þriðjudagur, september 16, 2008

Jæja

þá er unglingurinn á heimilinu orðin 15 ára. Á afmæli í dag. Til hamingju með daginn kúturinn minn.Kissing
Og nú eru bara tvö ár í bílprófið. Það er það eina sem hann talar um þessa daganna. Getur ekki beðið eftir að fá að setjast við stýrið og keyra gamla settið út um allar trissur. Cool Og bara eitt ár í æfinga akstursleyfið. Og í hvert skipti sem við setjumst upp í bíl, þá segir hann, sko ef núna væri eftir ár þá væri ég sko að keyra.W00t Fórum annars með Guðnýju upp í Geldinganes í dag að leyfa hundunum að hlaupa af sér hornin. Og hérna sko. hmmmhmm. Ég hef aldrei komið þarna áður.Blush Og nú á ég sko eftir að fara oft. Ótrúlega næs pleis. Alveg með ólíkindum hvað hún Guðný fær góðar hugmyndir í sumarfríinu sínu. Svo er ég alveg að fíla það í tætlur að vinna bara hálfan daginn. Vildi að ég hefði bara efni á því. Ohhh....Angry Ætlum svo að bjóða liðinu í mat annað kvöld í tilefni 15 áranna. Prinsinn var að keppa í kvöld, svo annað kvöld verður það.

Unglingurinn

Hér er svo ein af afmælisbarninu. Algjörlega jafn glæsilegur og mamma sín.....Blowing Bubble

Síðar..............


Engin ummæli: