þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Úff púff

Heldur betur ekki að standa mig í þessu bloggi þessa síðustu og verstu. Fullt samt að gerast og nóg að gera. Engin hætta á að mér leiðist. Fór á föstudaginn síðasta á frumsýninguna á Blóðböndum. Svona lala mynd. Ekki mikið að gerast í henni fyrir utan nú það að minni bregður fyrir í svona 0,5 sekúndur. Já,já orðin fræg og alles. hehe.... Umhugsunarvert efni sem myndin tekur á en ósköp langdregin og svo bara búin. Gerist í sjálfu sér ekki neitt. Big cero.... Ýmislegt að bralla í sambandi við vinnuna og svona, er að spá í að hætta við að hætta og hætta við nýju vinnuna. Er enn eina ferðina að gæla við hugmyndina um skólagöngu í haust. Og ef af henni verður er ekki svo sniðugt að skipta um vinnu núna. Var svo með litla gullið mitt hann Mikael Orra um helgina. Lúllaði hjá ömmu sinni. Algjörg mús og hvers manns hugljúfi. Svaf eins og engill alla nóttina. Rétt rumskaði einu sinni og fékk lellann sinn og steinsofnaði með það sama aftur. Bollukaffi hjá Lilju og Dadda á sunnudaginn like always. Og nú er þetta að verða aftur eins og í "gamla daga". Allt fullt af litlum krílum. Vörutalning í vinnunni á föstudagsnóttina og mín lofaði að mæta. Svo mar sefur sjálfsagt laugardaginn af sér. Öskubuska næstu helgi og sumarbústaður með saumó helgina þar á eftir. Segiði svo að mar geri aldrei neitt. Hmmm. Mætti samt dreifast á lengri tíma. En þetta er svona . Allt í einu eða ekkert. Og svo er mar alveg búin á því þegar törninni líkur. Idol spædol. Gæsahúð dauðans þegar Ína söng. Oh my god. Hrikalega góð og Nana. Halló. Hún var gjörsamlega geggjuð. Og loksins fór réttur maður heim. Alveg kominn tími á Eirík. Og svo eru allar líkur á því að Lonni og Baldur séu að flytja. Halló. Aftur og nýbúin. Heldur þetta fólk að maður hafi ekkert annað að gera en að flytja það á milli hæða. hehe. Bara að grínast. Veit samt ekki hvort ég eigi neitt að tjá mig um þetta mál hér. Maður veit aldrei hver les og það gæti mögulega þá bara skemmt fyrir þeim. En það get ég sagt ykkur að ég hef sko fullt um málið að segja. Og ekki allt jafnfallegt. En ekki meir um það. Litla snúllan þeirra dafnar alveg eins og best verður á kosið. Drekkur og sefur þess á milli. Orðin algjör bolla. Engar baunir eða saltari hér í kvöld. Höfum frestað þeim fram á fimmtudag. Ómögulegt að éta svona mat á kórkvöldi. Svo ég á gúmmulaðið eftir. Hlakka sko bara til. Ítalíu fundur eftir kóræfingu í kvöld. Fjáröflunarnefndin með ýmislegt upp í erminni. Og ef þetta verður allt samþykkt kostar ferðin hverja konu rétt um 23 þúsund. Jibbý jey....Og hver getur sleppt því.Eins gott að mar fari með því Rannveig hefur hótað að fara ekki ef ég fer ekki. Pressa maður minn. Svo nú verðið þið að versla eins og brjáluð við mig og hananú... Dreif mig svo til Ríkeyjar á föstudaginn síðasta og eins og alltaf kemur ný Gunnsa út frá henni. Ógeðslega flott á mér hárið núna. Og nú er ég hætt
Yfir og út krúsarknús.........

laugardagur, febrúar 18, 2006

Alltaf sama sagan á þessum bæ.

Komin helgi og mín vakandi fram eftir öllu. Ekki að spyrja að því. Við mæðgin skruppum til Olgu í Idol gláp og ég er gjörsamlega yfirgengin af hneykslan. Come on. Hvað er í gangi með þessa þjóð. þessar þrjár sem lentu í neðstu sætunum eru með þeim sterkari þarna. Halló. Eiríkur og, sorry to say því ég held mikið upp á hann, Snorri áttu að vera þarna báðir tveir. Alveg sammála Bubba. If you can´t make it then fake it. Það sást langar leiðir að Snorri var ekki að fíla þetta Diskó. En þetta er ekki spurning um það. Survivor er málið honey. En oh ny god. Var Alexander Aron æði eða æði. Shitt mar. Ég var eins og fjórtán ára gelgja þegar hann fór í splittið. Veinaði upp og alles. Hann var gjörsamlega brjálæðislega flottur. En nóg um Idol í bili. Nú er það Evróvisjón
(eins og þeir segja), á morgun. Kæmi mér virkilega á óvart ef Silvía Nótt vinnur ekki þessa keppni, svo Birgitta getur bara haldið annan krísufund heima hjá sér með kaffi og kleinum. hehehe.... Er að spá í að skreppa í Mosóið og horfa með Guðnýju og Sigga á tjaldinu stóra. Heyri í henni á morgun og tékka hvort þau séu bissy eður ei. Annars væri ég líka alveg til í að senda Regínu Ósk þarna út. Ógeðslega flott stelpa, með beautiful rödd og lagið hrikalega flott. Verð svo að fara að drullast til að panta tíma hjá henni Ríkey minni í lit og klippingu. Og PLOKKUN. Er komin enn og aftur á þann stað að nú get ég farið að flétta helv.... augabrúnirnar. Þoli þær ekki. Öskubuska næsta föstudag með Sillunni minni. Hlakka alveg svakalega til. Bara heyrt gott um þá sýningu. En nú er komið að bóltíma. Góða nótt ljúflingarnir mínir.
Yfir og út krúsarknús...........

laugardagur, febrúar 11, 2006

Jæja klukk og klukk

Ætli það sé ekki best að svara þessu klukki, áður en einhver annar nær að klukka mig. Sillan mín og Ása mín búnar að klukka mig með sama klukkinu. So hir æ gó...

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Sjoppukellling i Breiðholtskjöri
Snýtari og skeinari á Skálatúni
Bílstjóri á DV
Búðarkona á Select og 10-11

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Dirty dancing
Öskubuska
Gone whit the wind
Scarlet ok veit það eru þættir en só vot

4 staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík 101
Reykjavík 107
Reykjavík 111
Reykjavík 109

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Judging Amy
Grey´s Anatomy
Survivor
Amazing race

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk
USA
Portugal
Around Iceland

4 síður sem ég skoða daglega:
Barnalandið hjá barnabörnunum mínum yndislegu
Sillu blogg
Fasteignavefur MBL
Hin bloggin á linkum hjá mér

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Skyr.is með mangó
Skyr.is með bljáberjum þetta nýja
Kújlli
Fiskur

4 staðir sem ég vildi hlest vera á núna:
Köbenhavn
Portugal
Sumarbústað
USA

4 bloggarar sem ég klukka
Harpa smarta
Spánardrósin
Guðrún Valdís
Klemens de la Grand.

Var annars að koma úr saumaklúbb. Fengum þar þessar líka rosalega góðu fiskibollur úr Fylgifiskum að austurlenskum hætti. Og þær voru hrikalega góðar. nammi namm. Slatti af rauðu fylgdi með. Gott að ég labbaði til Hrannar. Stoppaði heldur lengur en til stóð, svo ég sé fram á það núna að ég verði að skrópa á kóræfinu í fyrramálið. Er ekki alveg að sjá það að ég vakni fyrir átta til að mæta níu. En það verður bara að hafa það. Og nú er ég farin í bælið
Yfir og út krúsarknús.....

mánudagur, febrúar 06, 2006

Long time no skrif

En sona erida bara. Eða þannig. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið. Reyndar búið að skíra litlu snúlluna. Og hlaut hún nafnið Þórunn Emilía. Voða fallegt.
Og ein að lille familý. Og litli kallinn minn búin í sínu prógrammi. Kominn með rör í eyrun og kúlurnar komnar á sinn stað. Farinn að hlaupa út um allt. Algjör knús. Við erum voða góðir vinir. Nú ég gerðist hin myndarlegasta og fór í klukkutíma göngutúr með syninum í gærkvöldi og er með nettar sperrur í aftanverðum kinnum og kálfum. Var búin að sitja hér alla helgina og glápa á video og prjóna eins og brjáluð kelling. Afrekaði svo með hléum að skipta á rúmum og þvo þvott og svona. Svo eftir kvöldmat settist ég að sjálfsögðu aftur í lata strák og þá bara eins og fann ég að eitthvað var að brjótast út úr afturendanum á mér, og mér til hryllings fattaði ég að þetta væru rætur, sem væru að skjóta sig fastar við lata strák. Svo ég dreif mig með erfiðismunum upp aftur og út áður en ég festist. Svo nú er stefnan að ganga smá á hverju kvöldi. Einhver sem bíður sig fram. Kanski Spánardrósin ha. Ertu með. En nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.