mánudagur, febrúar 28, 2005

15

Well,well,well. Helgin liðin og heil vika framundan. Jey.... Ekki gert neitt mjög svo merkilegt þessa helgina, bara chillað og svona. Skrapp reyndar í gær með Olgu upp í Dalsmynni að skoða hunda. Hún fær aldrei nóg þessi kona. Þar varð hún ástfangin af cowowa. Veit sko ekki hvernig í asskotanum það er skrifað. Hlýtur að skiljast. Allavega hélt ég að hún ætlaði bara ekki að sleppa greyi dýrinu. Hún er sko með tvö stykki Púðlur, stelpu og strák, eina kisu, einn hamstur, einn lítinn gára og svo einn dísarpáfagauk. Skil ekki að hún nenni að bæta meira við sig. Og ekki má gleyma því að hún á líka þrjár stelpur og einn kall.. Erfðaprinsinn á þessu heimili fór í feita fýlu yfir því að mammsan hans vildi ekki kaupa hund NÚNA. Alltaf sama þolinmæðin á þeim bænum. En er svona búin að hálf lofa því að ef við fáum draumaíbúðina að þá megi hann fá hund. Hvort hann kemur frá Dalsmynni eða öðrum stað verður bara að koma í ljós. Hins vegar átti konan hund sem ég hefði alveg geta hugsa mér. En að borga 360 þúsund fyrir kelirófu, nei takk. Ekki hér. Annars gat ég ekki annað séð en að þetta væri allt voða fínt hjá þeim hjónum þarna uppfrá. Held að aðrir hundaræktendur séu bara í afbrýðissemiskasti. Puppies Keyrði svo Lilju í atvinnuviðtal í kvöld og hvar haldiði að það sé. En ekki í Vinabæ. Bingó staðnum góða. Það vill svo til að systir tengdapabba hennar sér um þetta Bingó. Jibbý..... Túrstæn kom hér í kaffi og bjór á þriðjudagskvöldið og við töluðum út í eittGossip til að verða tvö. Eða kannski talaði ég út í eitt. Og að sjálfsögðu var vinnan aðalumræðuefnið. Greinilegt að það er langt síðan ég var í vinnunni. En nú styttist í það. Mæti galvösk annann mánudag. Svo er Diddan mín besta skinn flutt næstum því í bæinn. Eða á Hellu. Svo nú get ég farið í sunnudagskaffi þangað. Aldeilis munur en að hafa hana á Breiðdalsvíkinni. Við hjónin komum við á bílasölu í dag og fundum þessa líka flottu drossíu sem við gætum alveg hugsað okkur að eignast. Verður kíkt aftur í fyrramálið, var nebbilega lokað í dag. Svo nú verðum við að fá að prufukeyra. NASCAR Liggalái... Fórum svo til Guðnýjar og Sigga eftir bílaskoðun í dag og að sjálfsögðu var farið að spá í sumarið. Stefnan sett á vestfirðina, svo nú er bara að finna gistingu, sumarbústað eða íbúð sem leigð er út í vikutíma eða svo. Ekkert er sumarið nema flakkað sem með þeim. Mar er bara orðin háður því. En nú er ég hætt í bili.
Yfir og út krúsarknús.................. Super Smiley





þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jæja hvað segiði þá.

Er ekki komin tími á smá skrif hér á þessu dauðans bloggi. Meiri endemis letin í öllum þessa dagana. Það er svo hryllilega lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana að ég gæti hreinlega grátið. Íbúðarsölukaupsvesenið í smá pattstöðu. Bíð eftir að þjónustufulltrúi minn komi úr fríi sem er að mér skilst núna á miðvikudaginn. Bíð eftir að heyra frá fasteignasala þeim er með íbúðina sem okkur langar í á sölu, hringi í okkur. Ætlaði að hringja fyrir helgi en er ekki búinn að hringja enn. Held að ég verði að hringja í hann á morgun. Íbúðin er samt ekki seld. Svo mikið veit ég. Fer til tannholdssérfræðingsinns á morgun og fæ þá að vita hvað hægt er að gera til að bjarga mínu eðal postulíni, verð að viðurkenna það að mig kvíður smá fyrir því að heyra hvað það KOSTAR. Og svo er ég loksins búin að panta tíma hjá Ríkey og fer til hennar á miðvikudaginn, þvílíkur léttir sem það verður. Skrapp á árshátíð Skeljungs á föstudagskvöldi og þar var voða Havai þema í gangi. Allir fengu blómsveig um hálsinn og svona. Gasalega flott. Fínn matur. Mikið dansað og allt í fullu fjöri þar eins og venjulega. Svo byrja ég að vinna aftur 7 mars og þá svona fellur lífið aftur í sínar föstu skorður. En það furðulega er það að þegar ég kem aftur til vinnu, verð ég ekki að vinna hjá Skeljungi lengur heldur 10-11. Og hana nú. Nú eru þeir búnir að gleypa okkur. Var að passa lilleman í dag og við Örn Aron voða dúleg og löbbuðum heim. Og syngja svo HALELÚJA. Walking 2Talaði við Túrstæn í dag og skammaði hann fyrir að vera ekki búinn að heimsækja mig. Og bauð honum formlega í kaffi annað kvöld. Kóræfing á morgun, gaman saman.
Bíddu og var ég að tala um að það væri ekkert um að vera í mínu lífi.. .En jæja, var eiginlega á leiðinni upp í rúm en sé að það er að ég held góð mynd á Bíórásinni. Spurning hvort mar kíki ekki aðeins á hana.
Yfir og út krúsarknús................... TV 3




þriðjudagur, febrúar 15, 2005

þá er það ákveðið.

Nú skal íbúðin seld, komin á sölu og við ætlum að gera tilboð í nýju fínu íbúðina á morgun. Bara taka sjénsinn. Og þar sem ég get verið mjög óþolinmóð, þá er ég nánast flutt í huganum. Stend mig að því nokkrum sinnum á dag að ég er að spá og spekúlera hvernig best sé nú að raða dótinu okkar þarna inn. Svo nú er bara að leggjast á eitt og vona að allt gangi nú upp fyrir okkur. Ætlum að skoða íbúðina aftur á morgun og gamla settið þ.e. mamma og pabbi ætla að koma með. Veit eiginlega ekki hvort okkar er spenntara, við eða þau. Það má ekki miklu muna. Enda er þetta eitt af því skemmtilegasta sem móðir mín gerir. Þrífa og koma öllu fyrir. Pakka í kassa, ekki málið. Nei við erum sko ekki ein í horni með þau okkur við hlið. Held meiraðasegja að Örnin minn sé soldið spenntur líka. Hefur smá áhyggjur af því að skipta um skóla en eins og við bentum honum á, þá þekkir hann fullt að strákum þarna sem æfa með honum boltann svo að ég get ekki séð að þetta verði neitt vandamál. PropellerHins vega líst honum sérdeilis vel á að búa í næstu götu við KR heimilið. Ekki slæmt það. Svo byrja ég að vinna núna aftur um mánaðarmótin og verð ekki nema í 1 og hálfan mánuð á mínum vöktum og fer svo yfir á næturvaktirnar. Jísös hvað mig hlakkar til. Er enn aurfúl yfir þessum vaktarbreytingum sem áttu sér stað í desember. Munar mig ekki svo miklu í launum og svo vinnur maður bara í viku og á svo vikufrí. Ekkert meira vesen með kóæfingarkvöldin mín heilögu. Og það finnst mér eiginlega mesti kosturinn. Get bara mætt á mínar æfingar í friði og þarf ekki að vera að standa í vaktarskiptum. Og þar sem ég er B-manneskja af lífi og sál held ég að þetta geti bara verið til hinns betra. En ætli ég láti ekki staðar numið að sinn og býð góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús............ Dolled Up





föstudagur, febrúar 11, 2005

11.5

Jæja, þetta er nú meiri endemis letin í mér þessa daganna. Hef bara ekki nennt að skrifa hér nokkurn skapaðan hlut. En nú skal reynt að bæta úr því. Fór í foreldraviðtal á þriðjudaginn hjá erfðaprinsinum. Og það var aldeilis. Hann er svo duglegur, svo kurteis og svo bóngóður og svo stilltur tímum að það hálfa væri nóg. Var eiginlega að spá í hvort að við værum að tala um sama barinið. En hann var með mér svo það hlýtur að vera. Svo hann fékk smá verðlaun í gærkvöldi. Ég bauð honum í Bingó. Og hann var ekkert smá happy með það. Algjör spilafíkill alveg eins og mamman. og haldiði ekki að dýrið hafi unni 5 þúsund kall. Ég fékk reyndar Bingó líka en við vorum svo mörg um það að ég fékk bara 100 kall. Sá var nú aldeilis glaður. Clapping Hands Var að passa litla manninn í gær og hann er alltaf jafn góður þessi elska. Bara hlær og kjaftar út í eitt. Og uppáhaldið hans er Söngvaborg 3. Svoleiðis skríkir og hlær þegar spólan er sett í gang. Nú svo er komin svona fluttingarfílingur í okkur skötuhjúin. Fórum að skoða íbúð í Granaskjóli um daginn og verst er að við erum ekki sammála hjónin. Ég vil en hann ekki. Og ekki nóg með það, heldur eru engar eignir til sölu á þessu svæði. Og við viljum ekki fara annað en þangað. Svekkelsi. Reyndar er líka ein til sölu á Fálkagötunni en það ætlar að ganga illa að fá að skoða hana. Hún er í leigu og leigjandinn bara svara ekki síma. Er bara með GSM og það kemur bara talhólf. Eftir að hafa hringt svona kannski 10 sinnum lét ég eftir konunni og talaði inn skilaboð sem hún hefur ekki haft fyrir að svara. Verð bara að hringja aftur í fasteignasalann og athuga hvort hann geti ekki reddað þessu. Vil helst vera flutt fyrir næsta vetur.. Og ekkert múður.... House Fór til tannholds sérfræðingsins í dag og mátti gösso vel og punga út 16 þúsund kalli. Og svo á ég að koma aftur á föstudag í næstu viku. Þá ætlar hann að vera búinn að skoða myndirnar allar sem hann tók í morgun og fara yfir einhverjar mælingar sem hann gjörði á tönnum mínu. Sem b.t.w. var ekkert rosalega gott. En slapp. Líst bara vel á manninn, hann virðist bara vera mjög mannlegur og skilja tilfinningar mínar í sambandi við mitt "eðal" postulín. Tooth Er samt farið að kvíða fyrir því að heyra upphæðina eftir þann tíma. Dísös kræst, því í veröldinni er minn maður ekki tannlæknir, og algjör success. Kóræfing að sjálfsögðu síðasta þriðjudag og alltaf jafngaman. Saknaði samt Sillunnar minnar. Sýnist á bloggi hennar að hún sé í flensupest. Ömminja hún.. Get Well Soon Svo verð ég að fara að drífa mig í að hringja í Ríkey. Ég er orðin eins og Gilitrutt um hausinn. Jís. Og allur litur úr því gengin svo eftir standa þessi líka fínu gráu hár sem ég er svo endalaust ánægð með. Eða þannig. Hairy En nú er ég hætt þessu og býð góða nótt og eigið fallega drauma.Yfir og út, krúsarknús................................ Cupid


föstudagur, febrúar 04, 2005

Bingó,bingó,bingó

Eða bara ekkert bingó. Við Súsý drifum okkur í Vinabæ í kvöld og hvað haldiði. Ekkert bingó. Við Adda höfum tekið svona vitlaust eftir. Bingó er semsagt spilað á miðviku, föstu og laugardögum. Og hana nú. Massa fýluferð. En hvað um það, fer bara í næstu viku og ekkert múður með það. Keyrði hana þá heim og fór svo í Kaskó að kaupa mér í ógeðsdrykk. Eða þannig. Hvítlauk, engiferrót, hunang og sítrónu. Samkvæmt Stínu Stuð er þetta allara meina bót og þá sérlega við kvefi sem ér er þessa stundina að fyllast af. Og nenni sko ekki að standa í því, svo nú er bara að þamba.. Caffeine . Átti líka að vera rauður pipar en gleymdi honum. Fór svo til Olgu í Idol gláp og svo bara heim. Þannig fór nú bingóferðin sú..... Damn Damn Fór í morgun í upptöku á Spaugstofunni svo nú verða allir að horfa á laugardaginn. hehehe,.... Kórinn var beðin um að redda konum og við mættur heila fjórar. Fámennt en góðmennt. Gaman að þessu. Skutlaðist svo til Sillunnar og gerði rúmrusk þar. híhí..... Verst fannst mér þó að konan átti ekki kaffibaunir í fínu vélina sína. Coffee Fékk í einn bolla og heldur var hann nú þunnur þessi elska. En hún lofaði að kaupa baunir í dag, og sé á bloggi hennar að svo hafi hún gjört og er það gott. Hlakka til að koma þar næst. Eins gott að ekki líði of langt á milli svo mar lendi ekki í þessu aftur. Ein voða spæld...... Too Funny Svo kemur erfðaprinsinn heim á morgun og verður nú bara gott að knúsa hann aftur. Er nú eiginlega farin að sakna hans. Svo uppeftir til Lilju að passa og mikið held ég að minn maður verði nú glaður með það. Annars ekki mikið annað af mér.

Yfir og út krúsarknús................ Falling Asleep






miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Jæja nú held ég að ég sé hætt

þessum prófum á netinu. Eitthvað vesen í sambandi við að publisera því. Í prófinu hér á undan er ég týpa B+ en sýnist á öllu að það sjáist ekki. GrrrAnnars hefur nú frekar lítið á daga mína drifið að undanförnu. Liljan byrjuð að vinna og ég var að passa litla manninn í dag. Ekki mikið að hafa fyrir honum þessari elsku. Fór svo á kóræfingu í kvöld og það var að venju meiriháttar. Get svarið það að ekki veit ég hvernig ég færi að ef ég hefði ekki þennann yndislega kór minn. Lægi sennilega í bælinu allan veturinn í massa þunglyndi. SpinnngSúsý vinkona hringdi í mig í dag og ætlar að kikka á mig á morgun. Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum þrettán og stúlkan sú hefur aldrei tekið bílpróf. Sjokkk..... En hvað haldiðið, drífur hún sig ekki alltíeinu af stað og er búin að taka prófið og kaupa sér bíl. Og svo var hún alveg hissa á því að þetta var bara ekkert erfitt. Hjúkk. Skil hreinlega ekki hvernig hún hefur komist af án þessa að hafa prófið. Held ég færi aldrei neitt ef ég hefði ekki mitt eðalvagnapróf...... Road Rage Erfaðprinsinn fór að Reykjum í gær með skólanum og verður þar í 5 daga. Kemur heim seinnipartinn á föstudaginn. Var voða spenntur að fara, en þegar Diddi keyrði hann út í skóla í gærmorgun þá kom svona smá kvíði í minn mann. Hvort hann gæti nú sofnað og svona. Það er náttlega enginn sem les og fer með bænirnar þarna. Elsku kallinn minn. Vona bara svo sannarlega að hann skemmti sér vel. Vacation 1Svo ætluðum við Adda að skella okkur í Bingo annað kvöld og alveg búnar að plana þetta. Vinna pottinn og svona. Haldiði ekki að hún hringi í mig í kvöld og bara sorry var bara búin að steingleyma því að hún er að fara á fund annað kvöld. Shitt happens. En ég var snögg að redda því. Hringdi bara í Olgu og dobblaði hana . Og að sjálfsögðu var hún til. Eins gott að ekki komi neitt uppá hjá henni. Bingo Jæja held ég láti nú bulli staðar numið.

Yfir og út krúsarknús............... I Love You






You Have A Type B+ Personality
B+

You're a pro at going with the flowYou love to kick back and take in everything life has to offerA total joy to be around, people crave your stability.
While you're totally laid back, you can have bouts of hyperactivity.Get into a project you love, and you won't stop until it's doneYou're passionate - just selective about your passions

Do You Have a Type A Personality?