þriðjudagur, september 16, 2008

Jæja, þá getur mar farið að slappa af.

Tónleikarnir búnir og tókust alveg með eindæmum vel. Þrátt fyrir að ég væri eins og asni þegar La traviata var sungið. Salurinn, sko eða fólkið í salnum reis á fætur og klöppuðu okkur lof í lófa. Kjóllinn alveg að gera sig, mér leið bara eins og drottningu. Aldrei bara á ævinni verið eins fín. Silla smellt nokkrum myndum af mér. Þarf greinilega að fata til Tyru Bank's og læra smá pósur. Sillu mynd Fór svo bakdyraleiðina og dobblaði Silluna mína að mæta með Ipodið góða og taka upp fyrir mig. Hlakka til að hlusta á það. (Sem minnir mig á það að við eigum enn eftir að fá upptöku af tónleikunum í Kristskirkju) Þarf að tékka á því. Mitt fólk allt alveg að míga á sig af hrifningu. Spúsinn minn treysti sér ekki til að mæta. Var að vinna frá sex í morgun til sex í kvöld og á að mæta aftur sex í fyrró. Hafði einhverja áhyggjur af því að hann myndi bara sofna. hehehehehe... Úlfurinn sem vinnur með honum kom og bauð Sonju með sér, og ég gat ekki betur séð en að þau hefðu bara gaman að þessu. Lonni mín var í miðasölunni og ég tók hana bara með mér í eftirteitið. Þar var mikið gott að borða, enda allar orðnar hrikalega svangar. Leiðist samt svona servéttumatur. Þoli ekki þegar það sem ég set á servéttuna klístrast fast við fæðuna og svo étur maður helminginn að servéttunni með. Ojjjbarasta..... Samt allt voða gott. Fengum campavín og rauðvín með. MP tók sig til og glamraði á píanóið og tókum við allar vel undir. Tónleikar 14 með Gospelsystrum og svo 15 hjá Strætókórnum.Smiley Choir Við Silla að sjálfsögðu fjölmennum þangað. Held meiraðsegja að það sé frítt inn hjá Strætókórnum. Algjör menningarmánuður hjá mér núna. And I just love it....Fór annars í gær og keypti mér einhverjar brjálæðislegar stuðningsbrækur í Lífstykkjabúðinni. Ná sko alveg upp að brjóstum og niður á mið læri. Allt gert til að halda inni mallakút. En málið er, að núna og í kvöld er mér búið að líða eins og bakið á mér sé brotið. Hlýtur að vera þessum brjálæðislegu stuðningsbrókum að kenna. Þarf að tékka á þessu. Og það sem mér er svona hrikalega illt í bakinu, þá ætla ég núna að drífa mig upp í rúm, mitt handónýta rúm og reyna að hvíla bakið.

Söngfuglinn kveður með verki í baki, en muco gleði í hjarta. Love ja all.....Cupid


Engin ummæli: