Þá er komið að leyndóinu. Eða er þaggi. Þannig var að Silla hringir spyr hvort ég vilji ekki vera með í litlum kvennakór sem á að syngja við opnunarhátíð Grand Rock caffe. Ég hélt það nú. Alltaf til í að syngja, en ekki hvað. Við fengum heilar tvær æfingar. Hibbhibbhúrrrey. Andrea Gylfa stjórnaði þessum dásemdar kór. Hún er náttla bara flottust. Við vorum held ég 14 kvensurnar. Sólsnípurnar heitir kórinn. Karlakór var líka til staðar og heitir hann Þúfutittlingarnir. Leyndóið fólst svo í því að þeir máttu ekki vita hvað við voru að syngja og við máttum ekki vita hvað þeir ætluðu að syngja. Voða fínt. Hef nú samt aldrei verið á söngæfingu þar sem drukkin er bjór við æfingar og púrtvín með. Hmmmmhmmmm...En eins og kellingin sagði, þá er alltaf gott að breyta til. Veit svosem ekkert hvaða kelling það var. En allavega hafði hún rétt fyrir sér. Svo var húllumhæið á fimmtudag og við slógum rækilega i gegn. Einhver kallinn hafði nú samt orð á því að það væri nú algjört svindl að fá svona proffa í kórinn. Hmmmhmmm. Sem sagt mig og Sillu. Djöfull er gaman að vera proffi. hahhahahahahahahha....Og nú er svo komið að það er verið að grenja í okkur að koma aftur á sunnudaginn og loka hátíðinni. En ömminja Sillan mín kemst ekki. "Greyið" verður á leið til The U.S. of,. A..... Guðný sæta fékk þá dásamlegu hugmynd að draga mig í göngutúr í kvöld. Kom hér með tvo hunda. Svo við þrömmuðum af stað með þrjá hunda. Gengum Ægissíðuna og hittum marga aðra hunda og höfum við endurskírt Ægissíðuna og skal hún héðan í frá kallast Hundasíða. Og það merkilega er að ótrúlegasta fólk stoppar og fer að spjalla. Aldrei stoppaði fólk og spjallaði þegar ég gekk í eldgamla daga með börnin í vagni eða kerru. Nei, bara þegar maður er með hund í bandi. Hvað skyldi gerast ef ég færi nú með spúsann í bandi á Hundasíðuna. Spurning. Talandi um spúsann. EM að byrja á morgun og hér er mér tilkynnt með reglulegu millibili að ég fái ekki að horfa á imbakassan. Nei nú á ég að breytast í þræl og svara í símann, rétta bjór og gos. Og hvísla. Það má ekki hafa hátt. Spurning um að kaupa svona... Allavega skemmtilegra ef gesti skyldi bera að garði. Fór í atvinnuviðtalið í dag og leist bara vel á. Og sá hátturinn er hafður á á þessum vinnustað að eftir fyrsta viðtal er umsækjandi sendur heim að hugsa málið og á svo að láta vita hvort hann vilji vera með og kæri sig yfir höfuð um að vinna þarna. Og ég er semsagt búin að vera að hugsa, hugsa, hugsa. og niðurstaðan er sú að ég mun hringja á mánudag og láta vita að mér litist bara vel á og vilji vera með. Útslagið gerði REYKHERBERGIÐ.. Halló. Þarna er maður ekki second class pípol....Staðsettnig fyrirtækisins er góð. Bein leið fyrir mig en samt cirka helmingi lengri. En það er í góðu. Hvað leggur maður ekki á sig fyrir góðan vinnustað. Á morgun ætla ég svo að hringja í Rannveigu mína og fá hana á Þakgilsfund annað kvöld. Góður fyrirvari. Gef henni eitthvað gott að borða og rautt með. Eins gott að hún sé ekki upptekin þessi elska. Annars er þetta orðið gott af bulli. Farin að lúlla í hausinn læk olveis....
Ciao
Bloggar | 7.6.2008 | 02:27 | Slóð | Athugasemdir (3)
George Bush fékk hjartaáfall og dó. Hann fór beinustu leið til helvítis,
þar sem kölski sjálfur tók á móti honum og sagði: Ég er í svolitlum
vandræðum, þú ert á listanum mínum en mig bráðvantar pláss svo ég er með
hugmynd. Það eru hérna þrjár manneskjur, sem voru ekki alveg jafn vondar
og þú, ég sleppi einni af þeim lausri í staðinn fyrir þig og þú færð meira
að segja að velja hver það verður.George fannst þetta góð hugmynd og
kölski opnaði dyrnar á fyrsta herberginu.
Þar inni var Richard Nixon í stórri laug fullri af vatni sem hann kastaði
sér ofan í aftur og aftur en kom alltaf tómhentur upp aftur. Ekki séns!
Gargaði Goggi. Ég er ekki góður sundmaður og ég held ég gæti ekki gert
þetta allan daginn.
Kölski leiddi hann þá að næsta herbergi en þar inni var Tony Blair með
sleggju í hönd og var að höggva grjót.Nei, ég þjáist af meini í öxl og
myndi vera með stöðugar kvalir ef ég ætti að höggva grjót daginn út og
inn.Þá opnaði kölski þriðju og síðustu dyrnar.
Þar inni lá Bill Clinton á gólfinu og ofan á honum var Monica Lewinsky að
gera það sem hún gerir best.Gerge Bush leit á kölska í forundran og sagði:
Já, ég ætti að ráða við þetta.
Kölski brosti og sagði: Monica, þú mátt fara.
Bloggar | 7.6.2008 | 01:44 | Slóð | Athugasemdir (0)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli