mánudagur, nóvember 29, 2004

Jæja þá er enn ein helgin

að lokum komin, og ég náttla vakandi klukkan þrjú eins og asni. Alltaf sama sagan með mig. Get aldrei komið mér í bælið á skikkanlegum tíma. En hvað um það. Nú er fína sjónvarpsherbergið mitt tilbúið og er bara ógeðslega flott if I may say so. Komin jólaljós í gluggan og svo var ég líka rosa dugleg og er búin að setja upp minn víðfræga eldhúsglugga sem á þessum tíma árs breytist í nokkurskonar jólaland. Og þá geta sko jólin komið. Fór svo til Olgu í kvöld með skírnarkjólinn, var eiginlega orðin strand, en er það ekki lengur og hann verður sko alveg tilbúinn á tilsettum tíma. Smá moj því að í uppskriftinni er hann síðerma en ég vil hafa hann stutterma svo Olga þessi elska er að skálda ermar upp úr hausnum á sér og þar af leiðandi prjónar hún þær líka. Smá svindl í gangi. En hvað eru tvær stuttar ermar á milli vina. Allt fyrir málstaðinn. Núh, svo er mar komin í menninguna og komin með Digital Ísland. Og endalausar stöðvar til að glápa á. En á endanum held ég samt að Skjár 1 standi samt upp úr sem sigurvegari í þessari keppni. Finnst samt frekar fúlt að geta ekki horft á hann í gegnum Digitalið. Tvær kvöldvaktir framundan og svo tekur nýja vaktakerfið við. Fúlt, því að þá þarf ég að vinna kvöld stubb á miðvikudagskvöldið. Frá 19.30 til 23.30. Í gamla kerfinu átti ég frí þennan dag. Argggg. Er sko ekki sammála manninum sem sagði að allar breytingar væru til góðs. Nú er ég alveg hætt að sjá á þennann skjá minn svo ég held að ég drusli mér í bælið svo ég geti vaknað í fyrramálið og komið drengnum í skólann.
Yfir og út, krúsarknús......

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ég bið ykkur að afsaka dónaskapinn en ég bara mátti til með að skella þessu hér inn. Ef þið eruð viðkvæm þá bara sleppið því að lesa þetta......


Frjósemispillan Viagra.


Í landi elda og ísa,
er nánast hver kvennmaður skvísa.
En nú gamall er limur,
sem áður var fimur.
Hann fæst ekki til þess að rísa.


Fyrir fyrrum ungmennin gröðu,
sem léku sér oft úti í hlöðu.
Nú komin er pilla
til aðstoðar Lilla
að ná sér í upprétta stöðu.

Hér áður þau skemmtu sér saman
svo kafrjóð og broshýr í framan.
En eftir örlitla bið,
nú Lillinn rís við
og þá verður aftur svo gaman.

Svo eldhress og allur á lífi
þó eflaust þeir bakinu hlífi,
þeir biðja um fátt
en nú vilja þeir drátt.
Það held ég að konurnar svífi.

Með auman og ónýtan tilla
sem með réttu má kalla Lilla
. Nú þarf ekki að bíða
bara fá sér að .....
Hún er góð þessi dásemdar pilla.

Halló,halló,halló....

Neibb ég er ekki hætt að blogga. Tölvan var eitthvað að stríða mér og þurfti að keyra inn á hana modemið aftur og svo datt mér það snjállræði í hug að mála sjónvarpsherbergið og setja á það nýtt, gamalt parket. Svo tölvan hefur bara staðið á stofugólfinu og ullað á mig í viku og ég í mjög svo slæmum fráhvörfum. Oh boy oh boy. Vont er að vera án tölvu. Semsagt, tryggingartrésmiðamennirnir komu hér á þriðjudag í síðustu viku og voru ekki lengi að skvera upp parketinu og skella nýju á. Var svo ótrúlega heppin að þeir skiptu alveg um hér frammi því að það hefði orðið svo mikill litamunur. Og þeir kláruðu hér um fjögur leitið á miðvikudaginn. Og þar sem parketið í stofunni var alveg heilt þá náttla spurði ég hvort ég mætti ekki bara eiga það og var það auðsótt. Þeir voru sko bara fegnir að þurfa ekki að bera það út. Svo Baldur Lilju var fenginn til að leggja það á sjónvarpsherbergið og gerði hann það á laugardaginn og fyrst ég var nú búin að rífa hér allt út þá bara hreinlega var ekki hægt að setja allt inn aftur án þess að mála. Og var það gert í gærkvöldi. Svo hér er ég búin að vera endalausu drasli að eilílfu amen. Svo kemur Baldur á morgun og setur gólflistana og þá er hægt að ganga endanlega frá þessu dóti. Hjúkk hvað ég verð kát þegar þetta er afstaðið. Svo nú er sjónvarpsherbergið mitt orðið London grátt með Roðagráu ívafi. Bara bíb flott. Ég var nú reyndar búin að velja einhvern lit sem hét Olivu grænt rosa flottur en bóndinn var ekki alveg á því. Hann vildi HVÍTT en ég þoli ekki hvíta veggi. Finnst alltaf eins og ég sé á sjúkó. Svo grátt varð það heillin. Svo var ég ekkert smá heppin í gærkvöldi. Detta ekki Adda og Ámundi hér inn um hálf ellefu leytið og hún hætti ekki að blikka manninn með að sjálfsögðu minni hjálp, fyrr en hann fór hér í gamlar brækur af Didda og bol af mér mundaði pensilinn. Svo hún gæti fengið mig til að spila við sig. Svo við bara óþverruðumst á meðan þeir puðuðust. hehehe.....Hann er náttla algjör séní þegar kemur að málningarvinnu. Er málarameistari og vinnur við þetta alla daga. Svo þetta gekk svona sirka fimm sinnum hraðar fyrir sig en ef við skötuhjúin hefðum verið ein í þessu. Svo var saumó í kvöld hjá Sússý frænku. Fengum mikið gott að borða. Frekar slöpp mæting þó. Anna veik, Olga svo upptekin að það hálfa væri nóg og Kolla fór á einhverja fatakynningu og kom ekki fyrr en rúmlega hálf ellefu. Kippti með mér einni rauðvínsflösku sem við vorum svosem ekki lengi að tæma. Óheppin Kolla, að koma svona seint, hún fékk ekkert rautt. æjæjæj......En nú er komið nóg af þessu bulli mínu
Yfir og út, krúsarknús............

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Og þá er mar dottin í quiz-in aftur

Take the quiz: "What does your birth month reveal about you?"

August
Loves to joke. Attractive. Suave and caring. Brave and fearless.Firm and has leadership qualities. Knows how to console others. Too generous and egoistic. Takes high pride of oneself. Thirsty for praises. Extraordinary spirit. Easily angered. Angry when provoked. Easily jealous. Observant. Careful and cautious. Thinks quickly. Independent thoughts. Loves to lead and to be led. Loves to dream. Talented in the arts, music and defense. Sensitive but not petty. Poor resistance against illnesses. Learns to relax. Hasty and trusty. Romantic. Loving and caring. Loves to make friends .

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Viva Las Vegas

Take the quiz: "Which'>http://www.zenhex.com/quiz.php?id=12">"Which American City Are You?"

Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.

Alveg er ég hjartanlega sammála þessu. Það væri sko bara best að komast til Las Vegas og gambla aðeins.....

Oh my god

Haldiði ekki að smiðirnir séu mættir og rífa hér upp allt gólfið hjá mér. Klukkutíma eftir að ég bloggaði í gær tilkynnti bóndinn mér það að þeir myndu koma hér í fyrramálið og kíkja á þetta og það var eins og við manninn mælt, þeir eru eins og óðir blóðhundar. Rífa hér allt og mæla með splint, donk og gengi. hehehe...... Sem sagt það verður ekki beðið með þetta þar til eftir jól. Spurning hvort ég verði ekki að reyna að fá mér frí í vinnu á morgun. Ekki hægt að hafa kallana hér eina.
Yfir og út krúsarknús.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Mætt aftur.....

Jæja hér er ég komin aftur, eftir langa bið. Fullt búið að vera að gera. Sennilega of mikið. Hef ekki orðið nennu í að skrifa hér. Ojojojojjjjj.... Fór í afmælisteiti til Sillunar minnar á laugardagskvöldið. Og boy oh boy. Datt mar í það eða datt mar í það. Myndi frekar segja að ég hafi hrunið í það. Svona eins og mar gerði 16 ára. Tequila og meira Tequila. Skot eftir skot. Held ég haldi mig framvegis frá þessum fjanda. Fórum úr partýinu í Kjallarann og ég í lánsskóm frá Sillu, því að mínir voru farnir að meiða frekar mikið. Hefði nú frekar bara haldið áfram að kveljast í þeim, því ég kom bara heim með einn hæl. Og samt missteig ég mig ekki. Skil bara ekkert í þessu. Lonni hringdi í mig þegar við vorum eiginlega bara nýkomnar í Kjallarann og ekki leist henni á ástand móður sinnar og sagðist bara vera að koma og sækja mig. Sem og þau gerðu og keyrðu mig heim. Ljótt er að heyra þetta. En svona getur alltaf gerst. I´m so a shamed.... Þurfti náttlega endilega að koma við í vinnunni á leiðinni heim og fá pylsu, sem reyndar fór svo bara í ruslið. Hafði enga lyst á henni þegar allt kom til alls. Held nú samt að ég hafi ekki orðið mér til skammar. Vona allaveg ekki. Svo er mar að drepast úr kvefi enn eina ferðina. Er eiginlega orðin frekar þreytt á þessu kvefstandi í mér. Var síðast með kvef í ágúst og svo aftur núna. Frekar stutt á milli. Var svo með Super 10 kynningu hér í gærkveldi og keypti mér slatta af vítamínum, nú skal sko ráða niðurlögum þess kvefs í eitt skipti fyrir öll. Fór til Haddýar í dag og byrjaði aðeins á Skrappinu og verð að segja að þetta er ógeðslega skemmtilegt. Og verður hrikalega flott. Skírnarkjóllinn alveg að verða klár, ætla með mömmu á morgun að kaupa efni til að hafa undir. Og svo er bara að setja loka gírinn í gang og klára að prjóna. Er að prjóna núna bak berustykkið og svo bara stuttar ermar og þá er allt klárt. Smiðurinn kom hér loksinns í síðustu viku og gekk frá innréttingunni eftir lekann og sennilega þarf að rífa upp allt parketið og setja nýtt. Held að ég biðji þá að bíða með það þar til eftir jól. Well,well, well. Held að þessu linni hér og nú.
Yfir og út, krúsarknús...........

mánudagur, nóvember 08, 2004

Ahhh, þá eru seinni tónleikarnir

afstaðnir og voru alveg hreint æðislegir. Troðfullt út að dyrum og salurinn var algjört æði. MP var í frekar miklu stuði í kvöld og hreif áhorfendur með sér. Klikkuðum reyndar all hressilega í lestarlaginu flotta, en það reddaðist og svo tók sópranin sig til og bara kláraði peace lagið en to tre. Og við bara stóðum og horfðum á þær. Og svo er ég búin að sjá það að það er betra að hlusta þegar fólk er að tala. Olga vinkona keypti miða fyrir sig og bóndann og ég tví sagði henni að þetta væri í Hafnaborg í Hafnarfirði, en hún þessi elska var greinilega ekki að hlusta því að þau fóru í Hallgrímskirkju. muuuuhaaahahaaahaha..... Og þar var víst bara einhver einn kall að syngja og þá datt henni í hug að líta á miðann og þar stóð Hafnarborg. En þau rétt náðu þessu og komu um leið og kórinn gekk inn... Elskulega Sillan kom ekki þar sem hún hafði víst innibyrgt eitthvað sem hún hefur ofnæmi fyrir og var víst soldið bólgin í augunum sínum. Hvernær skyldi hún læra af reynslunni þessi elska. En nú er komið nóg í bili.
Yfir og út, krúsarknús.....

laugardagur, nóvember 06, 2004

Jæja loksins

druslast ég til að skrifa eitthvað hér. Meiri letin í manni. Sungum fyrri tónleikana á fimmtudaginn og alveg var það hreint dásamlegt. Yndislegir í alla staði, Andrea Gylfa brást ekki mínum vonum frekar en fyrri daginn. Og ekki skemmdi kjóllinn sem hún var í. Ótrúlega flott stelpa. Strax farin að hlakka til annað kvöld að syngja þá seinni. Lenti samt í óþægilegu atviki. Sem betur fer í síðasta laginu sem var Oh happy day. Beitti röddinni eitthvað vitlaust og fékk svona brjálæðislegt kitl í hálsinn, og varð bara að mæma allt lagið og rembast eins og rjúpan við staurinn að halda niðri í mér hóstanum. Var örugglega orðin fjólublá í framan.. Æjæjæj... ekki gott að lenda í svona. Núh, svo á fremsta bekk beint á móti mér sátu foreldrar mínir, Lilja Bryndís og Boldur. Og mamma mín elskuleg er svo tilfinninganæm að það hálfa væri hellingur. Hún bara grét og grét og grét og grét og grét.........Varð alveg að passa mig á að líta ekki á hana. Úff..... En það hlýtur að vera góðs viti, við hljótum að hafa sungið svona dásamlega vel.... Litli kúturinn gisti hér hjá okkur í nótt, og þótti okkur nú ekki leiðinlegt að hafa hann hjá okkur. Svaf eins og engill í alla nótt, vaknaði klukkan sjö og fékk nýja bleiu og pela og sofnaði sko bara aftur og svaf til ellefu. En ekki svaf ég eins vel. Var alltaf með andvara á mér. Held að ég hafi verið hálf hrædd um að vakna ekki við hann. But all is good that ends good... Hlakka bara til að fá að passa hann aftur. Fór svo í afmæli til Olgu. Eva og Katrín héldu afmælisdaga sína hátíðlega í dag. Mikið af góðu brauði og tertum. En eitthvað hefur nú samt farið illa í mig, því að ég er búin að vera að drepast í maganum og ógleði í allt kvöld. Eins gott að ég sofi það nú bara úr mér í nótt. Svo er ég búin að vera voða dúleg og prjóna og prjóna í allt kvöld og nú eru sko bara 5 cm eftir og þá byrja ég á berustykkinu. Skírnardeginum hefur verið flýtt um tvo daga og verður litla gullið mitt skírt þann 12 des. En nóg í bili.

Yfir og út krúsarknús......

mánudagur, nóvember 01, 2004

Skyldi það takast.........

Reyndi að skrifa hér nokkrar línur á föstudagskvöldið og ekki vildi það publiserast.. Mætti á kóræfingu klukkan 9 á laugardagsmorgunin, og var þetta hin besta æfing. Rosa flott þetta Hyden verk. Samt fullt að læra. Fór svo til Sillu eftir æfingu og Stína stuð kom bara með mér, þar sem ég var háð henni og þá sérstaklega hennar eðalvagni. Fékk mitt undraverðalitlasætaótrúlegaflotta voice record tækið mitt sem Sillan var svo elskuleg að versla fyrir mig í henni Ameríku. Það verður sko munur að halda á þessu á æfingum heldur enn segulbandinu, sem mér þótti einu sinni voða lítið og sætt., Svo eru 5 folderar í þessari græju, þannig að ég get tekið jólaæfingu upp í A möppu og svo kanski venjulega í B möppu. Ótrúlega flott.. Rosa ánægð með þessa græju. Eina sem ég þarf að athuga er að þegar ég setti headfone-ið í samband þá heyrðist sko bara í vinstra. Hlýtur að vera stillingaratriði eða þá að headfone-ið er ónýtt. hmmmm.... Tékka á því. Enn halda neglurnar fínu og nú á miðvikudaginn er komin hálfur mánuður, svo nú hefi ég fengið staðfestingu á því að ég er ekki brussa með mína putta. Hitt voru bara léglegar neglur. Ella rúlar.....Alt æfing annað kvöld heima hjá Önnu, hamra þetta endanlega inn. Ekki seinna að vænna, tónleikar á fimmtudaginn. Vona bara að Silla treysti sér til að taka þetta með okkur. Mig vantar hana mér við hlið, þá vinstri.... En rúmið kallar, vinna í fyrramálið.
Svo
Yfir og út, krúsarknús..........