föstudagur, september 19, 2008

Hóst, hóst.

Jú, jú. Konan enn hóstandi. En nú er þetta allt að koma. Dreif mig til vinnu í morgun, var orðin eins og slytti á hádegi og fór heim um eitt. Bara gat ekki meir. Tók svo þá ákvörðun að fara á læknavaktina og láta hlusta lungnaræflana. Ákvað líka að vera sniðug og mæta fyrir fimm. Sko það opnar fimm. Var komin tíu í fimm og Sææælllll.... Það voru örugglega 10 á undan mér. En þetta gekk nú allt frekar hratt fyrir sig. Lengsti tíminn fór í að bíða í apótekinu. En sem sagt, konan er með lungabólgu. Hmm. Fékk lyf við því. Og það eru bara held ég dýrustu töflur sem ég á ævi minni hef fengið. Ég fékk sem sagt heilar þrjár pillur. Og mátti sko borga 4000 þúsund krónur fyrir þær. Ekki það að mér finnst náttla æði að þurfa bara að taka inn í 3 daga. Heldur en að vera að drolla við þetta í hálfan mánuð eða svo. Þannig að, ég er bara góð. Þórunn Emilía er að lúlla hjá afa og ömmu Gú. Og hún ætlar sko að horfa á Mikka mús í fyrramálið. Alveg ákveðin í því litla skottan mín. Svo var hún svo ótrúlega montin hér í kvöld. Var í nýjum buxum. Vindbuxum. Og þetta eru sko VINNUBUXUR. Og hana nú. Ekki útibuxur, nei vinnubuxur. Bara fyndin. Hún þurfti auðvitað að fá kaffi í bollann sinn. Jájá. Og að sjálfsögðu fékk hún kaffi í bollann sinn, en ekki hvað. Ég á svona expressó kaffibolla jú nó, svona pinkulitla og hún á þessa bolla. Og í hann fær hún rétt botnfylli af kaffi og svo freydda mjólk með dassi af kanilsykri yfir. Og það sem henni finnst þetta gott. Algjör kaffikellling.




Ég sendi spúsann út í búð að versla í dag. Og hann átti að kaupa flakkara, sem hann og gerði. Svo komu Kolla og Binni hér í kvöld og ömmingja Binni búin að sitja við tölvudýrið meira og minna að redda því sem hægt er að redda. Allar myndir og Itunes-ið inn á flakkarann. Svo sjáum við til hvernig dýrið verður. Finnst hún nú strax hraðari. Ekki eins löt og hún hefur verið. En nú er nóg komið af bulli. Ætla að skríða í ból og klára bókina sem ég er að lesa núna. Áður en ég dey, heitir hún og svakalega átakanleg. Samt mjög húmorísk á köflum. Svo ég bíð bara góðrar nætur.
Adios amigos.....

Engin ummæli: