laugardagur, janúar 28, 2006

Smá update af frúnni.

Yes, ég er búin að fá nýja vinnu. Liggaliggalái. Byrja reyndar ekki fyrr en seinni partinn í apríl. En so be it. Fékk vinnu í apóteki. Lyfjavali nánar tiltekið. Ekki búið að opna það enn, en það opnar 1 mai. Eða eins og ég sagði þegar ég var að segja Olgu frá þessu. "Ég ætla að vera lyfjuð í Vinnuvali. Ekki einleikið með þessar mismælingar mínar. Jíses hvað ég hlakka til að hætta í 10 focking 11. Hef unnið í apóteki áður og verð að segja það að það er einhver sú skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Kannski hafa vinnufélagarnir eitthvað um það að segja, en þar vann úrvals lið af frábærum stelpum. Skrapp annars til Olgu í Idol gláp í kvöld. Bríet Sunna kom sko engum strumpabólum fram á mér í kvöld eins og þegar hún söng englalagið. Vonandi að hún verði betri næst. Svo bara heim og er bara búin að vera að dekra við sjálfa mig. Setti á mig grænan maska frá Herbalife og leit út eins og geimvera með heimþrá. Svo í fótabað Mirandas og fótakremið góða á eftir. Rakaði á mér leggina. Ekki vanþörf á því. Gat orðið flétta helv.... hárin. Fór með mömmu í Kringluna eftir vinnu í dag í leit að stígvélum. Og einu stígvélin sem mig langaði í voru þau sömu og Lonni keypti sér. Mamma þurfti endilega að ropa því út úr sér að þetta væru þau sömu. Hún var nebblega búin að sjá þau en ekki ég. Svo ekkert varð úr þeim kaupunum. Just have to keep on looking. Verð helst að vera búin að fá mér þau fyrir sunnudaginn. En ekki meir að sinni.
Yfir og út krúsarknús....

Es. Hva ætlar engin að kommenta á mig í sambandi við ljósin í 10-11

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Það er sem ég segi

Það er alltaf allt eða ekkert. Núna er ég búin að vera að sækja um vinnur hingað og þangað og ekki fengið nein svör. Svo allt í einu í gær er ég boðuð í viðtal klukkan korter yfir níu í kvöld á tannlæknastofu. Fór þangað beint af kóræfingu. Á leiðinni þangað hringir í mig kall úr apóteki sem ég hafði sótt um í og boðar mig í viðtal á morgun klukkan fjögur. Klukkan hálf fimm á morgun á ég að mæta hjá 10-11 liðinu í viðtal. Og svo kóræfing annað kvöld. Gaman að vita hvort eitthvað kemur svo út úr þessu öllu saman. Leist mjög vel á þessa tannlæknastofuvinnu. Tvær konur með stofu saman, eða öllu heldur ungar stúlkur. Allavega mikið yngri en ég. Æðislegur vinnutími. Mán og þri frá 9-16 mið frá 8-16 fim frá 9-16 og annan hvern föstudag frá 8-2. Nammi namm. Líst rosa vel á þetta dæmi. Held nú samt að ansi margar hafi sótt um hjá þeim svo að nú er bara að krosslegja fingur. Svipuð laun og ég er með í dag, til að byrja með og svo meira aðeins seinna. Verð að reyna að druslast í Vouge á morgun að kaupa bleika borða í skírnarkjólinn, ekki seinna að vænna þar sem prinsessan á bauninni fær nafið sitt formlega á sunnudaginn. Voða spenningur í gangi. Hvað skyldi hún eiga að heita? Vona svo sannarlega að eitthvað komi út úr þessu vinnubrölti mínu. þessi birta í 10-11 er mig lifandi að drepa. Er orðið með hausverk upp á hvern einasta dag. Er ekki að fatta hvað þeir eru að pæla með alla þessa flúor lýsingu. Og ég er ekki sú eina sem tala um þetta. Fólk almennt kvartar undan lýsingunni í búðinni. Kannist þið við þetta. Endilega kommentið á mig með þetta. Er með óformlega könnun í gangi. Svara svo... Gospelsystur að fara til Itlíu í sumar og mín með nettan fiðring. Langar brjálæðislega með. Ef einhver þarna úti vill styrkja fátæka konu í Italíu ferð endilega láta mig vita. Farin að sofa.
Yfir og út krúsarknús.............

laugardagur, janúar 21, 2006

Long time no seen,.,,,

Eitthvað er letin að fara með mann þessa daganna. Eða kannski að neglurnar séu of langar til að pikka á lyklaborðið, eitthvað er það. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið undanfarið. Fór náttla til tannsa og hvað haldið þið. ha. Ég er sko 2 jöxlum fátækari. Búin að vera að drepast í kjaftinum alla þessa viku. Og fyrir þennann drátt mátti ég reiða fram 12 þúsund krónur. Findist nú bara að þessir kauðar ættu að borga okkur fyrir að fá að meiða mann. Sótti um vinnu hjá Íslandsbanka í gær og spennandi að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Talaði líka við stúlku hjá 10-11 sem hefur eitthvað með mannaráðningar að gera og tilkynnti henni það að ég væri orðin hundleið á að standa við kassa allann daginn. Væri alveg til í að prufa verslunarstjórastöðu, stöðvarstjórastöðu eða jafnvel eitthvað á skrifstofunni hjá þeim. Hún hringdi svo í mig í dag og boðaði mig á fund næsta miðvikudag. Gaman að sjá hvað hún ætlar að bjóða mér, ef þá eitthvað. Fyrsta kóræfing ársinns á þriðjudaginn síðasta og mikið var gaman að hitta kellurnar aftur. Ákvað svo að prófa Voxin. MP bað mig að koma yfir og sló ég til. Fór á æfingu þar á miðvikudaginn, og svei mér þá ef ég á bara ekki eftir að fíla mig ljómandi vel þar. Mikið erfiðara, meiri sönglegar kröfur og ég held að það eigi bara vel við mig. Vel tekið á móti manni og svona. Já, leist bara vel á mig. Svo kemur bara í ljós hvað ég geri. Ætla allavega að gefa þessu sjéns. Var að horfa á Beloved á RÚV. Ótrúlega mögnuð mynd. Gaf mér ekki einu sinni tíma til að pissa. Enda bunan löng eftir myndina. Myndin líka í lengra lagi eða næstum 3 tímar. En vel þess virði. Svo er ég svona að velta því fyrir mér hver Sigrún vinkona móður minnar sé. Hún kommentar á mig í færslunni hér á undan. Málið er bara það að ég veit ekki til þess að móðir mín eigi vinkonu sem heitir Sigrún. Svo ef þú, þ.e.a.s. Sigrún, lest þetta endilega gerðu betur grein fyrir þér. Ég er óheyrilega forvitin kona og langar mikið til að vita hver þú ert. Við eigum það allavega sameiginlegt að ætla ALDREI að lesa bók eftir Steinunni Sig. aftur.
Yfir og út krúsarknús................

mánudagur, janúar 16, 2006

Gæti nú ekki verðið betra

You scored as I Love Lucy. you are I LOVE LUCY!!!! you are a little bit crazy, but you love and are loved by your family

I Love Lucy

75%

Bewitched

50%

The Brady Bunch

33%

*what OLDIE tv show are you???
created with QuizFarm.comHeld að mar sé alveg að tapa sér í þessu quizum núna. Annars búin að eiga góða og afslappaða helgi. Að öllu leyti nema því að það brotnaði upp fylling úr tönn og núna er ég að drepast í kinninni og tungunni. Get ekki beðið eftir því að fá tíma hjá tannsa á morgun og láta gæjann redda þessu. Hef engan trú á öðru en að hann reddi mér á morgun. Svo almennilegur kallinn. Skruppum svo aðeins í Mosó í gærkvöldi og þar rak ég augun í Öskubusku og var ekki lengi að fá hana lánaða. Sátum svo hér í kvöld mæðginin og höfðum það voða huggó. Ekki seinna að vænna. Drengurinn var að sjá hana í fyrsta skipti. Alltaf jafnhugljúf og yndisleg. Nammi namm. Loksins búin með jólabókina, Sólskinnshestinn hennar Steinunnar og o mæ god. Ömurlega leiðinleg. Skil ekki að það sé hægt að skrifa heila bók um EKKERT. Held núna bara áfram að lesa Kvenspæjarastofu númer eitt. Er á fjórðu bókinni og þær eru bara skemmtilegar.En núna ætla ég að fara að lúlla í hausinn á mér.
Yfir og út krúsarknús.....

Það býr eitt blóm fyrir vestan

You scored as Daffodil. Daffodil is a very Attractive flower... its a bright flower and can contrast as well as contridict its self...

Daffodil

89%

Iris

67%

Rose

56%

Dandelion

56%

Magnolia

33%

Poppy

22%

What Kinda Flower Are You...? (Iris, Rose, Dandelion... ect)
created with QuizFarm.com

föstudagur, janúar 13, 2006

I´m so pretty,

You scored as Sleeping Beauty. Your alter ego is Princess Aurora, a.k.a. Sleeping Beauty! You are beautiful and enchanting, and as sweet as ever.

Sleeping Beauty

88%

Goofy

75%

Pinocchio

63%

Peter Pan

63%

The Beast

56%

Cinderella

50%

Ariel

25%

Snow White

19%

Donald Duck

13%

Cruella De Ville

13%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com

Jamm og já . Er hún ekki sæt. Ótrúlega gaman af þessum prófum. Maður getur alveg gleymt sér í þeim. Fullt af allskonar dóti þarna. Ætlaði svo sem ekkert að blogga hér í kvöld. Átti bara leið framhjá tölvunni á leið í bælið og ákvað að tékka á hvort einhver annar hefði bloggað,. Sá þetta hjá Sillunni minni og mátti til.

Yfir og út krúsarknús.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Þá er mar búin að fara í fyrsta tímann í Afró

Og bara helvíti gaman. Mín stóð pliktina og kláraði dæmið með eindæmum vel. Annað eins hefur sko ekki sést í Kramhúsinu um áraraðir. Feitur sviti rann niður bak og læri, en hvað er það. Út í bíl og heim í sturtu. Ahhhh hvað þetta var gott. Hrikalega skemmtilegt líka. Kóræfingar byrja á þriðjudaginn í næstu viku og mikið hlakkar mig til að hitta allar kellurnar. Alveg hreint merkilegt hvað mar verður háður þessu kórastandi. Get bara engavegin hugsað mér að vera ekki í kór. Henti inn einni atvinnu umsókn í gær og svo er bara að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Sonurinn byrjaður af fullum krafti að blogga aftur, og mikið þætti honum vænt um ef einhver nennti að kommenta á hann. Hann heldur nebbilega að enginn lesi það sem hann skrifar. Svo er hann alveg að gera mig bilaða. Hann stendur alveg fast á því að ég viti hvað lillan okkar á að heita. Og að ég bara vilji ekki segja honum það. Og þó svo að ég segi honum eins og er að ég viti ekkert um þetta mál þá bara trúir hann mér ekki. Heldur að við séum með samantekin ráð um það að hann einn megi ekki vita. En ég er farin að lúlla.
Yfir og út krúsarknús...............

laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja þá eru jólin

formlega búin og allt fína jóladótið skal tekið niður á morgun. uhuhu.. Alltaf finnst mér jafntómlegt þegar gersemarnar eru komnar í kassa upp í skáp. En það er svo skrítið að mér finnst líka allt svo rosalega hreint þegar ég er búin að taka allt niður. Skrítin þessi Gunna. Já soddan er lílvet.... Horfði loksins á Skaupið í fyrrakvöld og ég bara gjörsamlega næstum dó úr hlátri. Mér fannst það algjört æði. Ég er nebbilega eina af þeim sem er algjörlega með öllu sneidd áhuga á pólitík og fylgist ekkert með þeim málum, nema mjög takmarkað. Og svei mér þá ef Björgvin Franz er ekki nýja Idolið mitt. Þvílíkur skemmtikraftur og hæfileikar, maður lifandi. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hafði unun af að horfa á "Geir Ólafsson." Þann mann get ég með engu móti þolað. Hrokafullur og hundleiðinlegur. En ég segi bara áfram Edda. Lonni og Baldur komu hér í dag með Lilluna. Hún er alveg hreint yndisleg. Skírnardagurinn hefur verið ákveðinn. Afmælisdagur mömmunnar 29 janúar og nafnið leyndó. Svo nú biður maður bara spenntur. Hvað skyldi ljúfan eiga að heita. Spennandi. Sonur minn alveg að tapa sér yfir þessu. Þolir ekki svona leyndarmál. Mín búin að skrá sig í Afró í Kramhúsinu og byrja á mánudaginn. 3svar í viku og klukkutíma og 15 mínútur betur hvert skipti. Hlakka sko bara til. Skruppum mæðginin til Olgu í Idol gláp að venju og ég var bara sátt við útkomuna. Fannst hún best.Tókum svo eitt Trivial Pursuit og við Örn unnum, með þrjár kökur hvort þegar við hættum. Sit hér með headfone á hausnum og hlusta á Bjögga og hans son syngja duet. Og ég fæ bara netta húð. Íslenska Óperan að fara að setja upp Öskubusku og ég ætla. Ekki spurning. Uppáhaldið mitt. Það er ekkert ævintýri sem kemst með hælana þar sem Öskubuska hefur tærnar. Sem minnir mig á kristalsstyttuna sem ég sá í Portugal í haust. Hana verð ég defenatly að eignast. Er búin að finna mér eftir hæð í Vesturbænum. Ætla að skoða hana. Hún er ógó flott. Allavega á netinu. Hjónin sem hana eiga eru reyndar á Kanarí og koma ekki aftur fyrr en í kringum 25 janúar. Svo fer að styttast í að kórinn byrji aftur. Nammi mann. Mikið hlakka ég til. Þetta er orðið ágætt frí. Well,well. Það er alveg greinilegt að vinnuvikan er á enda. Klukkan að verða hálf fjögur og ég að blogga. Ætti nú bara að vera farin að hrjóta við hliðina á spúsanum. En svona er þetta með vökustaura eins og mig. Ætla svo með Lilluna og foreldrum hennar til Snorra ungbarnasundkennara á morgun. Hún skal læra að synda og það strax. hehehe.... Ætli mar kíki ekki svo bara til Guðnýjar í kaffi fyrst við verðum í Mosósveit. Á alveg eftir að knúsa þau árið. Nú er komið mál að linni. Hér hleyp ég úr einu í annað og skil ekkert hvað ég er að krota hér.
Yfir og út krúsarknús.............