Klukkan að verða tvö og ég enn vakandi. Ekki að spyrja að því. Enda komin helgi og frúin má lúlla lengur í fyrró... Vikan bara búin að vera hin fínasta og leggst þessi nýja vinna bara vel í mig. Skemmtileg og margt að læra. Alltaf gott að læra eitthvað nýtt. Enda minnka þá líkurnar á alsæmer jú nó. Ótúrlega gaman að vinna með fullt af fólki. Hægt að rabba í kaffi og matartímum. Fara saman út að púa. Öjöjöjöjöjöjöjöj...... Jebb bara gæti ekki verið betra. Hef ekki saknað þess í eina mínútu að mæta í 10-11. Fór til Sillunar að glápa á Bandið og við kusum að sjálfsögðu Eyþór. Algjörlega meiriháttar gæi. Sætur, flottur og syngur kreisí vel.Vorum alveg sammála um það að ef við værum 17 þá værum við pottþétt skotnar í honum. Fórum svo í pottinn, púuðum, drukkum djús og vatn. Lonni kom og tók þátt í gleði vorri. Kjöftuðum af okkur tungurnar. Tókum púlsinn á þessu helsta. Barneignum, brjóstagjöfum, stálmum og margt fleira. Fékk slatta af tónlist á Ipodið góða. Þarf að fara að sortera og setja almennilega playlista á Poddin minn fína. Þetta er einhvern vegin allt út um allt og ég er með ýmislegt þarna sem ég bara hafði ekki hugmynd um að væri þarna. Sumir svoooo duglegir að hlaða. 3 maí hefur verið ákveðin næsti stelpudagur okkar stallna. Þá verður farið á 101 og drifið í þessu tattoo dæmi. Alveg ákveðin í að nota myndina hennar Tótu sætu. Annars bara slökun um helgina. Þarf að leggjast í kóræfingarhlustun og troða þessum lögum í hausinn minn fagra. Fer til MP í smá einkaæfingartíma á sunnudaginn. Þá mun Ipodið verða grimmilega misnotað og allt tekið upp. MP á örugglega eftir að söngla þetta með mér og þá er ekki málið að hlusta. Engar aðrar raddir að flækjast fyrir mér. Nææææssss.....
Er farin að lúlla. Síjaleitergeiter.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli