fimmtudagur, september 29, 2005

Enn eitt klukkið

1. Hvað er klukkan? 01:12

2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Gunnhildur

3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Gunna,Gunnsa,Gunný,Gunnhildur, fer eftir hver talar

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Alltof langt síðan, man ekki

5. Gæludýr? Enginn

6. Hár? Gráhærð*snökt**snökt* en litað

7. Göt? Jámm

8. Fæðingarstaður? Reykjavík

9. Hvar býrðu? Breiðholti

10. Uppáhaldsmatur? Lambafille, Maturinn hanns Didda og svo er humar góður

11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Ohhh já

12. Gulrót eða beikonbitar? Defenatly BEIKON

13. Uppáhalds vikudagur? Þriðjudagar

14. Uppáhalds veitingastaður? Humarhúsið

15. Uppáhalds blóm? Nelikkur og Baldursbrár

16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Listdans á skautum,fimleikar og handbolti. þ.e.a.s. landsleiki

17. Uppáhalds drykkur? Froðukaffi og Max

18. Disney eða Warner brothers? Disney

19. Ford eða Chevy? Chevy

20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Stylinn

21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi bara parket

22. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Harpa sæta

23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri geðveikri tösku og skóbúð

24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Glápi á imbann

25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Hmmmm, enginn

26. Hvenær ferðu að sofa? Alltof seint

27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Det er nu det. Harpa og Jóna Hlín

28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Segi ekki,

29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Judgin Amy, Survivor og Amazing Race

30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Didda, Guðnýju og Sigga

32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 8 mínúturJámm og já. Ekki getur maður skorast undan þessu frekar en öðru. Svo er bara að vona að þeir sem ég klukka nenni að vera með. Plíiiiiiiiiisssss.. Allir vera góðir. Ég ætla sem sagt að klukka. Silluna, Hörpu, Jónu Hlín, Þuríði, Guðrúnu og Lóu.
Veit að það þýðir ekkert að klukka dæturnar, þær eru alveg hættar að blogga. Meiri letin í þessu fólki mínu. Skil bara ekkert í þessu. En læt þetta duga að sinni
Yfir og út krúsarknús.

mánudagur, september 26, 2005

Helgin að enda komin

og ný vika í nánd. Ótrúlegt hvað þessar blessuðu helgar hlaupa asskoti hratt frá manni. Fer iðulega inn í helgarnar full af áformun um að gera þetta og hitt og geri svo ekki neitt. Úffff. Þvílík mæða. En fór til Önnu í saumó á föstudagskvöldið. Hún varð fimmtug í sumar og bauð klúbbnum í nasl og rautt. Sátu þar til rúmlega 3 og hlógu eins og vitleysingjar. Hvert hláturkastið rak annað og hláturpokkinn við það að springa í manni. Ferlega skemmtilegt kvöld. Og þar með eru afrek helgarinnar upptalin. Búin að glápa óheyrilega mikið á imbann og flatmaga í Lata strák. Fékk tvískiptu gleraugun á föstudaginn og þær upplýsingar með þeim að ég ætti að nota þau alveg streit í 2 vikur og mætti alls ekki skipta yfir í hin á þessum tíma. Þannig að ég er nú búin að vera hálf skrítin í höfðinu og hrikalega þreytt í augunum. Fundið aðeins fyrir sjóriðu og svona. Svo segir Guðný mér í dag að henni hafi verið lagt það fyrir að nota sín ekki of mikið fyrst um sinn. Yrði að hvíla sig og svona. Og þar sem hún keypti sín á sama stað og ég, þá er ég að hugsa um að hringja í búðina og fá að vita það sanna í þessu keisi. Allir sem ég hef talað um þetta við segja sömu sögu og Guðný. Skrítið að fá svona ólíkar upplýsingar. Tékka á þessu á morgun. Frí hjá mér næstu tvo daga og svo þrjár kvöldvaktir og svo vonandi get ég byrjað á nýja staðnum eftir næstu helgi. Krossa fingur fyrir Gunnsuna. Koma so........En nú skal frúin druslast í bælið, þarf að vakna og koma dengsa í skólann í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, september 24, 2005

Klukkið

1. Er pínu drukkin
2. Er gráhærð
3. Fer minkandi
4. Á góða vini
5. Þarf að sofa


Veit ekkert um hvað þetta mál snýst. Hermi sko bara eftir öðrum. hahahahaaaaaaamuhhhaaaa.
Yfir og út krúsarknús

fimmtudagur, september 22, 2005

Jæja skurnar

Update á fréttaskotinu frá í gær. Gekk frá vinnumálum í dag. Og nei ég er ekki að fara að vinna á Lansanum. Sagði pent nei takk þegar hún hringdi í mig, gat ekki sætt mig við þessi laun. En ég er semsagt að fara að vinna í 10-11 á Hjarðarhaganum. Verð þar sem B-maður. (aðstoðar verslunarstjóri). Og þessi líka draumavinnutími. 8 til 4 og frí allar helgar og rauða daga. Er samt ekkert rosa ánægð með að yfirgefa mína dásamlegu bensínstöð. Á eftir að sakna fólksins ógó mikið. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Og til að bjarga sálarheill minni, tek ég vinnutíman framyfir. Svo getur bara vel verið að þetta sé allt fínasta fólk að vinna þarna. Allavega finnst mér verslunarstjórinn rosa fínn að tala við. Í síma by the way. En hann fær flott meðmæli frá Klemens og Stebbu. Verð samt að vinna næstu viku á næturvöktum, Ohhhhhhh. Nenni því enganveginn. En so be it. Og svo að kórmálum. Dreif mig loksins á Léttuæfingu og tók nokkra tónstiga fyrir Frú Jóhönnu. Og fékk náðarsamlegt leyfi til að vera með. Leist bara vel á mig og allar konurnar voða glaðar og kátar. Svona eins og einusinni í mínum elskulega Gospel. Finn soldið fyrir skrítunum móral þar núna, eftir að MP upplýsti um framtíð kórsins. Konurnar ekki eins glaðar og áður, soldið áhyggjufullar. Finnst eins og maður sé að missa eitthvað mikilvægt frá sér. En þá koma Llétturnar til og bjarga mér. Því söng og kórlaus kona verð ég ekki. Alveg klárt mál. Svo að nú syng ég frá hálf sex til 10 á þriðjudögum. Mikið óskaplega hlýt ég að sofa vel þau kvöld. hehehe.... En síðasti dagurinn minn fyrir Jóhönnu á morgun, huhuhu... Kann sko rosa vel þá vinnu. Fjölbreytti og skemmtileg. En sjálfsagt fæ ég að spreyta mig á þessum hlutum á nýja staðnum. Svo nú er ekkert eftir annað en að kaupa íbúð í vesturbænum eins og hugur okkar stendur til, og þá er þetta gott. En gott í bili
Yfir og út krúsarknús.

miðvikudagur, september 21, 2005

Fréttayfirlit

Skráði mig í Léttsveit Reykjavíku í gærköldi, er sem sagt í tveimur kórum núna.
Ríkey mín yndislega var að eignast þriðja drenginn.
Ég er að fara að vinna á nýjum stað. Vinna frá 8 til 4.
Er að fara að sofa.
Góða nótt.

laugardagur, september 17, 2005

Sorrý gæs

Veit ekki afhverju myndirnar sjást ekki.

Vinnuvikan

á enda og dásamleg fríhelgi framundan. Ein vika eftir fyrir stöðvu og finnst mér það frekar leiðinlegt. Þá taka þessar dæmalaust leiðinlegu næturvaktir við aftur. Búin að tala við starfsmannastjórann og biðja um dagvinnu. Hann hélt að það ætti ekki að vera neitt vandamál. Svo er bara að bíða og sjá hvort það sé rétt eður ei. Er í augnablikinu alveg komin með upp í kok á vaktavinnu. Vil bara dagvinnu, 8 til 4. Hljómar yndislega. Frí allar helgar og kvöld. Svona eins og venjulegt fólk. Búin að vera þarna núna í 4 ár alveg rétt bráðum og komin tími á breytingar. Sótti um vinnu á Lansanum sem nokkurskonar umsjónarmaður veitinga. En alveg dæmalaust illa borgað, en góður vinnutími. Efast samt um að ég taki því þó að mér verði boðið það. Má eiginlega ekki við því að lækka um 40 þúsund kall á mánuði. O nei o nei. Fórum skötuhjúin í leikhús í kvöld ásamt turtildúfunum Sillu og John. Sáum Alveg briljant skilnaður með Eddu Björgvins. Og það verður nú bara að segja eins og er að þetta er sko alveg briljant stykki. Hlógum okkur máttlaus og svo mikið að manni var orðið illt í kjálkunum. Mæli eindregið með þessu verki. Og Edda er alveg meiriháttar. Heldur manni alveg við efnið í 2 klukkutíma. Held að þetta hljóti að vera hrikalega erfitt. Standa svona ein á sviðinu allan tímann. Fórum svo á Kringlukránna og fengum okkur froðukaffi. Hrikalega gott. Við stöllurnar áttum að mæta og vera statistar á upptökum hjá Stelpunum í fyrramálið, en þar sem Sillan hefur svoooooo mikið að gera slaufuðum við því. Ég nennti ekki að fara ein. En aldrei að vita nema við druslum okkur á sunnudaginn. Hún vill endilega að við komum þá. Þ.e.a.s. Sú sem reddar þessu dóti. Fór á kóræfingu á þriðjudaginn. Þá fyrstu þennann veturinn. Var frekar lost eftir æfinguna. Nú er alveg ljóst að Gospelsystur Reykjavíkur eru að líða undir lok í þeirri mynd sem við erum í dag. Síðasti veturinn og ekki laust við að ég finni fyrir smá sorg í hjarta. En samt dásamlegt að hitta stölllurnar aftur þó að nokkrar hafi vantað. Svo nú er spurnig hvort ég ekki bara skelli mér með Sillu í Létturnar. Ætla allavega að fara í prufu á þriðjudaginn og sjá hvernig mér líst á og hvort Jóhönnu litist á mig. Þetta verður að virka á báða bóga, er það ekki. Eitt er alveg víst og það er að sönglaus verð ég EKKI. Sé ekki fyrir mér að ég yfirleitt funkeri sem kórlaus kona. Ekki aldeilis. En nóg um það. Held að nú sé komin sveftími á frúna.
Datt í hug að setja hér inn myndir af okkur stöllum, Guðnýju og mér. Önnur tekin á gamlárskvöld síðasta og svo hin núna á Leifstöð á leið til Portugal. Eins og sést er smá munur á minni. Enda munar um 33 kíló. hehehe... Mátti til með að monta mig aðeins.
Yfir og út krúsarknús....................

sunnudagur, september 11, 2005

Jæja þá


held að það hljóti að vera komin tími á smá blogg hér. Hef bara ekki haft nokkra nennu í þetta eftir að ég kom heim. Allavega. Portugal er alveg hreint dásamlegt land, eða það sem ég sá af því. Fólkið rosa næs og ljúft. Veðrið alveg eins og best var á kosið. Hitinn þetta um 30 gráðurnar. Alveg mátulegt. "Laugavegurinn" labbaður fram og til baka, inn í hverja einustu búð að skoða. Og þegar upp var staðið var þetta voða mikið eins í öllum búðum. Það sem kom okkur mest á óvart var að allsstaðar mátti reykja. Þetta var eins og að detta 15 ár aftur í tímann. Og ekki vorum við að kvarta undan því. Neibb, ekki aldeilis. Spúsinn minn tapaði sér algjörlega í dúkarkaupum. Þvílíkir dúkar. Flottustu sem ég hef séð. Fengum okku tvo á 12 manna borð, svo nú getur mar loksins dúkað upp. Hér var svo að sjálfsögðu allt spikk og span þegar við komum heim. Mamma og pabbi búin að mála herbergið hjá Erni svart og hvít, til heiðurs KR. Rosa flott og minn maður að sjálfsögðu svaka kátur með það. Hann var hinsvegar alveg að deyja úr söknuði þessi elska. Og finnst allt of langt að við skyldum fara í heila viku. Hékk svo bara í mér alla leiðina heim og sagðist vilja fara inn í mig. Jamm það er gott að vera mikilvægur. Ekki satt. En tek hann defenatly með, ef við förum aftur þangað. Algjör paradís fyrir svona krakka. Sem sagt. Yndisleg ferð með yndislegu fólki. Svo er ég bara búin að vera í fríi þessa viku og byrja að vinna aftur á mánudaginn. Leysi stöðvuna af í 2 vikur, og svo aftur á næturvaktir. Verð að fara að finna mér dagvinnu. Nenni enganvegin að standa í þessu vaktavinnudóti lengur. Vil eiga frí um helgar, kvöldin og á næturnar. Og hana nú. Skrapp svo í bústað með Olgu á fimmtudaginn og kom heim í dag. Fínt að vera þar, nema að það ringdi eldi og brennisteinum. Fór í gönguferð í gær með Erni og Katrínu. Löbbuðum í 40 mínútur, klædd í regnstakk og allegræ, en það mátti samt vinda okkur. Gallabuxurnar mínar voru blautar upp á læri. Shitt mar. Svo í veislu til Öddu í dag. Jökull hennar tók niðurdýfingarskírn og var haldið upp á það með pomp og prakt. Átum að sjálfsögðu á okkur gat eins og venja er þegar Adda býður í mat. Eldar besta mat í heimi. Afmæliskaffi hjá mömmu á morgun, kræsingar þar að sjálfsögðu. Meira seinna.

Yfir og út, krúsarknús...............