miðvikudagur, apríl 26, 2006

It´s a life.

Það er að segja frúin sjálf. Reyndar búið að vera bilað að gera hjá mér þessa síðustu daga og vikur. Tónleikarnir næsta sunnudag og loka æfing var í kvöld. Svo nú er bara að biðja góðar vættir að vera með oss og svona. Ég verð nú bara að segja það að þetta verða hrikalega flottir tónleikar. Og mín ætlar að vera góð á því og syngja með báðum kórunum. Er aðeins búin að vera að hugsa þetta. Var hálft í hvoru að hugsa um að syngja bara með Gospelnum, en held ég láti bara slag standa og syng líka með Voxinum. Þarf reyndar að hafa möppudýrið í þeim hluta, en ég hlýt að komast fram úr því. Ma og pa koma heim á morgun svo þau ætla að sjálfsögðu að mæta og hlusta. En ekki hvað. Spúsinn að vinna svo ekki kemst hann. Tókst nú samt að selja 13 miða og er bara sátt. Barnabörnin bæði nýbúin að vera hér og mín að sjálfsögðu með myndavélina á lofti. Versogú...
Þau eru svooooooooooo sæææææææææææææææt....... Já já. Ég veit. Ég er að springa úr monti af þessum börnum. En ég bara ræð ekki við mig. Og sjáiði bara sæta taglið. Ekkert venjulegt hár á svona ungu barni. hehehehe.... En nú nenni ég ekki meir. Er algjörlega andlaus eftir þessar löngu kóræfinga tvö kvöld í röð. Vildi bara láta vita að ég væri á lífi.
Yfir og út krúsarknús................

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Smá klikkelsi í gangien ekkert sem ekki má laga. Í bloggspurningarprófinu hér á undan vantar aldurinn sem á mig límdist. En ég er sem sagt 20 til 29 ára. Ekki slæmt það. Páskafrí í kórum vorum og mín þarf að læra smá mikið. Fyrir Vox hlutann. Eitt stykki indjánalag, Vilju lag og eitt annað sem ég man ekki hvað heitir og mér til mikils hryllings var ég að fatta það að ég hef sennilega aldrei heyrt það, því að ég á ekki nótur af því. Svo nú verð ég að redda mér þeim í þessu páskaleyfi voru og reyna að fá einhvern til að pikka það inn fyrir mig. Good luck my darling Gunnsa. Gospel hlutinn að mestu komin inn enda ekki seinna að vænna þar sem er ekki nema rétt korter í tónleika. Líka komin í páskafrí í vinnunni. Ligga ligga lái. Mæti næst á þriðjudag.Vinn tvo og frí í einn, vinn í einn og frí í tvo. Hvað getur maður beðið um meira. Segi ekki meir. Litla músin mín hann Mikael Orri kom hér í kvöld á meðan mammsan hans fór í klippingu og lit. Borðaði hér kvöldmat með puttunum og klíndi og kreisti. Mikið fjör. Aldeilis gullmoli þar á ferð. Fæ alveg sting í hjartað þegar ég sé hann. Algjörlega fullkominn og yndislegur í alla staði. Sofnaði svo í fangi ömmu sinnar yfir sjónvarpinu og leið okkur voða vel svona saman.Keypti mér buddu sem ekki er nú í frásögur færandi nema vegna viðbragða sonarins. And I cote. " Mamma, þú ert að verða 46 ára. Þetta er fyrir svona 20 ára." End of cote. Hehehehe.... Hún er semsagt fjólublá og loðin. Ég gat nú ekki annað en hlegið smá af drengnum. Þvílílk viðbrögð. Og orð þessi voru sögð af mikilli innlifun. Bóndinn situr hér og hrýtur í Lata strák eins og venjulega. Spurning hvort ég verði ekki að skila öðrum stólnum. Það er að segja hans stól. Ekki sef ég hér öll kvöld. Jónas hinn danski kom hér síðasta laugardagskvöld og áttum við góða kvöldstund saman. Yndislega ljúfur og góður strákur þar á ferð. Var eiginlega að fatta það að hann er bara þremur árum yngri en ég. Og fékk nett sjokk. Hann passaði fyrir okkur hana Lonni hér á árum áður og þá var hann bara BARN. Sléttur unglingur. Og mín svona líka fullorðin. Hmmm, er ekki alveg að skilja þetta dæmi. Ég fæ allavega ekki fjóra út úr þessu 2+2.
Og nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, apríl 08, 2006

Alltaf jafn ung í anda. En ekki hvað.

You Are 29 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


Og þá er Idolið búið að sinni. Og mikið var ég glöð. Splæsti mínu atkvæði á Snorra og fannst hann bara flottastur. Samt voru þau bæði rosalega góð, en jafnfram mjög ólíkir söngvarar. Og ég fílaði Snorra betur. Svo mín er sátt. Og svo að öðru. Þar sem spúsi minn hefur farið mikinn undanfarið um skófargan frúarinnar, tók ég mig til í dag og kíkti á safnið. Og endaði með því að henda fjórum pörum og setti önnur tvö í poka og hengdi á hurðina hjá Gurrý hér við hliðina. Fínir skór en ég bara búin að eiga þá OF lengi og nenni ekki að nota þá meir. Svo góðmenskan kom upp í mér og ákvað að hún mætti eiga þá ef hún vill þá. Annars bara fara þeir sömu leið og hin pörin. Það er að segja í ruslarennuna. Mamma og pabbi flogin frá vor ylhýra. Komin til Danaveldis þar sem siglt skal á skútu þeirra mektarhjóna Lilju og Guðjóns vinafólks foreldra minna. Og skal sú sigling standa yfir í mánuð eða svo. Vona svo sannarlega að þau eigi góða daga eiga það svo sannarlega skilið. Og nú ekur mín bara um á jeppa föðursins. Oh my god. Það verður sko ekki auðvelt að skila drossíunni þegar þau koma til baka. Geri það sjálfsagt með tár á kinn og sorg í hjarta. Kíkti aðeins á Spánardrósina í gær, í nýju fínu íbúðina í Gettóinu. Ferlega sæt og rúmgóð íbúð. Ekki að sjá á henni að hún sé í Gettói. Gaman að hitta hana aftur, þ.e.a.s. Jónu, ekki íbúðin hef heldur ekki hitt hana áður. Allt of langt síðan við hittumst. Vonandi að heilsan fari nú að heilsa upp á hana þessa elsku. Gott í bili
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, apríl 01, 2006

Löngu orðið tímabært að skrásetja líf vort hér.

Annað hvort gerist ekkert í mínu lífi, eða þá að það er alltof mikið að gera. Og hvort haldið þið svo að það sé. Júbb, mikið rétt það síðarnefnda. Það er endalaust eitthvað um að vera. Má þakka fyrir að vera heima eitt kvöld í viku. Er eiginlega farin að þrá eina viku heima öll kvöld. Fór nottla í saumabústað síðustu helgi og mikið hrikalega skemmtum við okkur vel. Eins og von var á. Potturinn mikið notaður. Mikið drukkið og sungið. Sing star að sjálfsögðu með í för. En ekki hvað. Gengur nottla ekki að fara í saumabústað án þess. Þó svo að engin vilji syngja í dótið nema moi og Kolla beib. Væri nú alveg að fíla það að fá Íslenskan Sing star disk. En á svo sem ekki von á að það gerist í nánustu framtíð.
Smá fílingur í gangi hér. En mikið djö.... var kalt í kofanum mar. Eins og sést á sængum vorum í sófa vorum. Nú svo kóræfingar á þriðjudag og miðvikudag. Beint á Mirandas kynningu hjá Sillunni minni eftir þá seinni. Heima í gær og svo til Olgu í Idol gláp í kvöld. Leikhús annað kvöld í boði Hrannar. Ég er míns eigin kona. Tónleikar hjá Karlakórnum á sunnudag og ma og pa í mat á sunnudag. Svo ekki leiðist minni. Vinnumálin komin á hreint, og byrja ég í Garðabænum hjá 10-11 á mánudag. Fékk launahækkunina svo ég er búin að slaufa nýju vinnunni. Eitthvað líkt Vúhúúúú braust úr barka mínum þegar Idol kostningin var komin á hreint. Fannst Bríet Sunna ekki alveg vera að gera sig í kvöld. En nú er mar í vondum málum. Með hverjum á ég að halda næsta föstudag. Finnst þau bæði æði sem eftir eru. Var ekki að fila Heiðu í kvöld. Ekki frekar en önnur kvöld. Gjörsamlelga þoli ekki þessar handahreyfingar hennar. Dettur helst í hug spasmi þegar ég sé hana. Sorry, en svona er þetta bara. Búin að staðfesta ferðina til Italíu með Gospelnum. Oh my good hvað ég hlakka til. Verst að Sillan mín verður ekki með í för. Hefði svo gjarnan viljað hafa hana með. Það er sko ekki lognmollan í kringum hana þessa elsku. Fékk smá hurðarskell í síðustu viku. Mín fór að pissa rauðu. Og sjokk dauðans í gangi á þessum bæ. Ég er nefnilega löngu hætt að hugsa sem svo að þetta kemur bara fyrir aðra en ekki mig. Er búin að fá svo marga hurðaskelli að þegar eitthvað kemur upp hugsa ég, já það hlaut að koma að því. Fór í nýrnamyndatöku á miðvikudag og var sagt að hringt yrði í mig seinni part sama dag. En nei. Heyrði ekkert fyrr en korter í brottför í saumabústaðinn. Nýrun ótrúlega flott og ekkert þar að sjá nema nýru. Svo nú skyldi senda frúna í blöðruspeglun. Og hana nú. Leist nú ekkert á það. Ææææææjjjjææææ. Ekki gott. Blöðruspeglun í gær and I´m clean. Nothing to see down there. Jey... Bara sprungin æð eða eitthvað. En það get ég sagt ykkur að ég var sko búin að jarðsyngja sjálfa mig svona 30 sinnum. En nú er þessi hættan liðin hjá svo Don´t worry be happy. Lonni og Baldur búin að fá aðra íbúð. Svo nú eru fluttningar í næstu viku. Flytja alla leið á næstu hæð fyrir neðan. Þægilegt það. 3ja herbergja íbúð. Gott mál. Og þá ætti mar að vera laus við fluttninga af þeirra hálfu næsta áratuginn eða svo. En nú er mál að linni. Komin bóltími.
Yfir og út krúsarknús...............