sunnudagur, febrúar 29, 2004

Mér er orðið ljóst að stundum býðst manni annað tækifæri í lífinu....................................62 ára

Og mér er orðið ljóst að Ásthildur kemur ekki til með að blogga svo að ég tók linkinn hennar út að síðunni minni.
Fínasti dagur í gær, eins og við var að búsast. Algjört dekur. Samt var nú soldið vont þegar Kristín fóta var að skrapa meðfram stóru táar nöglum. En það var líka alveg jafn gott þegar hún var búin að setja spangirnar á ..... Ahhhh. Allur þrýstingur horfinn og nú finn ég ekki fyrir neinu.....
Svo er mar bara búin að vera heima í dag, var rosa dugleg. Ryksugaði allt og þurrkaði af. Kannski verð ég líka dugleg á morgun og skúra. Verst hvað það er leiðinlegt. Eg mikið gaman þegar það er búið. Svo kom Lilja í dag að þvo og þurrka, enn biluð vélin hjá henni. Held hún hafi þvegið einar 5 vélar í dag. Adda kom líka og við tókum einn óþverra. Og að sjálfsögðu vann hún (Adda) að venju.

Lonni hringdi líka í dag. Hún var voða kát. Er að fara að synda með höfrungunum. Jís, ekki viss um að ég myndi þora því.. þó að þeir séu voða sætir. En þeir eru líka voða,voða, stórir. hjúkk.
Annars er ég að drepast úr leti núna og nenni hreinlega ekki að krassa meira hér.
Knús í krús.....

föstudagur, febrúar 27, 2004

Mér er orðið ljóst að sama hvað ég fæ í kvöldmat, samt fæ ég mér hnetusmjör úr krukkunni fyrir svefninn.........48 ára

Og mér er orðið ljóst að það er einhver þarna upp sem vill að sæmdarhjónin á þessu heimili fari að hreyfa sig og minnka ummálið allverulega. Enda svosem kominn tími til.
Það gerðist nefnilega soldið skondið núna á þriðjudaginn. Haldiði ekki að við hjónin hafi ekki unni frí tíma í Hreyfingu. Ég fékk mánaðarkort en bóndinn fékk árskort og sonurinn var ekki undanskilinn. Hann fékk mánaðarkort. Ekki það að hann hreyfi sig ekki nóg. En svona var þetta. Tókum þátt í einhverjum leik í sambandi við Toppinn (drykkinn) og unnum öll. Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins. Held nú samt að drengurinn megi ekki nota þetta kort, hann er sjálfsagt of ungur. Nú þá læt ég bara skrifa það á mig. En ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað við vorum hissa. Við höfum aldrei unnið í svona leikjum áður. En einu sinni er allt fyrst. Gaman, gaman. Svo nú er bara að fara að hreyfa sig.


Einhver fyrirspurn kom um með þetta mál í skólanum, sem ég minntist á um daginn. Og þannig var þetta.
Örn og Anton eru að ýta á hurðina af kennslustofunni og kona sem kemur í bekkinn og hjálpar til var að reyna að komast út. En þei ýttu á svo hún komst ekki. En svo fer Anton frá og konan kemst út og sér þá bara Örn, og grípur í töskuna sem hann var með á bakinu og ætlar að tala við hann, en hann vildi ekki tala við hana og rífur sig lausan, og um leið og hann losnar gerist þetta sem hleypti öllu í uppnám. Hann hvíslaði út úr sér "tík", en því miður fyrir hann þá heyrði hún hvað hann sagði og leist ekki á blikuna. Svo hann þurfti að mæta með mér og biðjast afsökunar. Sem að minni hálfu var að sjálfsögðu það eina rétta í stöðunni. Það á ekki að láta börn komast upp með svona munnsöfnuð. Elsku kallinn var nú ekki borubrattur þegar við mættum. En hann stóð sig með prýði, tók í hönd konunnar og baðst afsökunnar., Og lofaði að segja aldrei svona ljótt aftur. Svo er bara að vona að hann standi við það. Annars er alveg ótrúlegur munnsöfnuður á þessu ungviði í dag. Botna bara ekkert í því að þetta skuli vera svona.


Setti inn nýjann link núna áðan. Harpa er orðin algjör kisumamma, með 3 kisur. Einn venjulegann heimiliskött og 2 Abbysiniuketti. Úff skildi þetta vera rétt skrifað. Svo endilega skoðiði síðuna hennar sem hún er að smíða í kringum kisurnar sínar. þeir eru voða sætir. Og svo er bara að fá hana til að byrja að blogga. Gæti alveg trúað því að hún sé skemmtilegur penni. Áfram Harpa.......


Svo er næs fríhelgi framundan. Gera ekki neitt, nema dekra við sjálfa mig. Er að fara í fótsnyrtingu í fyrramálið og svo í klippingu seinni partinn . Og svo saumó um kvöldið hjá Sússý frænku.

Jæja læt þetta duga, Lonni var að koma inn á MNS-inu og ætla að kjafta aðeins við hana.
Knús í krús.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Mér er orðið ljóst að sá sem haldinn er óseðjandi forvitni fær aldrei á tilfinninguna að hann sé orðinn gamall..............71 árs

Og mér er orðið ljóst að ég hef lært að hemja forvitni mína með árunum og komast að því sem ég vil komast að á þann hátt að fólk fattar ekki að ég sé forvitinn. Já þetta lærist með árunum. Datt þetta svona í hug, því dag var ég að tala við Sillu í símann og Örn Aron gat ekki á heilum sér tekið fyrr en hann vissi við hvern ég væri að tala. Verð að viðurkenna það að hann hefur þessa forvitni frá móður sinni elskulegu.

Fór í Borgarleikhúsið í gærkvöldi með mömmu að sjá Chicao. Og verð nú bara að segja, það var æði.
Góður húmor, góðir söngvar og góðir leikarar. Frekar klúrt stykki, en það er alltilæ. En finnst það ekki við hæfi barna. Sá þarna eina stelpu með mömmu sinni og var hún ekki eldri en 8 til 9 ára. Skil ekki alveg tilganginn að taka svona unga krakka að sjá svona stykki. Svo er nú mikið búið að láta með hana Jóhönnu Vigdísi og hennar hlutverk, Steinunn Ólína er sko ekki með minna stykki bæði hvað varða söng og leik og var hún sko ekki síðri. Svo var ég voða GRAND á því og bauð gömlu upp á pylsu á Select og geri aðrir betur.

Og svo þessi fríhelgi mín, hún fer nú fyrir lítið. Þurfti að mæta með drengnum í keilu klukkan 11 í morgun, með bekknum. Hann kom heim með blað þess efnis að foreldra-ráðið hefði ákveðið þetta. Og bannað að senda börnin ein. Ég spyr, ef við hefðum nú bæði verið að vinna fyrir hádegið í dag, yrði hann þá að gjalda þessa og mega ekki koma. Aldrei var ég spurð.
Þetta er að verða full vinna að vera með barn í grunnskóla. Svo eru það vinahóparnir og svo á ég víst að fara á foreldrarölt um helgi og fylgjast með unglingum hverfisinns. Ég spyr, því ég, ég er með barn í 5 bekk og ekki er hann hangandi út í sjoppu um helgar. Alveg sjálsagt að gera þetta þegar hann er kominn í 8, 9 og 10 bekk, en come on ekki í 5 bekk. Svo eru bekkjarkvöld og svo er skautaferð og ég veit ekki hvað og hvað. Jísös hvar endar þetta. Maður verður bara að hætta að vinna. Allavega vaktavinnu. Kannski að mar ætti að fá sér eina uppblásna sem getur farið í minn stað..hehehe.

En hvað um það. Svo er kórinn að fara í Kramhúsið á morgun og mín rödd á að mæta klukkan hálf tvö og vera til þrjú. Beint í afmæli og svo að mæta upp í Grafarvogskirkju klukkan 19.00 og syngja í kvennamessu klukkan 20.00 og svo kaffihús á eftir. Og svo tekur vinnan við á mánudag. Það er ekki hægt að segja að mar sé aðgerðalaus þessa daganna.

Keyrðu erfaðprinsinn vestur í KR-heimili í kvöld því að það er sleep over þar. Fara í heitann pott, borða pitzu, horfa á video og meistarflokkur að koma í heimsókn. Og ekki fannst mínum það slæmt. Ætlaði sko að biðja um eiginhandaráritanir hjá öllum.....Lífið er fótbolti.

Svo fórum við hjónin og splæstum á okkur nautasteik á American Style og mmmmmmmm. Rosa góð.
Lonni er búin að kaupa Bumerang fyrir mig í henni Ástralalalílu, og það fylgja meira segja leiðbeiningar með. Ekki það að ég leiki mér mikið með, langar í svoleiðis upp á vegg. Og sonurinn var ekki alveg að skilja það að vera að fá sér svona DÓT og hengja það upp á vegg. Það líður örugglega ekki langur tími í það að hann skori á mig í keppni. Hann verður að geta keppt í öllu. Ótrúlegur keppnismaður. Vona bara að það fari ekki út í öfgar. En hann ætlar sko að verða atvinnumaður í fótbolta og spila með Man.United, og þá ætlar hann sko að bjóða gömlu út að horfa á leik. Já það er gott að eiga drauma. En hver veit, kannski rætist þessi. Kemur í ljós.

Jæja best að fara að koma sér í rúmi og kúra hjá kalli.

knus og kyss.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Mér er orðið ljóst að eftir því sem ég eldist fjölgar fallegu stelpunum sem ég kyssti i æsku............................84 ára

Jæja þá fer að styttast í föstudaginn og við mamma ætlum að fara saman að sjá Cicago. Hlakka mikið til þess. Er algjör leikhús fíkill og gæti þess vegna séð hver einasta stykki sem sýnt er.

Hitti Lonni mína á msn-inu í hádeginu í dag. þá var hún á leið í rúmið. Var að enda við að blogga og allt fór í vitleysu hjá henni greyinu. Hún var frekar fúl yfir því og nennti enganveginn að laga það. Sjáum til hvort hún nenni því í dag.
Svo er eitthvað vesen í skólanum hjá junior. þarf að mæta með honum í fyrramálið. Ég hef þetta nú bara second hand, en hann var víst eitthvað dónalegur við að mér skildist námsráðgjafann, sem var að skamma hann fyrir að sparka í hurð. Og hann þ.e. junior var fúll yfir því að hann var bara skammaður en ekki vinur hans sem sparkaði víst líka í hurðina, en hann var ekki staðinn að verki. Held þetta sé einhvern veginn svona. Kemur betur í ljós á morgun.

Fékk aftur smá nudd í kvöld. Og er bara ekki frá því að ég sé að linast eitthvað. Eins gott að halda þessu áfram. Ótrúlegt hvað mar þarf alltaf að vera orðin slæm af verkjum áður en eitthvað er gert í málunum. En hingað og ekki lengra. Nú verður þetta tekið með trompi og klárað. Og svo væri náttúrulega ekki vitlaust að halda þessu við með því að fara í einn nuddtíma í mánuði eða svo. Hinnsvegar varð ekkert úr andlitsnuddi í kvöld eins og ég hafði hugsað mér. Bæti vonandi úr því annaðkvöld. Hitti hana aftur þá. Skil bara ekkert í því að nuddarar skuli ekki vera í sjúkrasamlaginu. Þetta kostar sko krónur tvær á bak við kletta. Ég fór einu sinni í 18 nuddtíma á stofu sem var í Hátúninu, hjá þessu þýska sem ég get ómögulega munað í augnablikinu hvað heitir, en hann var í samlginu og er eini nuddarinn sem hefur komist þangað inn. Og ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað þetta var gott. Þegar ég fór í byrjun var ég það slæm að ég gat ekki lyft höndunum upp, en eftir þessa 18 tíma var ég góð í mörg ár á eftir. Eihverntíma var ég send til sjúkraþjálfara og það var bara ekki að virka fyrir mig. Líki þessu tvennu ekki saman. En mér skildist á Bryndísi að það væri verið að vinna í þessum málum og að nuddarar ættu að komast inn á næstu 2 árum. Húrra fyrir því, þó fyrr hefði verið.

En mínir elskulegir lesendur nú er klukkan orðin alltof margt og ég þarf í bólið núna svo ég vakni með junior á morgun.
Knus og kyss.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mér er orðið ljóst að hvaða iðja sem er verður skapandi ef maður leitast við að bæta sig.................48 ára

Og hér er ég, hin ánægðasta með söngtímann minn í kvöld. Ég er búin að vera að alla vikuna að rembast eins og rjúpan við staurinn og syngja á háu tónunum og hvað haldið þið.. Mér tókst það í kvöld. Yesssssss. Kannski að nuddið hafi líka haft eitthvað að segja. Veit ekkert um það, en þessi tími í dag var mjög góður og Magga hin kátasta með mig. En, Silla skrópaði. Hmmm. Saknaði hennar í tímanum og á æfingunni. Fékk aðra dömu upp að hlið mér, sem ég hélt hreinlega að ætlaði inn í mig. Oh my god. (hvað á að gera við drukkinn sjómann) En nú er bara einn tími eftir hjá Möggu og spurning hvort mar splæsi ekki á sig fleiri tímum. Get eiginlega ekki hugsað til þess að hætta. Þetta er ógeðslega gaman og gagnlegt líka.

Lilja kom hér í dag að þvo eins og til stóð. Ekki er ég undrandi á því að vélin hennar sé að bila. Þvílíkt og slíkt sem hún tróð í vélina hér. Þvottavélin var alveg að koksa á þessum þvotti hennar. Tók hana til bæna og benti henni á að mar setur ekki 20kíló í einu. Jísös kræst. Annars fékk ég helv... gott e-mail áðan læt það flakka með hér. Góða skemmtun.

Þið munið eftir laginu með Ruth Reginalds......... Furðuverk

Fyrir þá sem hafa gleymt textanum er hann birtur hér í smá breyttri útgáfu.

Furðuverk
Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.


Læt þetta duga í bili.
Knus og kyss.

Mér er orðið ljóst að ég verð alltaf óstyrkur ef löggubíll kemur á eftir mér.............25 ára

Aveg er ég sammála þessum. Ef löggan kemur aftan að mér, kíki ég alltaf á hraðamælinn, og tékka hvort ég sé ekki örugglega með ljósin kveikt. Skrítið. En svona er þetta. Hún hefur undarleg áhrif á mann þessi lögga. Og svo þetta með sírenurnar. Ég fæ alltaf í magann þegar ég heyri í þeim, og langar mest til að hringja í allt mitt fólk og athuga hvort ekki sé alltílæ með alla. Já sona er ég skrítin. En nóg um það.
Var að vinna alla helgina, eins og þið að sjálfsögðu vitið og svo var ég að vinna fyrir Klemens í kvöld. Haldiði ekki að hann hafi bara ekki skutlað sér til Köben á föstudaginn og kemur annað kvöld. Algjör sæla. Hlakka til að heyra ferðasögur, vonandi eitthvað krassandi. hmmm....
Var að vinna með Bryndísi í gær, sem er sosum ekkert í frásögur færandi, nema að hún er lærður nuddari og vinnur sem slík. Og hún tók mig í gegn. Og upplýsti hún mig um það að ég væri með bullandi bólgur í andlitinu. Aldrei hefði mig grunað það að hægt væri að vera með vöðvabólgu í andlitinu. Semsagt, fékk nudd frá höfði og niður á axlir og bakið líka. Og ég get svarið það að ég hélt ég myndi ekki meika þennann dag. Svo gjörsamlega að drepast. Gat varla verið í brjósthaldaranum, böndin meiddu mig svo á öxlunum. En ég varð að sjálfsögðu að bíta á jaxlinn, því ekki er þorandi að hafa þessi tvö laus. Nó vei hósei...... Svo kom hún á næturvakt núna áðan og tók aðeins á mér aftur og spreyjaði einhverju voða fínu spreyi á axlir og bak. Og nú er ég orðin nokkuð þokkaleg aftur. Hlakka til að sjá hvernig ég verð þegar ég vakna á morgun. Hitti hana svo aftur á miðvikudagskvöldið og kannski ég dobli hana til að taka á ANDLITINU. Kannski þarna sé komin skýring á því hvað ég stífna orðið í kjálkum þegar ég syng.

Baldurinn hennar Lonni kom við hjá mér í vinnuna í kvöld. Snæddum saman og svo dró ég hann með mér í smókpásu. Hann er nú ekki nógu ánægður með elskuna sína núna. Búinn að hjálpa henni í gegnum msn að setja upp forrit til að setja inn myndir og samt eru engar myndir komnar. Skamm, skamm, Lonni mín. Drífa í þessu. Við erum búin að bíða nógu lengi.

Svo er þvottavélin eitthvað að stríða Lilju minni. Hún ætlar að koma hér á morgun og þvo og þurka. Þau eru víst alveg orðin fatalaus greyin, ekki gengur það. Kannski þau fari bara í tunnurnar með þessu áframhaldi.
Svo kóræfing á morgun og söngtími hjá Möggu. Hlakka til þess. Já það er alltaf gott að hafa eitthvað að hlakka til. Svo nú ætla ég að fara að lúlla á koddann minn, lesa aðeins í Ísfólkinu fyrst og láta mig svo dreyma um háu tónana sem ég ÆTLA að koma frá mér á morgun.
Knus og kyss..

laugardagur, febrúar 14, 2004

Mér er orðið ljóst að vilji maður ná sér niðri á e-m í sumarbúðunum á maður að setja kláðaduft í nærfötin þeirra....11ára

Jú jú ég er á lífi. Nenni ekki að blogga núna. Geri það bara hressilega annað eða hitt kvöldið.
Knus og kyss

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Mér er orðið ljóst að mest áhætta felst í því að hugsa of smátt.................61 ára

Og mér er orðið ljóst að ekki verður mikið skrifað hér í kvöld. Var svo asskoti óheppin að skera mig í vinnunni í kvöld. Á fleygiferð keyrði ég hnífinn upp á fingurgóm lögnutangar hægrihandar og yfir nöglina endilanga. Og skar hana (nöglina) í sundur eftir miðju hennar. Jís hvað það var sárt. Þannig að nú er ég með tvær neglur á þeim putta og verð bara að bíða eftir að hún vaxi niður. Skil ekki hvað hefur verið í gangi þarna í kvöld. Þorsteinn skellti kælishurðinni á löngutöng vinstri handar og ég er annsi hrædd um að nöglin detti af honum. þvílík kvöld.
Náði ekki í neinn út af þessu heimsfrelsiskorti mínu í dag, hef sennilega verið of sein. Hringi aftur á morgun og læt þá heyra það. Fann ekkert auglýsingarspjald fyrir heimsfrelsið, en fann spjald fyrir Atlas frelsi. Og þar stendur að til Ástralíu fái maður 120 mínútur. Prufa það næst. Það er meira en 14 mínútur.
Jæja ekki meir núna.
Lúlla,lúlla.
Knus og kyss.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Mér er orðið ljóst að foreldrum mun aldrei skiljast hvað síminn skiptir unglinga miklu máli..........16 ára

Nei og mér er líka ljóst að unglingar borga ekki símareikninginn. Það er af sem áður var. Ég man það að ef maður þurfti að hringja bað maður um leyfi. Sama hvort maður var heima hjá sér, hjá vinum eða hjá afa og ömmu. Maður bara tók ekki upp tólið og hringdi. Skil eiginlega ekki hvað hefur gerst. Þetta er siður sem ætti hiklaust að taka upp aftur. Foreldrar stöndum saman...... Já ég man þá tíð. hehe. Nú hljóma ég eins og nírætt gamalmenni.

Haldiði ekki að mín hafi bara verið vöknuð fyrir 10 í morgun. Ja hérna hér. Slíkt hefur bara ekki komið fyrir í háaherranstíð.
Nema ég þurfi til vinnu. Svo ætlaðið ég að skrepp í Hagkaup í Skeifunni og ná mér í bókaplas-vasa í kórmöppuna og var mætt klukkan rúmlega ellefu og þá er bara lokað. Opnar víst ekki fyrr en tólf á sunnudögum. Já þetta vissi ég ekki, en veit nú. fór þá aðeins til Öddu sem býr þar eiginlega í næsta húsi og beið eftir að búðin opnaði. Svo hringdi Lilja í mig og vildi koma og hitta mig. Svo hún kom og við fórum svo í Hagkaup og líka í Ikea. Þvílíkur dugnaður. Jís hvað mér leiðist svona búðarráp. Getur mig alveg lifandi drepið. En við áttum góðann dag saman mæðgurnar. Hittum Dadda og Lilju í Hagkaup og voru þau hin hressustu þrátt fyrir kendirí gærkvöldsinns. Jæja allavega er ég nú búin að setja nóturnar í möppuna og allt í röð og reglu. Jeyyyyy...

Ég var meiraðsegja svo hress í gærkvköldi að ég afrekaði að þrífa baðherbergið og tók það allt í gegn. Þoli samt ekki að þrífa þarna inni. það er allt ónýtt á þessu helv.... baðherbergi. Verð endilega að drífa í því að vinna í lottóinu og taka það í gegn. Held hreinlega að sturtuklefinn detti í sundur nú á næstu dögum. Þvílíkt og annað eins drasl. Kannski ég þurfi að kaupa mér eins og einn miða til að eiga möguleika. Jú þeir segja að miði sé möguleiki.
Annars er þetta búin að vera rosalega góð helgi. Afslappelsi og meira afslappelsi. Ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Svo tekur vinnan við á morgun og svo get ég líka látið mig hlakka til næstu helgi. VINNUHELGI...ARG
En hún líður eins og annað. Baldur hennar Lonni kom hér í mat í kvöld. Eldaði kjúlla ala Silla þennann sem hún gaf okkur í raddpartýinu góða í fyrra. Mmmmm... rosa góður. Held ég láti þetta duga í bili. Þarf að vakna með Erni í skólann á morgun.
knus og kyss.

laugardagur, febrúar 07, 2004

Mér er orðið ljóst að margt er mér ekki enn orðið ljóst..................... 92 ára

Og mér er orðið ljóst að ég hata þetta frost. Ég er gjörsamlega að drepast úr kulda. Íbúðin mín er ísköld og gengur frekar illa að hita hana upp. Brrrrrrrr. Hringdi í Lonni áðan og bara helv... fúl út í þetta Heimskorta drasl. Allt upp í 200 mínútur stendur á kortinu og lofar góðu. Þegar ég svo náði sambandi við númerið kom kerling í símann og sagði að ég ætti 23 mínútur eftir á kortinu. Ok. Það varð bara að duga. En nei, efti 14 mínútur slitnaði símtalið og ég reyndi aftur, en nei takk, inneignin búin. Ég ætla sko að hringja í þetta fyrirtæki á mánudaginn og KVARTA.. Arg. Hrikalega varð ég pirruð. Já þeir skulu sko fá að heyra það.
En nóg um það. Það var voða gott að heyra í Litlu stúlkunni með eldspýturnar. Henni líður voða vel þarna niðurfrá og hitinn fer bara mjög vel í hana. Allavega er hún voða glöð að sleppa við þennann frostakafla hér á klakanum. Frostið fer svo illa í hana. Fær spasma og verki. Ekki gott. Verði henni bara hitinn að góðu og komi hún fílelfd til baka. Öll mjúk og fín.
Eftir að það slitnaði hjá okkur hringdi Rúna til baka og talaði aðeins við mig. Mikið fannst mér gott að heyra í henni. Og svo heyrði ég kvabb í Agli á bakvið. Verst að nú kemur upp söknuðurinn aftur. Jís það sem ég grenjaði þegar þau fóru út. Hélt hreinlega að ég myndi ekki hætta. Grenjaði alla leiðina heim frá því að kveðja þau og sá vart hvert ég keyrði. Mér þykir svo mikið vænt um þau öll. En nú er nóg komið af þessari væmni.
Annars verður Lonni komin heim áður en mar veit af. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Stax eru liðnar 2 vikur og bara 4 vikur eftir.
Annars ætti ég kannski að drífa mig í álíka nudd og Sillan fór í. Ég get ekki betur séð á bloggi hennar að hún hafi fyllst fítonskrafti og þrifið allt húsið. Ég er gjörsamlega að drepast úr leti og aðgerðarleysi. Nenni barasta ekki að laga til og þrífa. Gerði tilraun í herbergi prinsinns um daginn og mér hreinlega féllust hendur, settist á rúmið hanns og tilkynnti að ég bara höndlaði þetta ekki. Fór fram og settist fyrir framann imbann og hætti að hugsa um þessa ruslakompu. Annars er ég ekki frá því að í mig sé að færast einhver kraftur úr þessu Wellwonan dæmi. Bíða og sjá til eftir nokkra daga. Kannski að það verði hvítur stormsveipur Ajax sem arkar hér um þá.
Ég hringdi meirasegja í Bóa bróður og kjaftaði slatta við hann. það var nú heldur betur kominn tími til. Hef ekki heyrt í honum í margar vikur. Svei og skömm. Hann var bara hress, talaði líka aðeins við Gyrðir Örn og að sjálfsögðu lágu honum gamanyrði á tungu eins og ævinlega. Skemmtilegur strákur þar. Svo á hann að fermast nú um páskana og þá verður maður að leggja land undir fót og skreppa á Svalbarðseyrina og sjá prestinn blessa drenginn.

Ég gleymdi að sjálfsögðu að hringja og athuga með sumarbústaðinn fyrir saumó. Ég og mitt skammtímaminni. Verð að muna eftir því á mánudag. Kannski ég ætti að setja það í símann minn og láta hann minna mig á. Held að það sé það eina sem dugar. Jæja nú get ég ekki meir er orðin loppin á puttunum og slæ endalausar vitleysur svo þetta verður að duga þar til næst.
Knus og kyss.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Mér er orðið ljóst að ef maður hlær um leið og maður drekkur gos, kemur það út um nefið. 7 ára......

Já ekki er nú öll vitleysan eins. Ekki er nóg með það að maður eignast fullt að skyldfólki í vinnunni heldur er nú farið að selja ostapylsur á bíla. Eitthvað klikkaði tölvukerfið í vinnunni í dag og þóttist Bjössi hinn mikli tölvugúru fyrirtækisinns vera að laga það en tókst ekki betur til en svo að þegar maður tók niður díselið þá stóð ekki dísel heldur ostapysla og menn sem þurftur nótur fyrir vaskinn voru ekkert kátir. Sáu ekki framm á það að skatturinn myndi samþykja það að bíldruslan gengi fyrir ostapylsum. En þetta var ósköp skemmtilegur útúrdúr í hinni annars vanabundnu vinnu. Allavega hló ég alveg hrikalega þegar ég sá svipinn á körlunum. Og gallinn við mig er sá að þegar ég byrja að hlæja að þá er annsi erfitt að hætta.

Saumaklúbbur í kvöld hjá Önnu. Sá fyrsti eftir áramót. Gaman að hitta skvísurnar aftur. Og Sússý frænka byrjaði aftur með okkur í kvöld. Var með okkur fyrir svona hvað á ég að segja 15 árum síðan og dreif sig aftur núna. Gaman að hafa hana með. Velkomin aftur Sússý mín. Leyfðum okkur aðeins að fylgjast með brúðkaupi Tristu og Ryans. Er nú ekki alveg að sjá að þetta virki. Gott samt hjá honum að neita að vera með BLEIKT bindi. Jísös hvað það er lummó. Og svo eru bara smíðaðir á Tristu skór. Hafiði heyrt það betra, með demöntum og alles. Já hann ríður ekki við einteyminginn kaninn. Segi nú ekki meir. ´

Ótrúlegt hvað maður getur fengið óstjórnlega löngun í eitthvað gotterí þegar það er ekki til. Í gærkvöldi langaði mig alveg ógeðslega mikið í lakkrískonfekkt. Sá fyrir mér fullann poka af mjúkum glænýjum lakkrís, en so sorry það var ekki til. Og ég komst yfir það. Svo áðan þegar ég kem heim úr saumó bíður ekki kallinn minn elskulegur með poka af lakkríkonfekti mjúku og glænýju. Mmmmmmmmmm....... Já það er ekki hægt að segja að ekki sé hugsað um mann. Svo ákváðum við líka í saumó að reyna að komast í sumarbústað um miðjan mars eða fyrstu helgina í apríl. Verð að muna eftir að tékka á því á morgun hvort eitthvað sé laust. Skeljungur á tvo alveg æðislega bústaði í Úthlíð með heitum potti og alles. Hlakka mikið til að flatmaga í heitu vatninu og slaka á. Veit hreinlega fátt betra.

Er loksins búin með Lindu Pé. Verð nú að játa það að ekki gef ég henni margar stjörnur. Frekar þunnur þrettándi. Og ekki meir um það. Eitthvað gengur mér illa að finna uppskrift að skírnarkjól sem mér líkar. Held ég verði að hringja í Ástu frænku og grátbiðja hana um að finna blaðið sem hún lánaði mér hérna um árið. Það er uppskrift að æðislegum kjól. Minnir mig á kjól frá svona 1820. Alveg truflaður. Nú er nóg komið af bulli.
Knus og kyss.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Mér er orðið ljóst að lífið er eins og bátur, maður kemst ekkert nema maður rói. 79 ára.

Fann aðra bók í staðin fyrir Listin að lifa. Sú heitir Mér er orðið ljóst. Hún er nokkuð skondin á köflum. Samantekt frá fólki á aldrinum 5 til 95 ára, og því sem því er orðið ljóst. Og mér er orðið ljóst að ég bulla og bulla. En það er alltilæ.


Mér var tjáð það í vinnunni í dag af mér algjörlega ókunnum manni að hann vildi vera bróðir minn. ha. Þannig var að hann vildi komast á klóið but I´m so sorry. Ekkert soleiðis fyrir kúnnann. Hann fékk sér samt pylsu og kók og iðaði fyrir framan borði og tjáði mér þá þessi sannindi. "Mikið óskaplega vildi ég vera bróðir þinn núna." Já svona getur maður eignast fullt að systkynum og öðrum skyldmennum. Bara neita því um kló-ferðir.

Komst að því nú nýlega að fleiri lesa mitt óæðra blogg en mig grunaði. Nokkrir í vinnuni. Verst að ekki er hægt að koma þessu dóti af stað og taka þá í þessu fjöri. Hvað er málið, þorið þið ekki að opna ykkur, ha, hvað eruð þið hrædd við.
Nei,nei. Bara að jóka. Vona að engin taki mig alvarlega á þessu.
En nú verð ég að drífa mig í að kaupa heimsfrelsi og hringja down under. Eitthvað eru þær farna að kvarta þessar elskur þarna niðurfrá. Drífa í því núna þegar ég er komin í helgarfrí. Yes, það er rétt, langt helgarfrí. Jey.....
Hæ hó jibbíjey, jibbíjey, ég er komin í helgarfrí.
Sendi spúsann minn í apótekið fyrir mig í dag, og bað hann að kaupa undravítamín. Og heim kom hann með Wellwoman. Og ég get svarið það að það er hreinlega allt í því. Eitt hylki á dag með mat og búmm. Mín verður heavy hress. Gaman að sjá hvort það virki.

Jónas er önnum kafinn í vinnunni þegar Magga hringir:
"Jónas minn, heldurðu að þú getir nokkuð hjálpað mér þegar þú kemur heim?" segir hún.
Jónas fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og ómögulegu ógöngur sem Magga gæti hafa komið sér í.
"Aaa, já-já, auðvitað, elskan mín, hvað er að?"
"Jú, sko," segir Magga, "Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá."
Vá, Jónasi létti heilmikið að Magga var ekki í neinni líkamlegri hættu og húsið ekki að brenna eða eitthvað ennþá verra.
"Sjáðu til elskan, það er alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er á myndinni á kassanum?"
"Það er svona risastór hani," segir Magga.
Smá þögn.
".....Ókey, sko, settu kornflögurnar aftur í kassann elskan..."


Varð að skella þessum inn. Sá hann á síðu Árnesingakórsinns og fannst hann alveg frábær.
Held ég láti nú staðar numið og komi mér í ból.
Knus og kyss

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Smá nokkrar línur. Frekar slöpp á því. Fékk þessa líka dýrindis ælupest síðustu nótt og komst þess vegna ekki í söngtíma né á kóræfingu. Frekar fúlt það. Er nú samt öll að hjarna við og mæti galvösk í vinnu á morgun.
Held ég sé að gefast upp á þessari bók lífsinns. Var að glugga aðeins betur í hana og komst að því að þetta er óttalega væmin bók og svo eru þetta bara endurtekningar upp aftur og aftur. Veit ekki hvað ég á að gera við þessa fyrirsagnarlínu.
Finn eitthvað út úr því.
Gaman að strákunum í dag. Þeir voru að fara á fótboltaæfingu og þurftu að taka strætó. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema að þeir eru að fá hvolpavitið þessar elskur. Úðuðu á sig rakspíra eða herra ilmvatni sem þeir hafa ötulega safnað í apótekum og snyrtivöruverslunum. Sníkt prufur og svoleiðis. Svo hér ilmaði heldur betur í dag.

Tókuð þið eftir því að nú er liturinn á letrinu öðruvísi. Já, ég var að fikta. Þarf endilega að verða mér út um svona kóda yfir litina. Þetta var ekki alveg liturinn sem ég var að leita að. En læt hann duga í bili.

Lilja kom hér í dag og neitaði að fara heim nema hún fengi að borða fyrst, svo við hringdum í Baldur hennar og sögðum hönum þá að koma líka, svo að við losnuðum við Lilju. Og í matinn var (og þetta er fyrir Lonni í Aussie) KJÖT Í KARRÝ Jamm, það er það besta sem hún fær, en missti af því núna. æjæjæj.

Jæja ekki meir í bili.
Knus og kyss

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Ómögulegt! Það er ekki góð franska...???????????????????

Hef ekki hugmynd um hvaða speki þetta hefur að geyma.
Svo ekki meir, er enn að jafna mig. Jís hvað þetta hafa verið erfiðir dagar...
Knus og kyss.

Við skulum reyna að laga okkur að lífinu, það er ekki lífsinns að laga sig að okkur.

En og aftur. Gera það besta úr því sem við höfum. Því ef við gerum það ekki gerist ekkert.

Árshátíðin liðin og soldið þreyttur dagur í dag. Fengum mjög góðan mat og æðislegt skemmtiatriði. Heimatilbúið. Alveg frábært framtak hjá þeim sem að því stóðu. Fórum til Dóra og Dagnýjar um eittleytið í nótt og tókum spil. Byrjuðum á Pitconary og enduðum á kana. Komum ekki heim fyrr en um sex. Oh my god. Og ekki get ég þrætt fyrir það að þynku álfurinn hafið komið hér við. Æjæjæ.. Ekki strax aftur. Nú tek ég pásu. Páll Óskar og Bogomilfont voru með Millunum á ballinu. Og fá þeir fullt hús stjarna hjá mér. Mikið dansað og enn meira sungið. Annars klikkað eitthvað sætaröðunin á Broadway. Þegar við komum ásamt Ásthildi og Kidda var ekki pláss nema fyrir þrjá við borðin sem minni stöð var úthlutað. Þannig að við vorum sett hinumegin í salnum. Fengum mjög gott borð, en það hefði nú verið skemmtilegra að geta setið hjá sínu fólki. En þetta var samt mjög gaman.

Les á bloggi Lonni að það séu endalausar þrumur og eldingar þarna úti. Ég hef nú lúmskt gaman að því. Því enga þekki ég sem er veðurhræddari en þessi dóttir mín. Hún kemmst kannski bara yfir þessa hræðslu á meðan dvöl hennar stendur. Ekki væri það slæmt.

Nú er ég hætt, þarf að sofa núna strax.
Knus og kyss.