Núna datt mér það í hug að ég gæti kannski sett myndir við bloggvinina sem ekki eru hér á moggablogginu. Og þetta er að koma. Ein komin. Þarf samt að minnka hana meira. En þetta verður greinilega tímafrekt verkefni sem ég hef tekið mér fyrir höndum. Ekki eins og ég hafi ekki tíma í þetta akkúrat núna. Vinn bara hálfan daginn. Stína vill endilega halda mér hálfan daginn og ég er sko alveg til í það. Er alveg að fíla mig í botn þarna. Svo nú er ég að leita að annarri hálfs dags vinnu. Einhver sem veit um eitthvað gott. Helst fyrirhádegið. Konan bara með heimtufrekju. Svo þarf ég ekki að mæta í skúringar þessa og næstu viku. Tannsan komin í frí með familýjuna. Svo tími er eitthvað sem á ætti að eiga nóg af þessa daganna. Kanski mar ætti að druslast til að taka fram kórmöppurnar og demba þeim á borðstofborðið og drífa í að sortera þetta eins og ég hef ætlað að gera í 2 ár eða svo. Möppurnar komnar í hús og ekkert því til fyrirstöðu að byrja. Nema kannski letikelling. Var að vinna í kvöld reyndar. Átti að vinna á fimmtudagskvöldið en þá er ég upptekin. Kemur á óvart er það ekki. Sillan mín dró mig í soldið sem ekki má segja frá. Og er það hin besta skemmtun. Bara að vona að maður verði ekki stimplaður eftir þetta. Segi frá þessu leiter gater. Og þar sem ég var að grúska í myndunum mínum fann ég þessa. Hvað skyldum við vera að spá... Þessi drykkur er allavega í boði Sillunnar. Mynta úr hennar eðal garði ásamt einhverju öðru. Það er að segja ef það þá komst í glasið. Mér sýnist það vera stútfullt að myntu og engu öðru. Kannski erum við að leita að hinu sem átti að vera þarna.Hann er allavega kostulegur svipurinn á henni vinkonu minni. hehehe... Hálf Bryndís Petra þarna með oss. Þessi mynd er tekin í partýi hjá Stínu í ágúst 2006. Ég bauð í það partý og eldaði geðveika fiskisúpu. Þetta var svona farvel partý, þar sem ég kvaddi mínar yndislegu Gospelsystur. Hætti formlega og fór í Voxin. En nú er ég farin að lúlla í hausinn á mér enn eina ferðina. Elskiði friðinn og strjúkið kviðinn.
ADIOS.....
Bloggar | 3.6.2008 | 00:56 | Slóð | Athugasemdir (0)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli