þriðjudagur, september 16, 2008

jæja

var að koma heim af Gospelsystra tónleikunum. Fór með Sillunni og Olgunni. Sat fín og prúð á milli þeirra og naut mín í botn. Langaði mest að stökkva upp troða mér í altinn . Kunni öll lögin nema held ég tvö. Silla var að spá í að sækja um fyrir okkur að fá að vera með svona til hliðar. Who knows. Skemmtilegt kvöld. Svo Strætókórinn á morgun. Og nú nenni ég ekki meir. Er algjörleg að gefast upp á þessu skrattans lyklaborði. Held ég fari bara og kaupi mér nýtt. Geri ekki annað en að laga það sem ég er að skrifa. Annað hvort koma ekki stafirnir eða þá að það koma of margir.

Söngfuglinn kveður pirraður á lyklaborðinu. Computer


Engin ummæli: