föstudagur, júlí 20, 2007

Rafmagnsleysi

Jebb. Skruppum til Guðnýjar og Sigga í kvöld. Svona að ákveða hvað við ætlum að gera þarnæstu helgi. Strandirnar eru út fyrst að ég fæ ekki frí. En allavega. Þegar við komum hér heim er allt í svarta myrkri eins og lög gera ráð fyrir. En lögin gera ekki ráð fyrir því að mar geti ekki kveikt hjá sér ljósin. Lekaleiðinn úti og ekki hægt að setja hann inn. Vorum að spá í að hringja í Baldur spennu en hættum við sökum klukkunar. Orðin soldið margt. En ekki hægt samt að hafa hér allt í rafmagnsleysi. Innihald ísskáparinns og frystis lá undir skemmdum. Ekki til í það. Spúsinn hringdi í Neyðar-rafvirkja. Og shitt mar. Ekki fyrir hvítan að borga það. Útkallið litlar 17 þúsund krónur, fyrir svo utan það hvað það kostar að gera við. Mín ekki alveg sátt við það frekar en Diddin. Sagðist bara ætla að lifa við þetta rafmagnsleysi í nótt. Nema hvað. Ég var svo ótrúlega heppin í gær þegar ég er búin að vinna uppi á skrifsstó þá fer ég niður í búð og þar er allt í rafmagnsleysi líka. Hringi á rafvirkja sem kom ongonede og ég fylgdist áhugasöm með vinnubrögðum mannsins. Hann sem sagt sló út öllum öryggjum, setti inn lekaleiðan og byrjaði svo að setja eitt og eitt öryggi inn í einu. Og fann þannig út hvað það var sem sló út dótinu. Ég var reyndar búin að prufa þetta hér en virkað ekki. Gat ekki fengið lekaleiðann til að haldast inni. Fór samt eftir símtalið og skoðaði þetta betur og sá þá aðra röð af öryggjum sem tilheyra okkur. Gerði aðra tilraun og vola. Fann þetta út. Gangur og herbergi ollu þessu. Sendi þá drenginn inn að taka allt úr sambandi í þeim vistaverum. Og HALLÓ. Haldiði ekki að kellan hér fyrir ofan mig hafi verið að vökva nýja fína grasið sitt og hér bunaði bara inn um gluggan hjá mér. Lak niður úr gluggakistunni og ofan í millistykki sem er undir ofninu. Og Bingó. Sló allt út. Sú er aldeilis heppin að við fengum ekki Neyðar-rafvirkjann hér til að redda þessu. Sú hefði sko fengið að punga út. Kanski bara 20-30 þúsund kalli. Mér finnst nú lágmark að nota hausinn. Gluggin minn er ekki það langt ofan jörðu að hún hefði sko alveg getað lokað honum. Shitt hvað ég er pirruð. Þó mest yfir því að hafa bara ekki verið heima þessa helgi. Þá hefði kanski bara parketið skemmst og ég fengið nýtt út úr tryggingunum hennar. Hehehehehehe...... Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.
Svo sæt mynd af ma og pa með Yoko, sitjandi við fína picnic borðið mitt i garðinu. Sem by the way þau voru að enda við að smíða saman þarna. Mátti til með að skella myndinni inn, ótrúlega krúttleg mynd. Og nú eru þau sjálfsagt einhverstaðar á milli Leifsstöðvar og Kríuhólanna að koma frá Köben og Tyrklandi.

Yfir og út krúsarknús.................

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Hellúuuuuu

Er iggi komin smá tími á færslu hér, eða hvað. Allt búið að vera vitlaust að gera. Not a doll moment in my live. Gaman að því. Nýji fíni tölvuskjárinn að virka fínt. Helvíti góður bara. Stór og myndarlegur. Verð að segja það. Fór um síðustu helgi austur til Diddunnar minnar besta skinns. Ótrúlega krúttlegt nýja húsið þeirra og rosa notalegt. Yoko alveg að fíla sig í sveitasælunni. Hljóp eins og vitlaus væri. Kíkti svo við í útilegu þeirra Létta. Ekki leiðinlegt það. Hefði sko alveg verið til í að lúlla í tjaldi. Gott og milt veður. Væsir sko ekki um mann í þannig veðri. Er svo orðin rosalega langþreytt í sumarfrí. Mig langar í sumarfrí. Ætlaði að taka föstudaginn í þarnæstu viku og mánudaginn þar á eftir í frí, en það er ekki að ganga. Fékk með herkjum að taka hálfan föstudaginn. Það verur að nægja að þessu sinni. Ætlum að skunda með Guðný og Sigga á Srandirnar. Verð á skrifstofunni allan daginn í næstu og þar næstu viku. Græt það sko ekki. Orðin frekar pirruð á þessari búð í augnalokinu. Sonurinn komin frá Spánverjalandi. Sæll og glaður. Keypti sér loftbyssu þar í landi ásamt öllum hinum strákuknum. En aumingja þeir. Þeir voru stoppaði í tollinum. Og allar byssurnar gerðar upptækar. Æjæjæjæj....... Elsku strákurinn. Svo sorry. En ekki ég. Er algjörlega á móti því að börn leiki sér með vopn. Hef aldrei og mun aldrei gefa drengjum vopn til að leika með. Er búin að nota garðinn minn mikið. Sit mikið hér úti og sleiki sólina. Elska það að eiga garð. Hlakka ekkert smá til að fá pall. Stefni að því næsta sumar. Aldeilis sem það hljóp á heppni mína í kvöld. Ég lufsaðist hér út eftir mat, þar sem feðgarnir ætluðu að horfa á fótbolta. Nennti ekki að hanga yfir því. Hugsaði með mér að skreppa til Öddu. Ekki séð hana í ár og öld. Hún að elda ofan í krakkaskara. Svo ég laumaðist eins og glæpon í Bingó. Alein. Jamm ALEIN. Liggaliggalái. Haldiði ekki að mín hafi fengið Bingó. Vann FIMMTÍUÞÚSUNDKALL. FIMTÍUÞÚSUNDKALL. Já haldiði ykkur bara. Held barasta að ég fari og kaupi mér kaffihúsið sem ég hefi beðið eftir nú í hartnær þrjú ár. Liggaliggallái. Hef aldrei unnið í Bingói áður. I´m so happy. I´m singing in the rain. lalalallala.... Anyways. Hvað næst. Jú er farið að hlakka geðveikt til að skreppa til Halifax. Verð líka í 5 eða 6 daga fríi um versló. Kúri kanski eina nótt í bústó hjá Olgunni og hitt Tótuna frá Þjóðverjalandi. Hef ekki séð hana í tvö ár. Verð svo kanski hjá Guðnýju og Sigga á Laugavatni ef ég fæ tjaldleyfi. Spúsinn að vinna like always. Ekki spurt að því.


Skruppum þarsíðustu helgi til Guðnýjar og Sigga í grill og pott. Mikið gaman og gott að éta. Hundarnir léku sér eins og áhyggjulaus börn á pallinum. Allir fimm. Jamm. Hún á sko fjóra. Þrjá íslenska og einn Bicon Freez. Held það sé skrifað svona. Veit annars ekkert um það. Spaði var í því að standa upp við pottinn og slökkva á nuddinu. Eitthvað hefur hávaðinn fari'ð í taugarnar á honum þessari elsku. En nú er ég hætt í bili. Orðið gott af bulli.



Yfir og út krúsarknús............

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Það kom að því.

Jamm ekki er öll nótt úti enn. Bloggari dauðans mættur aftur á svæðið. En málið er bara að veðrið er algjört nammi. Mar er náttla enn að vinna. Ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að taka sumarfríið mitt svona í bútum aftur. Verður ekki neitt úr neinu. Dagur hér og dagur þar. Neibb. Næsta sumar verður bara farið í frí og hana nú. Erfðaprinsinn fór til Spánar í morgun með boltanum. Strax farin að sakna hans. Svo var hann svo óheppinn þessi elska að tína seðlaveskinu sínu. Var með átta þúsund í því og keypti sér snæðing í stöð Leifs heppna. Ekki mikil heppni þar á ferð. Veskið sennilega dottið úr vasa drengsins og tæpar sjö þúsund í vasa einhvers annars sem þá má segja að sé heppinn. En hann var nú heppinn að vera ekki með allan peninginn á sér. Hér hefur átt sér stað kraftaverk í garði vorum. Móðir mín hefur verið algjör hampfleyta hér og rifið arfa, reitt gras, klippt tré ásamt trémanni sem auglýsir þjónustu sína í fréttablaði landsmanna. Fékk meiraðsegja aflsátt. Hún var svo mikill handlangari. Nenni svo sem ekkert að segja frá kórpartýi okkar systra Gospeldætra. Annað en að það var hrikalega gaman. Partý haldarinn góði verður svo fimmtug núna í júlí og er oss boðið þangað. Aftur gaman, gaman. Skildi Silla sofa það af sér. Neiiii, ég bara segi sona. Fyrrnefnd bauð mér í grill og pott. Fékk þessa líka dýrindis nautasteik og gúmmelaði með. Yoko fékk að fara með og hitta tilvonadin hvolpafaðir sinn. Tilvonadi hvolpafaðir var nú orðin ansi þreyttur á þessum látum í litla barninu. Enda orðin tveggja ára ráðsettur hundur. Hann sýndi þó afbrýðissemis takta ef pabbi John klappaði barinu. Leits bara ekkert á það. Enduðum pottferðina á að taka Yoko í pottin og þvo henni. Og urðum það vitni að alvöru hundasundi. Henni líkar ágætlega í pottinum eins og uppeldis móður hennar. Fínasta kvöld og mikið spjall. Sem svo sem aldrei vantar þegar við hittumst. Tölvuskjárinn minn dó tölvudrottni sínum, hér um daginn. Diddinn fór og keypti nýjan í dag. Jibbý jey. Ætlaði að stelast til að blogga í vinnunni um daginn en komst ekki inn. Gat ómögulega munað passwordið mitt. Spurning um að fara að halda utan um öll þessi aðgangsorð sem tölvudýrið geymir. Það yrði ljótt ef hún dræpist líka. Oh my god. En nú er mál að linni. Mikael minn Orri er að lúlla hjá ömmu sinni og er enn vakandi. Komin tími til að slá hann í svefn. Kem fljótlega aftur. Agú....

Yfir og út krúsarknús..........