þriðjudagur, september 16, 2008

Allt að gerast....

Langur dagur í dag. Mætt til vinnu klukkan átta. Vann til fjögur, heim, náði í kórdótið. Raddæfing klukkan fimm hjá Önnu Siggu. Svo æfing upp í húsi klukkan sjö og kom ekki heim fyrr en hálf ellefu. Kjóla mátun í lok æfingar. Yes..... Mín bara kaupti sér þennan líka hrikalega flotta kjól. Aldrei að vita nema ég skelli inn mynd síðar. Rosalega góð æfing. þetta er allt að detta inn. Mæma bara það sem ekki kemur. En nú ætla ég að horfa á Herstöðvarlíf á Rúv. Sí ja leiter.

Söngfuglinn kveður með vínarljóð í kollinum....


Engin ummæli: