þriðjudagur, september 16, 2008

Stelpudagur dauðans...

Búin að eiga algjörlega dásamlegan dag í dag. Bara búin að stelpast og stelpast. Sillan mín kom hér klukkan að verða hálf tólf, fengum okkur kaffi og svo skundað á tattoo stofu. Ég ætlaði að fá mér eitt en rann á rassgatið. Var ekki nógu ákveðin með mynd. Silla lét laga rósina sína og hún er sko miklu flottari núna. Og þar sem henni leist svona rosa vel á tattoo gaurinn, þá ákvað hún að láta laga hitt tattoið sitt. Og þá fer ég og læt verða að þessu. Svo núna er bara legið yfir myndum og skoðað og svona. Á netinu nota bene. fórum svo í Kolapotið og eyddum engum krónum þar. Ekkert þessi virði. Svo á Mokka. Konan(Silla) þegar hún heyrði það að frúin hefði aldrei komið á Mokka að þá bara fannst henni hún verða að bæta úr því. Fengum okkur heitt kakó og heita samloku. Mmmmmm þaðan til Lonni sem var að útbúa dýrðarinnar kjúllarétt. Og svo heim... Svo kom Rannveig og við áttum ferlega góða stund saman. En nú get ég ekki párað meir sökum sybbu...

Söngfuglinn kveður með stelpur í hjata.....Mardi Gras 1


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 16.3.2008 | 03:20 (breytt kl. 19:36) | Slóð | Athugasemdir (1

Engin ummæli: