þriðjudagur, september 16, 2008

Búin

að skrifa tvær færslur sem bara duttu út í vindinn. Veit ekkert hvert þær fóru. Shitt. Annars búið að vera bilað að gera. Og það sem meira er, nú er ég endanlega komin í hundana. Opal er orðin ein af familíunni. Hibbhibbhúrrey.... Hún er svo fögur að hún myndi defenatly vinna hundafegurðarsamkeppni ef hún væri haldin. Kemur mynd af henni seinna. Svo er ég líka að passa eina tík fyrir Helenu hennar Karenar. Þannig að það er fjör í Skjólinu góða. Yoko soldið abbó. Urrar á hinar stelpurnar og vill helst ekkert að við séum að klappa þeim. En hún lærir þessi elska. Engin hætta á því að hún gleymist. Enda ótrúlega skemmtilegur karakter. Með þeim skemmtilegri og þekki ég ansi marga hunda. Sillan mín líka endalega komin í hundana. Fórum á mánudaginn að skoða hvolp hjá Karen og á endanum tók hún hann með sér heim í smá besögelse. Skilaði honum aftur um kvöldið og sótti hann aftur í kvöld. Ja hér. Ekki veit ég neitt um það hvaða konur þetta eru sem eru að skríða út úr hýðinu. Oh my lords. Má bara ekkert vera að þessu akkúrat núna. Er að svolgra í mig einum Guinness og ætla svo að taka dýfu á bælið. Búin að vera að vinna síðan 8 í morgun. Er að fara í útilegu um helgina með völdum konum úr Gospelnum. Við erum svona nokkrar sem náð hafa ótrulega vel saman. Hlakka bara til. Búin að fá frí í vinnunni á föstudaginn svo maður hafi tíma til að taka sig til og svona. Við Rannveig erum búnar að liggja yfir veðurspám og tjaldsvæðum og ég veit ekki hverju. Stefna var á Þakgil en útlit er fyrir rigningu þar alla helgina, svo við þurfum að finna upp á öðrum stað. En þetta er allt að koma.Við erum með ýmislegt leyndó í handraðanum og Sillan mín búin að gera djúsbækur fyrir okkur. Oh my god. Hvað þetta verður gaman. Og ekkert annað en gaman. Enda dásamlega kellur allt upp til hópa. En nú er Guinnessin búinn og ég farin í bælið.

Later........


Engin ummæli: