þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ég veit, ég veit.

Ég fæ sko ekki heiðursverðlaun bloggara þessa dagana. Er eitthvað hrikalega löt við þetta. Kem nú samt hér inn daglega og les alla hina sem nenna að blogga. Ekki veit ég hvar ég væri stödd ef allir væru jafn latir og ég. Segi ekki meir. Annars búið að vera fullt að gera. Fór í æfingabúðir í Munaðarnes um helgina og oh my god. Hvílíkt og annað eins. Það er sko bara langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel og þar. Hver bústaður var skikkaður til að vera með skemmtiatriði á laugardagskvöldið og ég hélt hreinlega að ég myndi míga á mig. Mér var orðið verulega illt í hláturvöðunum og var farin að hafa áhyggjur af því að ég gæti ekki hætt að hlægja.
Þessar voru sko hreint ótrúlegar. Og ekki voru þessar síðri.
En annars voru allir bústaðirnir með hrikalega fyndin atriði. En þessa elskur voru með flottustu outfittin. Hér er svo ein af mínum bústað.Proppsið okkar voru hattar. hehehe....En svo við snúum okkur að öðru.
Mikael minn Orri fór í nefkirtlatöku og röraísetningu í gær. Loksins eitthvað að gerast hjá þessari elsku. Búinn að vera endalaust lasinn þessi ræfill. Og í gær át hann eins og hann væri á launum við það. Hefur eiginlega ekkert borðað í 3 vikur. Hann svaf í alla nótt og er hitalaus í dag. Svo nú er bara að krossa fingur og tær og vona að þessi veikindi séu á enda. Fór svo áðan til nunnanna í Hafnarfirði og keypti fermingakerti og sálmabók fyrir drenginn. Ótrúlega flott kerti þarna og fallegar skreitingar. Svo ég pantaði bara allan pakkann hjá þeim systrum. Búin líka að panta laxin grafna og reykta. Svo þetta er allt að koma. Svo er vörutalning annað kvöld í verslun vorri. Svo mín verður að stinga snemma af af kóræfingu. Er nú ekkert voða glöð með það. En það verður svo að vera í þetta sinn. Og svo getur maður látið sér kvíða fyrir öllum helv.... hillumiðunum sem koma svo á fimmtudaginn. Óþolandi svona vesen. Eins gott að þessi matarskattslækkun skili sér til okkar neytenda. Diddinn sefur hér í lata strák með þessa líka fínu magakveisu dauðans. Búin að vera að drepast síðan á laugardaginn. Það er svo sem ekki að spyrja af því. Þetta fer að verða fastur liður eins og venjulega ef ég bregð mér af bæ um helgi. Þá veikist kall. Kanski þetta sé bara söknuður eftir mér. hehehe....Kveð að sinni

Yfir og út krúsarknús..............

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

I like

Í þessu lífi er ég kona. ................Í næsta lífi vil ég verða
skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa
í sex mánuði. Ég gæti lifað með því :)

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur
á gati. Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við
hnetur)á
meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga
bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá
sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá
abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu.

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann
REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall
líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn ............

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Vörutalning dauðans....

Jabb. Nú fannst syninum og bóndanum komin tími til að telja skópör konunnar. Var að draga úr sokkaeign minni með sögum af Ólöfu stelpukjána sem átti fyrir ári síðan 89 skópör. Bóndinn hefur stundum gert grín að frúnni og sagt að hann þurfi að kaupa sér íbúð fyrir veskin mín og skóna mína. Þannig að, Örn fór og taldi skóna. 16 pör taldi hann og þá var ég búin að sannfæra hann um að ekki þyrfti að telja með litlu sandalatöflurnar sem verslaðar voru á Portó í sumar. hehehe.... en ég á ferna svoleiðis og svo eina sem ég keypti í Italíu í sumar. Svo í heildina eru þetta þá 21 pör. Svo henti ég tveimur hér í skápatiltektinni. Úff púff. Hvað skildi vera talið næst. Nærur eða hvað. Mér er bara spurt. En svo að allt öðru. Kóræfing í kvöld og var þetta síðasta skiptið sem Bára Gríms verður með okkur. Og O.M.G. ég er sko ekki að ná þessu Angels lagi hennar. Hrikalega erfitt. Hjúkk mar. Ég er sko ekkert að grínast með það að ég var orðin sveitt undir lok æfingarinnar. En æfingabúðir framundan svo þetta hlýtur að koma þá. Eða það ætla ég að vona. Annars er mín bara í vondum málum. Lonni kom hér við í kvöld með Ásu mina. A.K.A hálfdóttir mín. Hún er alveg að springa úr hamingju í sveitinni þessi elska. Yndislegt að henni líði svona vel þarna. Hélt að hún væri sko borgarbarn fram í fingurgóma. En nei. Bara smábæjargella eftir allt saman. Læt þetta duga í bili.

Yfir og út krúsarknús...............