laugardagur, desember 31, 2005

Já, nú árið er liðið í aldanna skaut

Það er nú meira hvað maður verður alltaf meir á þessum degi. Eitthvað svo mjúk og stutt í tárin.
Það er bara engin dagur á árinu sem hefur svona áhrif á mig eins og þessi. Annars skrapp ég áðan til Sillunar minnar og fékk mér síðasta kaffisopann með henni þetta árið. Kom svo við hjá Sússý frænku og knúsaði hana aðeins. Og nú sit ég hér og hlusta á jóla-jóla í Ipodinu mínu og hugsa um liðna daga. Þetta hefur verið aldeilis ljómandi gott ár hjá okkur. Og nú hlakka ég bara til að stíga inn í nýja árið og takast á við það. Elskulegu vinir mínir. Ég óska ykkur gleðilegra áramóta og gangið hægt um gleðinnar dyr. Megi nýja árið færa ykkur frið og gæfu.
Yfir og út krúsarknús.......

föstudagur, desember 30, 2005

Leiðinlegustu dagar ever.

Það er að segja dagarnir eftir jól og eftir áramótin. Get sko alveg fengið mig fullsadda af þessum sprengingum. Getur fólk ekki skilið að það á bara að sprengja á gamlárskvöld og þrettádanum. Maður er hrökkvandi upp hálfu og heilu næturnar við þessi endemis óhljóð. Shitt hvað mér leiðist þetta. Fór annars í dag í neglur og er orðin svaka skvísa. Jejejeje... Svo er bara að sjá hversu dugleg ég verð að halda þeim við. Var engavegin nógu dugleg við það síðast þegar ég gerði þetta. Þær eru reyndar miklu flottari núna en síðast, svo kannski mar haldi þeim við. Aldrei að vita. En annars ekki mikið í fréttum þetta skiptið.
Yfir og út krúsarknús.........

þriðjudagur, desember 27, 2005

Jæja þá eru þessi jólin búin

Og tók ekki langann tíma. Var með karkkana í mat í dag, ásamt Bóa bró og hans familý. Hanigkjét með tilheyrandi. Nammi gott það. En nú er líka nóg komið af þessu reykta kjöti. Hrikalega þungt í mallakút. Fórum í Mosó í gær og fengum kaloríubombur þar. Mmmmm. En mín var voða nett á þessu öllu saman. Stóð mig bara vel. Datt svo alltíeinu í hug að horfa á upptökuna af Perlukabarettinum sem við Systur frömdum hér um árið í Íslensku Óperunni. Karlarnir mínir farnir að sofa svo ég kom mér vel fyrir í Lata strák og naut sýningarinnar. Þ.e.a.s. þangað til að það kom nærmynd af moi. Shitt mar. Þetta er eins og að horfa á einhverja konu út í bæ. Ég þekki ekki sjálfa mig á þessu myndbandi. Og það ætla ég rétt að vona að ég verði aldrei. ALDREI. ALDREI. aftur svona. Ég er ekki búin að gleyma hvernig mér leið með sjálfa mig. Og vona að ég gleymi því aldrei. Svona fara auka 35 kíló með mann. Ég var alltaf þreytt og mæðuleg. Jább, ég kann miklu betur við hana nýju mig. Eldri myndin er tekin á aðfangadagskvöld í fyrra. Gjörsamlega lekur af mér þreytan. En nóg um það. Mín í fríi í vinnunni þangað til á nýju ári. Átti inni sumarfrídaga síðan í sumar. Og ætla að splæsa þeim núna. Svo mín á voða gott núna. Núna ætla ég hins vegar í bólið og lesa í bókinni sem ég fékk í jólagjöf. Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar.
Yfir og út krúsarknús.........

sunnudagur, desember 25, 2005

Oh je

Your results:
You are Green Lantern
Green Lantern
75%
Superman
75%
Spider-Man
65%
Supergirl
60%
Robin
55%
Wonder Woman
55%
Iron Man
50%
Hulk
40%
Catwoman
35%
The Flash
35%
Batman
30%
Hot-headed. You have strong
will power and a good imagination.
Click here to take the Superhero Personality Test

Gleðileg jól elskurnar mínar.

Ætlaði að blogga hér smá í gærkveldi en hvað gerist. Kviss, bamm, búmm. Tölvuskjárinn deyr tölvudrottni sínum. Bóndinn var að setja upp ljós inni á baði og sló út rafmagninu tvisvar á allri íbúðinni og blessaður skjárinn, blessuð sé minning hans, þoldi það ekki. Svo bóndinn mátti bruna í tölvubúiðina í dag og versla nýjan skjá. Og nú á ég rosa flottan Medion flatskjá. Jibbý kóla. Þetta er búið að vera afskaplega góður dagur. Rólegur og fínn. Var svo dugleg að klára allt í gær og þurfti því ekkert að gera í dag. Annað en að drekka kaffi og fara í jólabaðið. Og reyndar var ég sú eina á þessum bæ sem fékk jólabað. Erfðaprinsinn var kominn ofaní og var að láta renna þegar hann skilur bara ekkert í því hvað vatnið er heitt. Og upp úr skreið hann og ekki byrjaður að þvo sér. Það næsta sem þá gerist að allir sem í þessu stigahúsi búa eru komin fram á gang að tékka hvort einhvers staðar sé kalt vatn. Þannig að hér var kaldavatns laust frá 5 til svona rúmlega 6. Alltaf sama fjörið á þessum bæ. Mamma og pabbi voru hér í mat, en dæturnar voru hjá sínum tengdó. Svo þetta var afskaplega rólegt hjá okkur í kvöld. það er að segja þangað til að dæturnar komu svo seinna. hehehe..... Hangikjötssuðudagurinn mikli á morgun, og svo Mosfellsbærinn fagri. Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni. Óska bara ykkur öllum gleðilegra jóla og megi þau færa ykkur öllum frið í hjarta.

Ömmugrákurinn og ammam.
Yfir og út krúsarknús.......

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ahhhhhhh

Mín er loksins komin í netsamband aftur. Þvílíkur léttir. Gott, gott. Sit hér og hlusta á tónleikadiskinn okkar frá jólatónleikunum. Og oh my god hann er æðislegur. Með netta gæsahúð í hnakkanum. Fengum líka þessa rosalega flottu dóma frá gagnrýnandanum Jónasi Sen. Var ég kanski búin að nefna það. Man það ekki. En þá geri ég það bara aftur. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Búin að skrifa öll jólakort og nú er bara að drífa þau í póstin á morgun. Ekki má gleyma því. Jæja hér kemur mynd af litlunni minni. Gjössovel.
Erum við ekki bara sætastar. Ha. Og ekki er hann verri hann Mikael minn Orri. Alveg hreint dásamlegt barn og algjör ömmustrákur.

Já, skurnar svona er að vera AMMA. Og það sko með stórum stöfum. Annars lítið í fréttum, skrapp til Sillunnar í kvöld að ná mér í kerti. Hún var svooooo sæt í sér að gef mér eitt sem er alveg ógislega flottur jólasveinn. Og það sem meira er, er að hann skiptir litum þegar logar á honum. Fékk að sjálfsögðu gott kaffi, ekki að spyrja að því. Og Nikki litli er alveg hreint ótrúlega sætur og krúttlegur. Glansandi og flottur. Er svona cirka bát búin að kaupa helmingin af þeim jólagjöfum sem ég ætla að kaupa. Dríf í þessu á morgun og hinn. Svo afmæli hjá Olgu annað kvöld. 35 ára skvísan. Borðstofustólarnir í viðgerð, átti að fá þá á föstudaginn, en kallinn náði ekki að klára þá, lofaði að ég fengi þá í GÆR, og nú er í dag og ekki er hann búinn að hringja aftur. Við verðum kannski bara að sitja á gólfinu á jólunum. Fáum okkur svona púða og sögum lappirnar af borðinu. Svona kína jól. Er þaggi bara. En nú er sko kominn tími á ból enn eina ferðina. Þoli ekki þessa bóltíma. Það er alltaf bóltími þegar ég nenni að fara að sofa. Ohhh.
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, desember 17, 2005

Garg og meira garg

Tölvudýrið mitt enn bilað. Búið að fara með hana í viðgerð og hún var stútfull af vírusum og einhverri Trauju sem ekki var hægt að eyða út. Svo það varð að strauja greyið. En samt kemt ég ekki inn á netið. Get sent póst og tekið á móti pósti. Búið spil. Ekkert net hjá mér þessa daganna. Arg og arg. Er núna hjá Olgu og fékk að stelast í tölvudýrið hennar. Ah þvílíkur léttir, er komin með nett fráhvörf. Veit hreinlegalega ekki hvað ég á að gera við þennan tíma sem ég er vön að sitja við netskoðun. En held að kallinn sem lagaði greyið ætli að koma á morgun og tékka á þessu. Mikið hlakkar mig til. En það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Lonni mín búin að eignast þessa líka yndislegu prinsessu. Kom í heiminn á laugardagsmorguninn 10 des. Með fullt af kolasvörtu hári. Barasta hægt að setja teygju í toppinn á henni þessari elsku. Set inn mynd af henni hér um leið og ég kemst á netið heima hjá mér, svo þið verðið bara að sýna biðlund elskurnar mínar. Komin í jólafrí í kórnum. Enduðum árið á þessum líka frábæru tónleikum. MP hafði á orði að það hefði verið heilagur andi yfir okkur. Þetta hefði tekist svo vel hjá okkur. Jónas Sen var á seinni tónleikunum og skrifaði gagnrýni í moggann í dag. Á bls. 52. Og held að við getum bara verið sáttar. Á alveg eftir að versla jólagjafir og annað slíkt. Ætlum að skella okkur í það á morgun og vonandi tekst okkur að klára dæmið. Fór í útskrift hjá bróðursyni mínum í dag. Hann var að útskrifast sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla, svo þessi fína veisla á eftir. Nammi namm. Er búin að vera að dunda mér við að skrifa jólakort í þessari heimsókn minni til Olgu, en er ekki alveg að nenna því þessa stundina. Eitthvað voða sibbin og lúin, var að passa Mikael Orra ömmukút í nótt og hann sá nú alveg til þess að ég hefði soldið fyrir sér þessi lús. Sofnaði loks á maganum á ömmu sinni. Alveg eins og mamma hans forðum daga. hehehehe..... En hann er alveg yndislegur. Og er alveg næstum farinn að labba. Vantar bara herslumunin að hann sleppi sér. En nú er ég að hugsa um að fara að tala smá við Olguna og fá mér eins og einn kaffi og drusla mér svo heim í tölvuleysið. Snökt.... Ég á svooooo bágt.
Yfir og út krúsarknús.................