þriðjudagur, september 16, 2008

Ja hér

Þvílíkur dásemdar dagur. Litla snúllan fékk nafn sitt formlega í dag. Og við það fékk ég undirrituð öndunarteppu, of hraðan hjartslátt, og skjálfta af verstu gerð. Haldiði ekki að stúlkuyndið hafi fengið nafn mitt og föðurömmu sinnar í hendurnar. GUNNHILDUR MARÍA. Ég hafði nú grínast með þetta, að nú væri Gunna Mæja fædd. En komon. Hver trúir svoleiðis bulli. Ég trúði því statt og stöðugt að hún fengi nafn út í "loftið". Það að fá nöfnu er eitthvað out of this world. Fyrir mér er það staðfesting á því að ÉG skipti máli fyrir báða foreldrana. Lonni og Baldur. Ekki bara að nafn mitt er FLOTT. Og ég er svo glöð í hjarta mínu. Oh mæ god. nofnur Fórum heim með þeim eftir veisluna sem by the way var hrikaleg flott og hrikalega gott að borða, og þá segir Lonni. (sko ég hélt á litlunni) æji, koddu hérna Gunnhildur mín að fá hreina bleiu. Hmmmm mér fannst þetta rosa skrítið. Einhvern vegin hef ég aldrei átt von á því að eignast nöfnu. Æji ég bara bulla. Tilfinningarnar allar í rugli. Oh my oh my. En allavega. Evrovision í kvöld. Lilja, Baldur og Mikael voru hér og sitt fannst hverjum. Sommelía (Þórunn Emilía)var hér einnig. Sefur hér vært í ömmuholu. Þau náttla í banastuði eins og þeim einum er lagið. Gef allavega frat í þessa fj...... keppni. Vil bara að þessu verði skipt upp í tvær keppnir. Vestur og austur. Og ekkert bull. Erfðaprinsinn að fyllast af einhverju fjandans kvefi. Spurði hvort ekki væri til einhver hóstamixtúra, og ég bara nei. Við erum nebblega sko búin að vera svo heilsuhraust eftir að við fluttum i mekkuna. ehehehehehehehhehehehehehehe. Tróð bara upp í hann Miranda's musle geli. Svo datt honum í hug að bera það í andlitið á sér fyrir neðan nef, svo hann gæti snýtt sér. Og hvað þyrti hann að bíða lengi með að snýta?. Ég bara, þú hlýtur að finna það. Það liðu sko ekki nema eins og ein mínúta og þá gat hann snýtt sér til h......, Og hann bara fock hvað þetta virkar. Og ég bara já, ég er alltaf að segja þér þetta. Bara trúa mömmsunni sinni. Nú þvottavélin tók upp á því að bila. Enda náttla orðin 16 ára. Spúsinn reyndi eins og hann gat að laga hana en ekkert gekk. Svo hér stendur glæný vél, rígmontinn og ullar á vél efrihæðarkonunnar. Sem by the way er af sömu gerð. Bara gömul greyið. Allavega við hliðina á minni. Þannig að nú er ég búin að endurnýja þurkarann og þvottavélina. Vona bara að ísskápurinn taki ekki á því að gefa upp öndina. Öll þessi tæki eru nebbla jafngömul. Svo nú hafa rúmkaup verið sett á bið. Ekki hægt að gera allt í einu. Sillan mín að fara til Us of A. Get eiginlega ekki beðið eftir að hún komi heim aftur. Á náttla eftir að sakna hennar gommu og svo fæ ég nýtt dót. lalalalalalala..... En nú er nóg komið af bulli og sulli. Ætla að fara að lúlla í hausinn á mér. Þarf svo að fara að fá Rannveiguna mína á Þakgilsfund. Ekki meir um það í bili. Sommelían mín vaknar örugglega bright and early. Svo góða nótt strumparnir mínir..

Söngfuglin kveður hamingjusamur í hjarta.....


Gunnhildur María
Custom Smiley


Engin ummæli: