verð glöð ef það tekst hjá kalli. Þeir eru búnir að vera hér pung sveittir allir þrír til að þetta gangi sem hraðast. Pabbi, Daði og Diddi. Ótrúlega duglegir. Ég hef svona aðeins reynt að halda í við rykið, en hef eiginlega komist að því að það er vonlaust dæmi. En mömmu gömlu er farið að klæja í puttana að koma hér og MOKA út með mér. Vonandi að við getum byrjað á því á fimmtudaginn. Er núna í þjálfun hjá Stöðvunni, læra á pönntunar systemið og tölvudýrið. Fannst þetta nú frekar mikið í morgun þegar ég fór í fyrstu kennslustund. En sjálfsagt er þetta ekkert mál. Bara að láta vaða. Fæ tvær kennslustundir í viðbót, á morgun og fimmtudaginn. Helgarfrí og svo bara byrja á mánudaginn. 2 alt partý hjá Sillunni á laugardaginn, og sýnist á öllu að flestar mæti. Mikið stuð og mikið gaman. Byrjar klukkan sex með sexara. hehehee.....

Laters.....

mánudagur, maí 23, 2005

Bömmer dauðans

Ég sem var farin að hlakka svo til að fá píparann hér svo hægt væri að byrja á þessu dóti. En nei, ég alltaf jafn heppin. Haldiði ekki að hann hringi hér rétt fyrir hádegi í dag og segist ekki komast fyrr en á miðvikudaginn, eitthvað verk sem hann var í tafðist. Arrrrgggggg. Djö,,,,, var ég spæld. En ekki þýðir að grenja það. Er annars að fara að vinna núna. . En mátti til með að deila þessu pípara veseni með ykkur. Svo á Baldur Lonniar afmæli í dag. 24 ára, alveg að ná mér hehehe... Til hamingju með daginn kallinn minn.
Laters....

laugardagur, maí 21, 2005

Ég er syfjuð og

Evrovision er búin. Hélt með Lettum, Möltu og Dönum. En það dugði ekki til. Finnst þetta lag sem vann svona hálfgert Amerískt píkupopplag og er ekki að fíla það. Fór með Sillu í bíómynda upptökur í morgun og vorum við mættar á svæðið klukkan SJÖ. Svo nú er frúin frekar sibbin. Og er alveg að fara að lúlla. Náði svo í Örn Aron og Mikael Orra og skunduðum við hin kátustu í húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2. Shitt man. Geri þetta sko ekki aftur. Það var gjörsamlega pakkað þarna og biðröðin í pylsurnar taldi örugglega 100 manns. Svo ég bauð honum bara í sjoppuna og keypti pylsu og gos þar. Nennti sko ekki að standa þarna í klukkutíma fyrir fría pylsu og gos. Ó nei. Ekki hún ég. Guðný vinkona kom hér í gær og dobblaði mig að koma með sér að skoða íslenska tík, 3ja ára gamla sem átti að deyða vegna þess að eigandinn gat ekki haft hana þar sem hann býr. Og að sjálfsögðu tók hún tíkina heim með sér. Obboslega sæt og ótrúlega róleg og góð. En eitthvað er ég andlaus þessa dagana. Enda hér allt í hershöndum. Er gjörsamlega að gefast upp á þessu endalausa drasli hér. Með baðkar, klósett, vask og allt sem til baðherbergis þarf á stofugólfinu og fer orðið bara í þunglyndi að vera innan um þetta dót. En nú kemur píparinn á mánudaginn og þá fer þetta vonandi að ganga.

Laters...............

miðvikudagur, maí 18, 2005

My japanise name.....





Your Japanese Name Is...









Yumi Jimyoin






Já flott er það. Ekki slæmt að heita þetta. hehehe.... Annars allt búið að vera á fullu. Tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara vel. hmmmm. Nema kanski 2 lög sem allavega hljóma ekki vel á geisladiskinum sem við fengum í kvöld. En að öðru leyti finnst mér þessi diskur æði. Píparinn og Daði komu hér í morgun að ráða ráðum sínum. Og ég hefði sko getað farið að skæla þegar píparinn sagðist ætla að byrja á þessu í NÆSTU viku. Er alveg að verða vitlaus á þessum skít og drullu hér. Og nú er ekki hægt að fara í sturtu lengur, búið að rífa klefann niður. Svo það er eins gott að halda sig við sundið. Diddinn fór á netið um daginn og smellti sér á miða fyrir okkur hjónakornin á tónleikana hjá Kim Larsen. Gaman að því. Finnst hann frekar skemmtilegur. En það skrítna er að ég á samt engan disk með honum. Held að nú sé mál til komið að bæta úr því. En nú er bara næsta á dagskrá grillpartí hjá okkur í 2 alt og svo útilegan í Galtalæk í sumar. Gaman,gaman.......En læt þetta duga í bili

Laters..... Yumi Jimyoin

mánudagur, maí 16, 2005

Your Inner European is Italian!



Passionate and colorful.
You show the world what culture really is.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ælupest enn eina ferðina

hér á þessum bæ. Núna er það spúsinn minn, þessi ræfill. Búinn að sitja með fötuna á milli fótanna á allan dag. Ætla bara rétt að vona að ég sleppi. Má sko ekkert vera að þessu núna. Ísland í bítið í fyrramálið og eigum við að mæta 6.45. Shitt mar. Mikið held ég að mar verði ferskur annað kvöld á tónleikunum. Svo fer ég til Ríkeyjar í klippingu klukkan 11 svo ekki getur maður neitt lagt sig. Þá skemmst hárgreiðslan. Allt Sillu að kenna. Skil bara ekki í mér að láta hana tala mig inn á þetta. En það er eins gott að standa sig. Talaði við Heiðu formann áðan og eitthvað er slöpp mæting. Annars er ég eitthvað drusluleg í vömbinni núna, en hef tekið þá ákvörðun að það sé EKKERT. Og hana nú. Lonni ætlaði að koma hér í kvöld og taka augnbrúnir mínar í gegn, en slaufaði því og lofar að koma á morgun eftir klippingu. Eins gott. Verð að vanda mig sérstaklega í fyrramálið þegar ég greiði þær frá augunum. Setja smá gel í og svona til að halda þeim í skorðum. Þetta eru sko engar venjulegar brúnir. Skrapp aðeins til Sillu að fara yfir texta og svona og fékk að sjálfsögðu dýrindis kaffi. Hún þurft að fara og kaupa baunir áður en ég kom. Held að það séu álög á mér. Alltaf þegar ég kem þá eru baunirnar búnar. Alveg stórundarlegt. Jámm, skrítið þetta líf.... Neiiiii bara segi sona.... En nú skal jeg lúlle svo ég vakni í fyrramálið og hef ég þá ábyrgð á höndum að vekja Silluna mína. Svo nú er að standa sig. Koma svo Gunna koma svo.......
Laterss.......ZZZZZZZZZZZZZZZZZ

fimmtudagur, maí 05, 2005

Ahhhhhhhhhhhhhhh

aldeilis rosalega góður dagur að baki. Þvílíka veislan sem ég er búin að vera í. Byrjaði á því að fara á tónleika Léttanna og nammi,namm. Sérdeilis skemmtilegir og stúlkurna allar glæsilegar. Komu inn eftir hlé allar í sína fínasta pússi, voru í kórkjólum fyrir hlé. Og þvílíkir kjólar margir hverjir. Verð nú samt að segja það að öllum öðrum ólöstuðum að þá bar kjóllinn hennar Sillunar algjörlega af. Bara sjaldan séð eins flottann kjól. Til lukku með gripin ljúfan. Nú svo voru það karlarnir í kvöld. Karlakór Reykjavíkur. Og ekki voru þeir verri. Ég alveg hreint elska svona karlakóra. Alveg yndislegir. Hef svo bara ekki neitt meira um það að segja. Ætla að halda áfram að njóta.
Laters......

Aldeilis frábær

kóræfing í gærkveldi. Gekk rosa vel. Allt komið í hausinn nema Kurtu biji, bale lini. Enda alveg hreint ótrúlega skrítin orð. Finnst þetta bara vera eins og einhver hafi tekið stafróið og hnoðað stöfunum saman og skutlað þeim svo á blað og Vola. Kurtu biji bale lini........ O.m.g.... En þetta kemur, engar áhyggjur af þessu. Aukaæfing á laugardaginn og þá smellur þetta. Fór svo heim með Stínu stuð að skoða nýju íbúðina sem hún var að kaupa. Rosalega krúttleg og næs. Fékk dýrindis kaffi. Mmmmm. Hún á svona vél eins og mig vantar.... Sund í morgun að sjálfsögðu og svo kom píparinn í dag með nýju ofnana svo nú er íbúðinn öll að hitna aftur. Komin tími til sko. Hér var orðið ansi kalt. Svo komu Olga og Daði í kvöld og nú er búið að hanna baðherbergið mitt og ég verð nú bara að segja það að hann Daði er algjör snillingur að búa til svona dót. Eins og þetta lítur út á blaði verður þetta pínulitla baðherbergi bara ótrúlega stórt og flott. Get sko ekki beðið eftir því að þetta klárist. En það er nú samt einhver tími í það. Píparinn sem ég er búin að ráða í djobbið er að fara út á land á föstudaginn og verður í viku, svo það gerist ekkert draktískt fyrr en hann kemur til baka. Svo nú er bara að taka á honum stóra sínum og framkalla eins mikla þolinmæði og hægt er. Því ekki get ég sagt að mér þyki gaman að hafa allt baðdótið inni í stofu. But so be it. Lillin minn Mikael Orri komin með í eyrun. Tekur eftir móður sinni. Ég gekk með Lilju Bryndísi um gólf í 11 mánuði áður en eitthvað var gert, þá fékk hún rör, og þá loksins fór hún að sofa eins og engill. Og mamman líka. heheheee.e En djók laust ,. Það er sko ekkert grín að vera með þessi litlu grey og geta ekkert gert fyrir þau. Æjæjæj...... Svo aldeilis tónlista veisla hjá mér á morgun. Afmælistónleikar Léttanna klukkan 4 og svo Karlakór Reykjavíkur klukkan 8. Mmmmm. Hlakka gegt til eins og unglingarnir myndu segja. En nú er nóg komið.
Laters......

sunnudagur, maí 01, 2005

Eitthvað skilar þetta dót

sér illa hér á mínu ástsæla bloggi.. Skil ekki afhverju þetta kemur svona. Hér er svo sem allt fínt að frétta. Búið að rífa allt niður af baðinu nema klóið og sturtuna. Stendur ekki steinn yfir steini þar. Karl faðir minn kom hér í dag og gjörsamlega tapaði sér. Alveg hreint ótrúlegt hvað foreldrar mínir hafa gaman af svona stússi. Mamma kom hér seinna í dag, og fékk alveg fiðring í tærnar. Svo nú er bara að bíða eftir píparanum til að fá að vita hvað hægt er að gera. Ég vil upphengt kló og það í hornið. Já endalaust vesen á kellunni. Erfðaprinsinn búinn að vera með ælupest hér í tvo daga. Og þetta grey var svoooo lasið. Ældi alveg eins og múkki. Samt gaman að því, að þessi annars svo mikli töffari, fékk sér smá súpu hér í gærkveldi sem eitthvað fór illa í hann, stendur upp frá borði og gengur hér hring úr eldhúsi og stofu og segir, "mamma mér líður eitthvað svo illa" leggst í gólfið tekur um ennið og segir "það er að líða yfir mig". Svo ég fer nú til hans og strýk yfir enni hans og maga.Finnþá að hans litla hjarta er alveg á fullu. Bank,bank,bank. En svo loksins kom þetta og þvílíkar gusur. En svona er þetta. Ekkert má vera þá verður hann svo lítill í sér. Samt er hann rosa duglegur. Nóttina á undan var ég að vinna og hann hafði sofnað inni hjá sér, vaknar einhvern tíman um nóttina og fer fram á bað og ælir,kallar á pabbann sinn sem ekki vaknar,svo hann legst bara á baðmottuna og sofanar þar. Svo vaknar pabbinn og finnur barnið sofandi á baðgólfinu... já svona er þetta. Annars var ég að hjálpa pabba að rífa hér niður veggdúk og svona í dag, og o.m.g. ekki veit ég hvað er í þessu. En ég hljóp öll upp í einhverju ofnæmi og látum. Kláði á hæsta skala. En allt reddaðist þetta samt. Hvort þetta er límið eða hvað, veit ekki. Sá vinnu auglýsta í Mogganum í dag sem ég er að spá í að sækja um. Er eiginlega búin að setja þennan skóla á hold í eitt ár. Finnst ekki réttlátt að fara í skóla og vinna í lágmarki þegar allar þessar framkvæmdir standa yfir. Takmörk fyrir því hvað kallinn minn, þessi elska getur unnið. Svo ég bíð með það í eitt ár. Aldeilis farið að styttast í tónleikana hjá okkur systrum. Líst bara vel á prógrammið og held að þeir verði asskoti góðir. Loksins er þessi voice rekorder farinn að vinna fyrir mig eins og ég vildi. Sillan búin að kenna mér að brenna upptökurnar á diska, svo nú get ég hlustað í bílnum og það gerir sko gæfumuninn. Allt að síast inn sem á að síast inn. Ekki veit ég hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki hana Sillu mína..... En nú held ég að það sé komin tími á ból. Klukkan farin að ganga langt í fjögur. Góða nótt dúllurnar mínar.
Laters.....