sunnudagur, desember 30, 2007

Ein enn

Fór til Karenar hundakonu áðan, þurti að taka smá flækjuhnút á kviðnum á Yoko. Gat það bara enganvegin sjálf. Guðný kom líka með Snúllu sína. Feldurinn á henni allur í henglum og big time hnútum. Svo hún var rökuð alveg niður. Er núna eins og ofvaxin chui. Tók nokkrar myndir af ferlinu og hér koma þær.



Svona leit hún út við komuna.



Og hér er hálfnað verk...




Og valla..... Hér er daman orðin ansi ber.

Guðný í sjokki yfir Snúllu.
Yoko var líka smá löguð, en ekki svona mikið.



Við sátum bara voða stilltar og prúðar og fylgdumst með snyrtingu Snúllunnar. En allavega er flókinn farin og kostaði smá grenjur í greyinu. Átti svooooo bágt. Svo er mar bara hér í undirbúningi fyrir annað kvöld. Er að sjóða humarskeljar í tætlur ásmat koniaki og fleiru góðu. Er búin að vera að sjóða í bráðum 4 tíma. Þarf svo að sigta og merja skeljarnar betur. Bæta aftur við smá vatni og sjóða aftur í klukkutíma eða svo. Láta það standa svo til morguns og búa svo að lokum til súpuna sjálfa. Mmmmm hlakka bara til að smakka. Kolla kom hér bjargandi hendi. Með pottinn sinn undir hendinni. Þetta er sko ekki að ganga. Verð að fara að fjárfesta í almennilegum potti og það stórum. Við erum orðin svo mörg þegar mikið stendur til að mínir pottar er ekki að virka. Allt of litlir. En læt nú staðar numið.

Yfir og út krúsarknús........kokkurinn kveður að sinni
Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

Generate Your Own Glitter Graphics @ GlitterYourWay.com - Image hosted by ImageShack.us

Eða tic tac to


Game provided by: MyGlitterRomance.com

Má ekki bjóða ykkur í black jack


Game provided by: MyGlitterRomance.com
ZWANI.com - The place for myspace comments, glitters, graphics, backgrounds and codes
Princess Diva Graphic Comments
ZWANI.com - The place for myspace comments, glitters, graphics, backgrounds and codes
Myspace Good Night Graphics

New Year 2008 Glitter Comment Graphics

New Year 2008 Graphics

laugardagur, desember 29, 2007

Úff skamm, skamm

Meiri letin í mér þessa daganna. Hef bara ekki haft nokkra nennu til að blogga. Annars vona ég að þið hafið öll átt góð jól og fengið gott og mikið að borða. Orðið of seint að óska ykkur gleðilegra jóla en hvað um það. GLEÐILEG JÓL. Ég hef haft það bara fínt. Ma og pa voru hér í mat á aðfangadag, og svo komu stelpurnar með sínar familyjur seinna um kvöldið. Pabbi var reyndar orðinn veikur og hefur að mestu sofið síðan þarna um kvöldið. ÆJæjæjæj... Svo komu krakkarnir í mat á jóladag og slurpuðu í sig hangikjeti eins og þeim er einum lagið. Tættu svo restina af hamborgarahryggnum af beinunum og dýfðu í sósu áður en þau fóru heim.
Eftir það skruppum við til Guðnýjar og Sigga like always á þessum degi. Fengu þar þetta líka flotta kaffiborð. Vorum alveg að springa. Spiluðum eina umferð af Trivial, Guðný, Örn Aron og moi. Og að sjálfsögðu vann ég. En ekki hvað. Diddinn að vinna á annan í jólum. Svo við sonurinn vorum bara tvö heima. Hann vildi taka annað trivila og rústa mér. Sem við og gerðum. En sorry, ég vann hann aftur. Greyið..... Rannvegi mín kom svo hér um kvöldið og það á náttfötunum. Svo við vorum alveg í stíl. Mín hafði heldur ekki klætt sig þennan daginn. Sátum og drukkum gott kaffi og fengum eitt staup af contrau með. Mmmmm. Áttum bara notalegt spjall og svona tjill. Svo bara áramótin framundan og ekki lofa veðurguðirnir góðu sprengiveðri. Svo mín ætla bara að vera heim og halda áfram að tjilla. Krakkarnir koma í mat og svona. Ég ætla að elda humarsúpu eftir uppskrift sem ég fékk hjá Kollu. Og það er sko tveggja daga prosess. Byrja á morgun. Sé fram á það að vera með flotta bæseppa eftir þessa aðgerð.
Á svo kanski von á Agli og Rúnu hér í kvöld. Það er að segja ef Rúnan nær sér upp úr syfjunni. Gef henni þetta sko ekki eftir. Hringi í hana á eftir og heyri hvernig staðan er. Svoddan útstáelsi á henni þegar hún kemur á klakann. Svo fara þau aftur 4 janúar svo þetta eru ekki margir dagar eftir og dagskráin hjá þeim nánast pökkuð.. En nú er ég hætt.

Gleðilegt ár dúllurnar mínar
svona inkeis ef ég skyldi ekki blogga meir á þessu ári.

Yfir og út krúsarknús........

laugardagur, desember 15, 2007

Jólafrí

Jebb. Þá er mar komin í jólafrí hjá kórnum. Jólatónleikarinir í kvöld og tókust held ég bara vel. Annars er konan búin að vera hálf rúmliggjandi í vöðvabólgu veseni. Hef bara ekki vitað annað eins. Fór úr vinnu í gær klukkan tólf. Fór ekki að skúra hjá tannsa. Bara hreinlega treysti mér ekki til þess. Var algjörlega að drepast í hálsi, öxlum og baki. Var svo eins og skata hér í gær. Fór úr vinnu í dag klukkan rúmlega eitt. Gat bara ekki meir. Var á tímabili orðin efins um að ég meikaði tónleikana í kvöld. Hefði sko ekki meikað þá ef ég hefði þurft að halda á möppu. Jamm konan var möppulaus. Læt sko ekki spyrjast upp á mig að ég sé möppudýr. Oh nei. Kom semt heim að verða hálf tvö og lá eins og önnurs skata til að verða fjögur í lata strák. Hann klikka sko ekki. Lét samt spúsann bera á mig vöðvagelilð frá Miranda´s áður en lati strákur knúsaði mig. Hafði þetta af. En naumlega þó. Var með feitan hausverk efti tónleikana og bakið í hönk. Aldrei slíku vant var spúsinn á tónleikunum. Við fórum á Aktu taktu og fengum okkur feitan borgara. Mín fékk sér kjúllaborgara. Nammi namm. Ojjjjj. svona eftirá. Opnuðum eina rauða við heimkomu. Og nú er ég búin á því. Er að fara að lúlla. En by the way. Liljan litla á ammæli í dag. 25 ára snótin. Til hamingju með daginn elsku sæta Lilja. Love you og knús og kiss.


Farin að lúlla í hausinn minn.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Yoko í poka sem ekki má loka.

Nú hefur hundurinn verið þvegin upp úr þessu eðal sjampói. Og jú jú, hún var sett í poka og það frekar tvo en einn. Mín stóð bara alveg eins og prinsessa í baðinu á meðan þessar 10 mínútur liðu. Ég bara nennti ekki að bíða lengur. Reyni kanski næst í 15 mínútur. En mikið ósköp sem hún er mjúk þessi elska. Og allt annað að sjá hvíta litin á afturfótunum.


Sko bara. Hér er skvísan í einum grænum og einum hvítum.
Fórum á BSB á föstudaginn síðasta. Það er að segja Kolla, Anna og moi. Erum sko saumó kellur. Byrjuðum kvöldið á Bingói, unnu ekkert. Nema Kolla. Hún fékk sko heilar 300 krónur. Löbbuðum svo niður í bæ og ætluðum inn á Monakó og kíkja í Spilakassana. Löbbuðum inn og út med det samme. Þvílíkur lýður þarna inni að við urðum eiginlega bara hræddar. Leist sko ekkert á þetta. Héldum áfram göngunni niður Laugaveg og litum inn á einn og einn stað. Komust eiginlega að því að það vantar stað fyrir fullorðið fólk. En við enduðum gönguna á Dubliners og það var bara fínt þar. Dönsuðum hreinlega af okkur rassgatið. Hef ekki dansað annað eins í mörg ár held ég bara. Hjúkk. Líkamsrækt þar sko.


Komnar inn svæðið. Við Kolla fengum okkur bjór en Anna fékk sér bjósSKOT. heheh..
Svo á svölunum góðu. Þar sem mátti smóka og sonna. Alveg í gírnum.. Bara flottastar.


Anna Panna pottur og kanna,.


Kolla bolla. Gleðigjafi með meiru...



Gunna tunna grautarvömb....

Eitthvað var Kolla að amast út í álfsmyndina af sér. Vildi endilega að ég gerði aðra af okkur þrem. Here goes...

Farin að lúlla.

Yfir og út krúsarknús............

miðvikudagur, desember 05, 2007

Blogg,blogg,blogg,blogg.....

Bloggidíblogg. Jamm og jámms... Allt vitlaust að gera hjá frúnni eins fyrri dagana. Man bara varla eftir svona hausti. Sé varla út úr augunum fyrir amstri. Eða kanski augabrúnum. Hmmm. Hvort skyldi það nú vera. Hmmmm. Jú ég veit. Amstri. En það er í keyi. Hrikalega gaman að þessu öllu. Er alveg að tapa mér í kórstarfinu og svona. Og ég er alveg að segja ykkur það að þessir jólatónleikar verða alveg æðislegir. Og ömmingja þið sem missið af þeim. Hún MP er búin að skapa alveg ótrúlega fallegt listaverk. Svo ekki sé meira sagt. Og ég er svo glöð að Guðný mín ætlar að koma á tónleikana. Langt síðan hún hefur komið. Og það sem meira er að ég held bara að konan verði nótulaus. Þarf bara aðeins að taka Laudate Haydens og rifja vel upp. Söng þetta nótulaust hér um árið. Svo mar verður náttla að standa sig núna. Og ekkert múður með það. Var að koma af kóræfingu. Ferlega fín æfining. Að öllu nema einu leyti. Kellurnar eru að fara til Köben í fyrramálið. Gospelsystur og hluti af Voxinum. Mig langar ekkert smá með þeim. En það er víst ekki hægt að fá allt í þessum heimi. Eða hvað. Knúsaði Gospelsystur mínar fast og þær lofuðu að taka einn öl fyrir mig á Ráðhústorginu. Huhuhu...... En allavega vona ég að þetta verði frábær ferð í alla staði fyrir þær. Oh ég er blue.... En ég er svaka happý fyrir þeirra hönd vinstri...... Hundakonan kom hér í kvöld og sótti Miranda´s vörurnar sínar. Og afhenti mér sjampó og næringu fyrir Yoko. Með hvíttunar efni og alles. Nú skal sko tekið á þessari gullu rassakellingu. Og bestur árangur næst víst með því að setja dýrið í plastpoka eftir að búið er að jóðla í hana sjampóinu. Er alveg að sjá það fyrir mér að troða dýrinu í poka og halda henni þar í 15 til 20 mínútur. En við sjáum hvað setur. Spurning um að láta hundakonuna gera þetta þegar ég fer með dýrið í jólasnyrtinguna. Ja, verða dýrin ekki að fara í snyrtingu eins og við mannfólkið fyrir jólin. Ekki viljum við að hún fari í jólaköttinn..... Sem minnir mig á það að ég þarf að athuga hvort Ríkeyin mín geti tekið mig í smá snyrtingu þann 14 des. Tónleikarnir þá um kvöldið og frúin kann bara alls ekkert að laga til svona mikið hár. Hef sko ekki verið með svona sítt síðan 1707. Kanski að mar fari að setja rúllur og svona læti í hausinn á sér. Eruð þið ekki alveg að sjá það fyrir ykkur. Mar þarf kanski að læra að túper og svona... Svo er Liljan mín að verða 25. Haldið að það sé. 25 ára. Svo stutt síðan að ég var gangandi orðabók fyrir barnið sem engin skildi. Það er mörgum vel í mynni þegar Diddi kom í afmæli til Óla frænda síns. Hann nýbúinn að eignast dreng númer tvö. Átti einn 3ja ára fyrir. Lillja þá 4ra ára. Hann tekur á móti Lilju sem spyr hvar litla barnið sé. Svarar hann þá. Nú hann er í ðúmmin sínu. Hlær mín þá stórkarlalega og segir. Hann kann ekki að segja lúmm hann segir bala ðúmm.. og eins þegar Óli hafði tekið börnin upp á videó. Vorum í sumarbústað og hann allur í nýjustu tækni. Átti svo risalega stóra videkameru. Allavega. Svo eru börnin orðin eitthvað óþekk og Óli spyr hvort þau vilji ekki horfa á sig í sjónvarpinu. Og þau héldu nú það. Svo er Liljan mín að segja eitthvað á þessu videoi og kallar á mömmsuna sína. Mamma hvað er ég að segja. Halló. Hún skildi ekki sjálfa sig. How bad can you be.... Bara gaman að þessu.... En nú er nóg komið af bulli þetta kvöldið. Og hvar er Diddan mín besta skinn. Farðu að hringja í mig. Miss you...
Þessi var tekin í sumar þegar ég leit við á Léttu útilegu og gisti hjá besta skinninu. Lov ja....

Yfir og út krúsarknús............

sunnudagur, desember 02, 2007

Opið hús og Cokcer föndur

Jebbs, nóg að gera í dag. Var með mitt fína opna hús í dag. Komu samt mun færri konur en ég átti von á. En góðar konur og skemmtilegar konur sem komu. Svo þetta var fínn dagur. Svo var farið til hundakonunnar Karenar í föndrið. Jebbs. Málaði mér þennan líka flotta hundakofa sem mun verða notaður undir jólapóstin hér eftir. Ohhh, ég er svo mikil listakona að það hálfa væri korteri of mikið. Nenni nú ekki að skrifa mikið hér í þetta sinn. Er ógisslega sibbin. Ætla sko bara að fara að lúlla. Hendi inn mynd af afrakstri kvöldsinns.



Húsið mitt skyldi þó ekki vera grænt. Hmmmm.... Skrítið.......Hmmmm.... Keyrðum svo hundakonuna á djammið. Hún fór á Rex, sem okkur skildist að væri eins og að fara heim. Spurning um að kíkja á þennan stað. Aldrei stigið fæti mínum þar inn.



Sko. Tilbúin í slaginn. Sko við dansgólfið. Ferstugsafmæli hér á hæðinni fyrir ofan. Og það er alveg greinilegt að það er sko ekki söngfólk þar á ferð. Heyrist hvorki söngur né nokkurt tónlist af einu né neinu tagi. Bara blablablablablabla... Og hökt í hælum. Fussu svei. Ekki vildi ég vera í því ammili. Það var þá eitthvað annað í fimmtugsammilinu hér um daginn. Segi nú ekki meir.
Er farin að lúlla. Get ekki séð að fólkið uppi haldi fyrir mér vöku þessa nóttina.....

Yfir og út krúsarknús...