Frábær dagur í gær. Sólin lék við hvurn sinn fingur. Var að vinna á Select til 12.30 og svo bara heim í minn dásamlega garð. Örn heiðraði móður sína með nærveru sinni þar til hann fór svo að vinna klukkan 4. Yoko var að sjálfsögðu með. Og nú æfir erfðaprinsinn hana í hinum ýmsu sirkus atriðum. Nú er hún farin að gefa fimmu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og svo er það hindrunarhlaupið.
Teppi voru hengd á spýturnar, því annars fór hún bara auðveldu leiðina. Sko undir. Ótrúlega fljót að læra trix þessi hundur. Enda hundurinn minn. hehehehe....Og áfram heldur blíðan. Hlakka til að komast heim í garðinn minn eftir vinnu. Og nei ég er ekki að slóra í vinnunni. Ég er í kaffi.
Söngfuglinn kveður með sól í sinni....
Bloggar | 18.6.2008 | 10:07 | Slóð | Athugasemdir (6)
Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!
Bloggar | 18.6.2008 | 00:09 | Slóð | Athugasemdir (1)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli