mánudagur, apríl 30, 2007

Loksins

er ég komin í samband við netheima aftur. Var komin með alvarleg fráhvörf. Síminn er samt ekki að virka hér í þessu húsi. Hlýtur að vera eitthvað með tenglana. En allavega, nú er frúin flutt og hefur það sko bara náðugt í þessu dásamlega húsi. Finnst hreinlega eins og ég hafi alltaf átt heima hér. Finnst ekkert skrítið að vakna hér, og bara eðlilegasti hluti í heiminum að keyra þessa leið til og frá vinnu. Er með saumó í kvöld. Ja maður er ekkert að fresta því þó svo að hér standi enn nokkrir kassar og ulla á mig. Hef þetta ekki lengra að sinni, en kem fljótlega aftur. Og eitt enn. Mikið er gaman að fá svona mörg komment. Jibbý.

yfir og út krúsarknús.............................

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Stóri dagurinn á morgun

Yes, hvað ég hlakka til. Hlakkar mest til að labba hér út í síðasta sinn og skella í lás á eftir mér. Mikið sem það verður gott að lúlla á nýja staðnum annað kvöld. Svo bara að byrja helst að þrífa á morgun og klára á föstudag, afhenda lyklana seinni part föstudags eða snemma á laugardaginn. Hringdi svo í dag í Vodafone og fékk mér nýtt email. Var frekar pirruð á þessu gamla. En þegar ég valdi það var ekkert laust sem ég nefndi. Sendi svo öllum mail í dag með breyttu netfangi. Ef það er einhver sem les þetta og er vanur að fá póst frá mér en fékk ekki í dag, þá er bara að kommenta á það hér og ég kippi því í liðinn. Verst að þurfa að mæta í vinnu í fyrramálið. Hefði alveg þegið það að fá frí. Finnst bara að það eigi að vera í lögum að mar fá hálfsmánaðar frí þegar fólk stendur í fluttningum. Var samt í fríi í dag og þetta er búin að vera mjög drjúgur dagur. Við mamma og pabbi fórum með fullan Opelin og jeppann þeirra af dóti. Þar á meðal borðstofuborðið og stólana. Erum búnar að taka upp úr öllum stofukössum og þvo það og þrífa. Svo er ég líka búin að raða í stofuskápinn öllu sem þar á að vera. Svo kom Olga hér eftir kvöldmat og við rusluðum öllu úr fataskápunum, öllum handklæðum og restinni af matvöru sem ekki verður notuð í þessu húsi meir. Svo bara brunuðum við vestureftir reddý í að setja flíkurnar í skápa. En æjæjæj... Haldiði ekki að mín hafi þá gleymt húslyklunum í efra. Eins gott að mar lifi á öld GSM símanna. Hringdi í kallinn og skipaði honum að koma og hleypa oss inn. Sem hann náttla gerði með glöðu geði. Svo nú er búið að hengja upp og setja í hillur öll föt. En þó ekki föt drengsinns. En mar ekkert lengi að því. Talandi um drenginn. Eitthvað mikið gerðist þegar presturinn blessaði hann hér um daginn. O.M.G. Síðan þá er hann komin í mútur og talar með mikið brostinni rödd þessi elska. Svo stækkar hann svoleiðis rosalega að það liggur við að ég sjái dagamun á honum. Og ekki nóg með það, allt í einu er hann komin í skó númer 40. Það var bara fyrir nokkrum mánuðum að hann notaði sama númer og ég. Sko 38. Ég veit ekki hvar þetta endar. Ætli ég verði bara ekki að biðja prestinn að afblessa hann. En nú er nóg komið að bulli. Og viljið þið svo kvitta fyrir komuna. Nú er ég búin að fá kvitt nánast upp á hvern dag, svo nú verð ég bara pirr þegar engin kvittar. Ha. Bara orðin heimtufrek með meiru.

Yfir og út krúsarknús.................

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Fótbolti dauðans.

Legg ekki meir á ykkur. Ætluðum að flytja annað kvöld en ekki verður neitt af því. það er leikur um sex leytið og allir tiltækir karlmenn með nefið á skjánum. Halló. Er ekki allt í lagi með þessa menn. Taka boltann fram fyrir það að koma og bera mín dásamlegu húsgöng. Þannig að við flytjum á fimmtudaginn. Á morgun ætlum við þá í staðin að halda áfram að flytja smá draslið í Opelnum. Fórum reyndar í dag með stofuskápinn og græjuskápinn. Þannig að stefnan er líka sett á það að þvo allt dótið sem á að vera í honum og koma því fyrir. Munar um að vera búin að því. Allt orðið svo dragfínt í Granaskjólinu og jafn skítugt hér. Hér hefur eiginlega ekkert verið gert síðan fyrir fermingu. Er í fríi á morgun og svo aftur á föstudaginn. Þá ætti allt að vera búið á mánudaginn. Þrífa hér á föstudaginn og skila lyklunum af mér á laugardaginn. Shit hvað mig hlakkar til. Alveg ferlegt að búa svona á tveimur stöðum. Ekkert heimilishald í gangi. Hef ekki meir að bulla í kvöld er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina. Enda klukkan að verða eitt. Og mín búin að vera á fótum síðan sjö.

Yfir og út krúsarknús...............

mánudagur, apríl 23, 2007

Nú er það sko

lúin kona sem situr hér við tölvudýrið góða. Algjörlega búin á því. Get ekki meir, nenni ekki meir, langar ekki meir. En þetta er bara endalaust. Alltaf bætist eitthvað við. En á móti kemur að þetta minnkar í leiðinni. Og nú er sko bara að verða hrikalega fínt í Mekkunni. Annað en gettóið. Hér er svo mikið drasl og skítur að mig hrillir við að þrífa hér. Búin að fá mig upp í kok af drullu. Það var svo skítugt þarna vesturfrá að þá hálfa væri hellingur. Nú er búið að mála allt. Eftir að þrífa gólfin á ganginum, eldhúsinu og forstofunni. Og ég get sagt ykkur það að það er sko mikið mál. Liggjandi á frjórum og skrúbba. Svo bara að hengja upp ljósin og Baldur Spenna þarf að klára rofana og þá er þetta að verða búið. En í öllu þessu amstri er ég búin að finna upp ný viðurnefni á tengdasynina. Baldur Spenna
Og Baldur Spýta. Þá þarf mar ekki að segja Baldur Lonniar eða Baldur Lilju. Neibb, Baldur spenna og Baldur spíta. heehhehe.... Oh ég er svo fyndin. Get varla skrifað fyrir hlátri. hehehe..
Hér er sýnishorn af GRÆNA veggnum mínu. Sumir fengu hland fyrir hjartað við þetta val mitt. En þessi litur er sko valin í stíl við rúmteppið mitt fína sem ég kaupti í henni Ameríku hér um árið.Get nú róað ykkur með því að hann er bara á einum vegg í herbergi okkar skötuhjúa. Mikael minn Orri ætlar sér að verða málari þegar hann verður stór. Rúllan fer vel í hendi hans.
Svo fanst syninum tímabært að móðirin fengi greiðslu við hæfi og notaði til þess málarateip.
Ég borgað í sama. Get líka alveg upplýst það að það var ekki gott að taka þessa greiðslu niður. æjæjæjæjæjæjæ... En nú ætla ég að skríða í bælið. Verð víst að fara að vinna í fyrramálið. Gat ekki fengið frí. En verð í fríi á miðvikudag og föstudag. Gat heldur ekki fengið frí á fimmtudag. Ég sem ætlaði að taka 4 daga í sumarfrí út þessa viku. En tveir dagar eru betri en núll dagar. Er þaggi.

Yfir og út krúsarknús...................

sunnudagur, apríl 22, 2007

Guð minn góður

klukkan að verða hálf fjögur og ég enn vakandi. God hvað ég verð þreytt og lúin á morgun. En samt búin að eiga mjög góðann dag. Náttla búin að vinna í nýju íbúðinn og svo skrapp ég í fordrykk hjá Önnu Siggu klukkan hálf sex. Árshátíð Voxara í kvöld. Mín varð að slaufa því. En þar sem Anna Sigga býr í nánast næstu götu ákvað ég að skreppa í fordrykkinn sem hún bauð röddinni í. Fékk algjörlega fiðring í tærnar, mig langaði svoooooo með. En það er víst ekki á allt kosið. En hrikalega gaman að hitta kellurnar allar aftur og svona líka dragfínar. Lonni og Baldur komu svo heim með okkur og átum við pizzu þar til við sprungum og drukkum bjór með. Tókum svo kanaspil og kjöftuðum frá oss allt vit. Ekki það að við séum að springa af viti. Svo erum við mæðginin á fullu að leita okkur að hvolpi. Það var náttla búið að lofa drengnum því að þegar við einhverntíman myndum flytja í svona smá sér að þá myndum við fá okkur hund.Og hann er strax farinn að rukka. Sendi eina fyrirspurn til hundaeiganda í kvöld sem er með átta stykki Golden Retriver hvolpa. Oh my god. Þeir eru algjört æði. En það kostar náttla fullt af labbi að fá sér svoleiðis hund. þeir þurfa sína hreyfingu og ekkert múður með það. Langar ekki í þessa litlu sem eru eins og kettir eða það sem verra er ROTTUR. Væri hentugast að fá sér millistærð en Goldenin er bara flottastur. Kemur bara í ljós hvað verður. Góða nótt.

Yfir og út krúsarknúns.................

föstudagur, apríl 20, 2007

Ég skal mála allann heiminn elsku mamma

Þannig er min tilvera þessa daganna. Mála, mála, mála. Allt að koma. Gæti trúað því að þetta klárist bara á sunnudaginn eða svo. Gaman gaman. Fóurm í Ikea í morgun að glápa á skápa og sona. Enduðum bara á því að taka með okkur bækling heim og skoðum þetta þar. Held að ég sé haldin víðáttufælni. Verð algjörlega rugluð í haus mínum þegar ég fer í svona búðarflæmi. Líður illa og þrái ekkert heitar en að komast út aftur. Fengum okkur samt kaffi á kaffiteríunni áður en ég hljóp út. Svo fer það endalaust í taugarnar á mér að maður skuli ekki getað farið út án þess að ganga í gegnum allt heila klabbið þarna niðri. Mig vantaði ekkert að skoða á neðri hæðinni. En maður er sko neyddur til að labba í gegnum allt draslið. Fórum líka í Byko að kaupa kúpla í eldhúsið. Og þar sá ég eldhúsljós sem ég þarf alveg defenatly að eignast. Held að ma ætli að gefa okkur það í innfluttningsgjöf. Ekki slæmt það. Fer á morgun og festi kaup á því. lalalalalala....
verði ljós og það varð ljós sagði einhver. Eða var þaggi. Kveð að sinni, kem snarlega til baka.

Yfir og út krúsarknús...................

Allt á fullu

Brjálað að gera. Shit hvað ég verð fegin þegar þetta er búið. Finnst ekki gaman að standa í svona. Ég er allt of værukær mannsveskja fyrir allt þetta vesen. Vildi sko bara getað sagt hviss bamm búmm og allt búið. Anyways. Búið að fara með alla kassa úr eldhúsinu og koma því í nýju skápana. Búið að spasla og pússa og búið að mála flest loft. Annað er eftir. Annars er ég búin að vera í nettu sjokki eftir að við fengum afhent. Finnst allt í einu þetta svo lítið, hvar á ég að hafa þetta og hitt. Allt of lítið skápapláss. Og hvernig á ég að hafa þetta og hitt. Iss piss segja hinir. Þetta verður voða fínt. Vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu og hinu. En þetta reddast örugglega. Er þaggi bara. Hef annars lítið að segja. Ætla að druslast í bælið. Ikea í fyrramálið að finna skáp fyrir hjónakornin og skáp í geymsluna. Hillur í herbergi erfðaprinsinns. Kaupa, kaupa, kaupa....... Eyða, eyða, eyða....... Kaupa nýja eldhússtóla. Láta kallinn borga. Fara svo kanski og kaupa mér eitt svona. Ekki slæmt að geta bara farið og týnt nokkra laufseðla svona fyrir búðaferðirnar. Gott í bili. Ætla að fara og láta mig dreyma um þar næstu viku þegar ég sit í nýju fínu stofunni minni með rautt í glasi. Aldrei að vita nema spúsinn hangi vakandi nógu lengi til að opna flöskuna góðu sem hann keypti þarna um daginn. Bíð svo bara góðrar nætur.

Yfir og út krúsarknús................

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Seinkun

Alltaf sama sagan á þessum bæ. Fengum ekki lyklana í gær eins og við héldum. Fórum og gengum frá kaupsamningi, en þar sem maðurinn var að koma frá útlandinu var hann ekki búin að skoða íbúðina eftir að leigjendurnir fluttu út. Svo hann ætlaði í það í dag og við fáum lyklana á morgun. Hjúkk mar. Hér er allt fullt af kössum, ryk og drulla út um allt. Vond lykt líka. Svona pappakassabúðarlykt. Ojbara. Hjónin búin að fá frí í vinnu á föstudag svo nú verður tekið á því. Stefna að flytja aðra helgi. Svo á ég að vera með saumaklúbb 30 apríl. Björt á því mar. Móður minni finnst ég frekar bjartsýn, en só vott. Þýðir ekki annað. Samt er svo skrítið að mér finnst ég ekkert vera að flytja. Er búin að bíða svo lengi eftir þessu að ég bara er ekki að fatta þetta. Konan búin að festa kaup á UPPÞVOTTAVÉL. Jebb, aldrei átt svoleiðis græju áður. Keypti hana notaða af Sigrúnu systur Didda. Hún og hennar spúsi voru að flytja um páskana í alveg nýtt og þar fylgdu með allar græjur. Ótrúlega sæt og krúttleg íbúð á Sléttuveginum. Svipuð að stærð og sú sem við erum að kaupa. Nema 2ja herbergja. En baðherbergið hjá henni er reddý fyrir partý. Sennilega 3svar sinnum stærra en hjá okkur. Það er nebblega þannig sko hjá okkur að það verður að ákveða sig áður en mar fer inn hvort þú ætlir að leka eða slamma. Þú skiptir sko ekki um skoðun eftir að inn er komið. Annars ekki mikið að frétta þar fyrir utan. Hlakka bara til þegar þetta er allt afstaðið. Og hlakka enn meira til að fá Spánardrósina ógurlegu og Kle í kaffi. Orðið alveg hrikalega langt síðan við héldum fund síðast. Bitrar kerlingar bíta mig í barkann þessa daganna. Þarf að losna við þær. hehehe.... En læt ég staðar numið og held á vit draumanna um betra líf á betri stað.

Yfir og út krúsarknús..................

mánudagur, apríl 16, 2007

Ferðalögcreate your own visited country map
or check our Venice travel guide

Jebb mar hefur nú sosem komið víða. 2% af löndum heimsins. Jebb. Shitt mar hvað ég á eftir að gera margt skemmtilegt. Fara til allra hinna landanna. lalalalalalalaa..... Anyways. Hér voru engir eldhússkápar þrifnir í dag. Dreif mig í staðin í að pakka niður dótinu í TV herberginu. Geisladiskunum og bókunum. Videospólunum og sona. Var svo bara ein að dúllast hér í dag. Erfðaprinsinn úti með Ármanni og spúsinn fór að ryksuga bílinn. Endaði svo í kaffi hjá Halla stóra bró. Svo að hér var mín bara alein og einmanna. Dreif mig svo í að laga mér kaffi. Og þegar ég er að mala þessar líka fínu baunir, gýs upp þessi líka fína kaffilykt og mér dettur Rannveig í hug. Tók upp tólið og ballaði á hana og bauð í nýlagað. Og hér var hún komin um 3 og við sátum til 6 á tjattinu. Vildi óska þess að hún druslaðist til að sækja um í mínu kór. Langar að fá hana mér við hlið aftur. Svo er það bara vinna á morgun og fá lyklana. Er hætt við að láta pússa og lakka parketið. Það kosta miljón og sjö. Skilst að það kosti um 2 þúsund kall á fermeterinn og ég bara hreinlega tími því ekki. Get þá alveg eins verslað mér nýtt. Þannig að þetta verður bara eins og það er þangað til að ég tími að kaupa nýtt. Og hana nú. En nú ætla ég að lúlla.

Yfir og út krúsarknús.............

sunnudagur, apríl 15, 2007

Kidnaped

Jæja þá er þátturinn búin og lofar góðu. En datt þetta í hug á meðan ég var að glápa.

Diddan mín er besta skinn
því engin getur neitað.
En þarf að lesa "moggann" sinn
og ég sko alveg veit það.

Á fullu reyn´að standa mig
í greinarskrifum góðum.
En stundum fæ ég heilasig,
og verð þá öll á glóðum.
Og ritstíflan mig að drepa.

laugardagur, apríl 14, 2007

Halló, haaaalllóóó. halló

Hvað ert að gera í kvöld. Halló, halló, halló..... Nei segi nú bara sona. Konan alveg að tapa sér. Hér er búið að pakka í kassa og læti. Stofan full af fullum og edrú kössum. Geymslan að verða tóm. Við erum svo dugleg. Shit mar draslið sem mar sankar að sér í gegnum árin. Það er bara ekki alveg í lagi með mann. Diddi búin að fara tvær ferðir í Sorpu með kjaftfullann bílinn. Settum helling í nytjagáminn hjá hirðinum góða. Aldrei að vita nema einhver vilji þetta dót. Þar á meðal nokkur tonn af bókum. Og samt er ég með góða 6 eða 7 kassa af bókum. Á morgun er stefnan sett á að þrífa eldhúsinnréttinguna. Búin að tæma allt nema 3 skápa. Þá er það frá. Finnst alveg ferlega leiðinlegt að þvo skápa. Rífa svo draslið úr efri skápum á ganginum. þar kennir ýmissa grasa gæti ég trúað og margt af því er örugglega haugamatur. Klikkaði með lyklaafhendinguna í dag. Maðurinn sem við erum að kaupa af stakk sér til útlanda svo við fáum þá ekki fyrr en á mánudag. Sökk mar. Við sem vorum búin að ákveða það að fara í Háskólann og labba á Heklu. Með öðrum orðum, mála geymsluna og flytja gömlu geymsluna í dag. Elli mágur svo hress að vanda, mættur í Granaskjólið early í morgun í málningargallanum. Og við ekki þar. Jebb, svona getur nú lífið verið fullt af óvæntum uppákomum. Diddinn voða rómatískur og skundaði í Ríkið í gær og kaupti eina rauða í tilefni þess að við hjúin eigum 30 ára trúlofunarafmæli í dag. Já ég sagði 30 ára. Hver myndi trúa því. Ég svona ungleg og alles. En allavega stóð til að opna hana í kvöld og skála. En nei. Lati strákur hafði betur og minn bara búin að hrjóta hér í allt heila kvöld, og mér bara búið að drulluleiðast. Reyndi að glápa á söngvakeppni framhaldsskólanna. En bara sorry, mér fannst hún boring. Svo ekki sé meira sagt. En eitt vakti gleði mína og hlátur. Hló svo við að ég fékk í magann. Og hér er ástæðan. Gjössovel..
Jebb, svona á ég nú skemmtilegan tengdason. Hann Boldur hennar Lonniar. Hann leynir á sér þessi elska. Og hvað finnst ykkur svo. Jú læk. Kommenta svo. Þið eruð allt of léleg í því. Nema Spánardrósin ógurlega. hehehehe..... Annars var pa ekkert rosa glaður að við skyldum vera að losa okkur við bækur, og sagði. Ég veit það þá að ég er ekkert að gefa ykkur bækur. Það voru nebblega einhverjar bækur þarna sem hann hafði komið með upp í Gaukshóla og gefið okkur. Ég sagði. Heyrðu þú varst bara að taka til sjálfur og vildir ekki henda og komst með þær til mín. 1-1. Allskonar ritraðir á dönsku, ensku og ég veit ekki hvað. Engin hér hefur gaman að þessu og á aldrei eftir að skoða þetta. Kanski að það detti einhver grúskari inn í hirðinn góða og taki bakföll, súpi hveljur, slái sér á lær og ég veit ekki hvað. Þá er það bara fínt. Allavega dæsti ég þegar þetta fjall var farið. Jæja nú ætla ég að fara að hætta þessu bulli hér, Kidnaped er að fara að byrja á Skjánum og ég missti af því í gær. Diddinn horfði og það hafði vinninginn yfir Lata strák, svo það hlýtur að vera spennó. Svo ætla ég að hringja í Hjálparsveit skáta og láta leita að Guðnýju og Sigga. Hringdu í dag þegar ég var í geymslunni og sögðust ætla að koma eftir smá stund. Ekki komin enn. Svo nú verður viðbúnaðarstig 3 sett í gang.

Yfir og út krúsarknús...............

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Komin aftur.

Ekki það að ég hafi svosem farið neitt. Allavega ekki langt. Hafði það bara ótrúlega gott um páskana. Lá á meltunni og mætti í tvær fermingaveslur. Matur í annari og kaffiborð í hinni. Hrikalega góður maturinn hjá henni Sillu minni. Og endalaust góður og smartur ís í eftirrétt. Dreif mig svo upp í bústað til Olgu eftir þá veislu og gisti þar eina nótt. Fílaði mig alveg eins og í gamla daga. Rafmagnið fór af um kvöldið og kom ekki aftur fyrr en einum og hálfum tíma seinna. Sátum við kósí kertaljós og hugguleg heit. Sátum svo og kjöftuðum frá okkur allt vit og gott ef ekki rænu líka til rúmlega fjögur. Svo ekki var nú mikið sofið. Vorum nebblega svo vaktar um átta við að helv.... hundurinn í næsta bústað var mættur og spangólaði og gelti allt hvað hann gat, að reyna að fá hundana hennar Olgu út að leika. Mér er alveg fyrirmunað að skilja að eigendurnir skuli hleypa skepnunni út vitandi hvernig hann er. En sumu fólki er bara ekki viðbjargandi. Fjand..... dónaskapur. Fórum svo í pottinn og svona og meira spjall. Svo skaust ég yfir í Miðhúsaskóg þar sem Kolla og Binni voru í VR húsi. Gisti þar næstu nótt. Svaf náttla ekkert þar heldur. Tókum bara tjúttið á þetta og átum ógisslega góðar kjúllabringur sem Kolla skvetti fram úr ermunum. Spúsinn minn kom svo og borðaði með oss og tjúttaði líka. Loksins komin í frí. Að sjálfssögðu horfðum við á Xið og vissum alveg að Jogvan myndi taka þetta. Flottur strákur þar á ferð. Svo var farið í pottinn og mín hafði með sér Mirandas pottsaltið góða. Og líka Aha maskann. Og voru bændurnir ekki undanskildir og fengu maskatrítment. Frekar flottir ha.


Fermingadrengurinn var að sjálfsögðu með í för en hann fékk ekki maska. Hann er svooooo ungur og smooth ennþá.


Íbúðarmálin komi á hreint. Ég er að fara að flytja og það í Granaskjólið og það sko í íbúðina sem okkur langaði í fyrir tveim árum en misstum því að við gátum ekki selt þá. En nú er búið að selja og kaupa og fæ ég hana að öllum líkindum afhenta á laugardaginn næsta. Já það gerist sko með hraði loksins þegar það gerist. Jibbý kóla, mig er farið að hlakka til jóla. Ma kom hér í dag eftir vinnu og nú er bara búið að pakka niður stofunni og taka niður myndir. Ætli hún væri ekki bara búina að pakka okkur líka niður ef við hefðum haft fleiri kassa. Krafturinn í þessari konu kemur mér endalaust á óvart. Skil ekki hvaðan hún fær alla þessa orku. Væri alveg til í að hafa þó ekki væri nema smá brot. Legg ekki meira á ykkur. En nú ætla ég að fara að lúlla, enn eina ferðina. Er einhvernveginn alltaf komin svefntími þegar ég nenni að pára hér.

Yfir og út krúsarknús..............

mánudagur, apríl 02, 2007

Ah bú

Jebb allt búið og gert og verður sko bara ekki betra. Fermingardagurinn rann upp ljúfur og fagur. Byrjaði reyndar á því að vakna klukkan korter yfir 6 í morgun. Fékk mér þá bara morgunmat og horfði á American Idol á spólu frá Lonni. Skreið svo aftur upp í rúm rúmlega 8. Og svaf á mínu græna til rúmlega 11. Þá var drengurinn löngu vaknaður og búin að sturta sig og svona. Svo mín dreif sig í sturtuna og í kirkjuna vorum við mætt rétt rúmlega 1. Eitt það síðasta sem ég sagði við drenginn áður en við fórum út var að hann skyldi nú muna eftir sálmabókinni. Bible 1 En að sjálfsögðu gleymdi hann henni. Ekki að spyrja að því. En hann fékk bara eina lánaða í kirkju vorri. Í kirkjuna mættu amman og afinn. Systurnar tvær og lilli bróðir minn og hans family. Falleg og góð athöfn. Ungmennin alveg til fyrirmyndar. Falleg og prúð. Sýndist meirað segja að þau syngju með í sálmunum. Ármann minn var nú samt eitthvað þreyttur þessi elska. Geyspaði þessi lifandis bísn. Og kanski var honum heitt líka því eitthvað var hann að sveifla sálmabókinni við andlitið. Bara krúttlegt að fylgjast með honum. Ma og pa komu svo heim með okkur ásamt dætrunum eftir athöfn og við fengum okkur kaffi og grillað brauð. Foot Long Í salinn vorum við svo komin klukkan 5 og drifið í að setja upp dúka og skreytingar. Og simsalabimm, allt reddý um 6. Krafur í fólkinu. Og þvílíkar breddur sem ég fékk til að aðstoða mig. Allt gekk svo smurt og smart að það hálfa væri nóg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svona góðar vinkonur að það er sko ekkert venjulegt. Adda, Ásthildur og Birna, þið eruð kraftaverkakonur. Og Sillan mín, Tiramisu my way. Come on. Slurp slurp. Ákveðið hefur verið að ég muni bjóða þessum geddum í næs kvöldstund hér heima bráðlega, í mat og kanski SMÁ rautt kanski. Hefði aldrei getað þetta á þeirra. Og fólkið dásamaði matinn í bak og fyrir. Enda engin svikin af matnum hennar Öddu minnar. Ham Skreytingarnar hennar mömmu algjörlega æðislegar og frumlegar. Hverjum hefði dottið í hug að setja hænsnanet utanum kertin á veilsuborðið. Bara henni. Ferlega flott. Drengurinn algjörlega í skýjunum með daginn sinn svo allt er þetta eins og það best getur orðið. Nema að Mikael minn Orri var hundlasinn og grét og grét. Endaði með því að Baldur varð að fara heim með hann ræfilinn. Það sem á þennan litla mann minn er lagt,. Get bara ekki skilið að ekki skuli finnast eitthvað út úr þessu öllu saman. Elsku litli kallinn minn. Mig hreinlega tekur í hjartað. Lilja fór heim með mat handa Baldri svo að missti nú ekki alveg að þessu öllu saman,. Enda matmaður mikill. En nú held ég að mál sé komið á bólið hlýja.

Yfir og út krúsarknús................