þriðjudagur, september 16, 2008

Fýlan rokin út í veður og vind

Happy tókst að laga þetta myndaleysi. Oh ég er svooo klár. Og Lonni mín, verði þér að góðu. Var hins vegar að koma heim af tónleikum. Kemur á óvart er þaggi. Fór í Langholtskirkju að hluta á Carimina Burana. 200 manna kór undir stjórn Garðars Cortes, og eru þau að fara til New York og ætla að flytja þetta verk í Carnegie Hall. Algjörlega geggjótt. Gæsahúð með meiru. Ahhh það er svo nærandi að fara og hlusta á svona stórkostlega tónlist. Sillan fór að sjálfsögðu með, og svo fengum við okkur KAFFI heima hjá henni á eftir. Það er náttla ekki í lagi með oss. Drekkandi kaffi að koma miðnætti. En kaffið var gott. Með flottri froðu made by me. Og þar sem mér tókst að laga myndirnar þá koma hér myndirnar sem ég ætlaði að setja inn í gær. Versogú....Mikael Orri töffari kom með sólgleraugu alveg eins og pabbi á. Svo amma setti bara líka upp sólgleraugu og smellti af. gunna_039_553403.jpg Og svo kom Snuddubína Baldursdóttir og að sjálfsögðu settum við líka upp sólgleraugun, en ekki hvað. Og á meðan svaf nafna í ömmu bóli og lét ekkert trufla sig.

Svo urðu stóru börnin líka þreytt og sofnuðu ofan á stóra frænda..

Og nú held ég að ég fari og spjalli aðeins við Óla Lokbrá og athugi hvort hann setji ekki smá svefnryk í augun mín svo ég sofni fljótt og vel og dreymi fagra drauma um yndislegu barnabörnin mín. Það sem maður er ríkur að eiga þessi börn.

Söngfuglinn kveður glaður í hjarta......HeartInLove


Engin ummæli: