miðvikudagur, mars 30, 2005

Æj, hvað mar er eitthvað

tussulegur þessa stundina. Afsakið orðbragðið. En þannig líður mér akkúrat núna. Kallinn búinn að vera ælandi hér í allt kvöld og nú er mér svo flökurt að ég er að brjálast. Má sko ekkert vera að því að vera veik. Fór í dag eftir vinnu að skoða íbúð í Vesturbænum og get sko alveg séð fyrir mér að hún gæti orðið æðisleg. Stór og rúmgóð. En stóri gallinn að hún er of mikill kjallari fyrir okkur. Bömmer. Allt eins. My kind of luck. En hvað um það. Íbúð þessa á ein ofurvirk bloggari sem ég fylgist grannt með og hef gaman af að lesa. Og ekki er nú öll sagan sögð enn. Heldur finnst mér ég eitthvað kannast við þetta konutetur. En pæli samt ekkert rosa mikið í því. Svo þegar ég fer að lýsa þessari íbúð fyrir bóndanum og númer hvað hún sé í þessari götu, þá kveiknar sko á öllum ljósaperunum í hans haus. Þá er hann að vinna með systur hennar og ekki nóg með það heldur eru þau líka skyld. Og hana nú. Já það er sko engu logið um það að hann sé lítill þessi heimur. Gaman að þessu. Svo kom hér maður að skoða hjá okkur í kvöld ásamt vini sínum, sem er svosem ekki í frásögu færandi nema að hann var ekki íslenskur og mikið sem það fór í taugarnar á mér þegar þeir voru að spjalla um það sem fyrir augu bar. Og örugglega á pólsku. Arrgggg..Verð að læra pólsku. Jæja held ég láti staðar numið að sinni og fari að gubba.

laugardagur, mars 26, 2005

Jæja þá er mar komin

heim af kvöldvakt dauðans, ef svo má að orði komast. þvílík og önnur eins vakt. Hvernig er þetta annars með fólk. Er því alveg fyrirmunað að skilja það að matvöruverslanir eru lokaðar á föstudaginn langa. Búðin hjá okkur var eins og sviðin jörð eftir átök dagsins. Síminn hringdi stöðugt og maður gat bara sagt þegar mar tók tólið upp, já það er opið. Og svo var fólk voða undrandi á því að við skyldum nú ekki selja læri og hrygg,hrásalat og bernaissósu. Halló. Þetta er bensínstöð með sjoppu. Það seldist allt. Og hvernig er þetta eiginlega með þessar annars ágætu pullur. Ég hafði á tímibili ekki undan að vefja beikopullur. Beint á grillið. Ætlaði aldrei að ná því að vefja í blessuð boxin sem geyma þessa drjóla. Shit man. Og þar sem við erum nú komin undir hatt 10-11 að þá var miði í gluggum þeirra búða allar upplýsingar um það að það væri opið hjá okkur. Og að sjálfsögðu vorum við undirmönnuð, þannig að vaktstjórinn sem mætti hálf átta í morgun fór ekki heim fyrr en hálf tólf í kvöld í staðin fyrir fjögur í dag. Eins verður á sunnudaginn,þær verða bara tvær, því sorry, það fékkst engin til að koma auka inn. Og ég í einhverju helvítis góðgerðarkasti gat út veiðileyfi á mig, er bara að hugsa um að slökkva á símanum mínum á sunnudaginn. Það er sko ekki verið að gera neitt annað en að taka okkur í rass..... Hvernig stendur á því að þegar ekki er hægt að manna vaktir, að samt sé haft opið á svona degi. Er sko ekki að fatta það. Og svo segir stöðvan bara. And I cote " Ekki hringja í mig um helgina". Bíddu er ekki ábyrgðin hennar. Mér er spurn. Arrrrrgggggg. Er gjörsamlega brjáluð út í þetta lið. Og hana nú. Nóg um vinnuna. Skruppum í bíltúr á Hellu í morgun að kikka á Didduna og Lallann. Hann var reyndar ekki heima en hittum Hössa og Sævar Leon í staðin. Fínt stopp þar og gott kaffi og spjall. Og aftur að þessar ógurlegu frjósemi í ættinni. Fékk komment um það hvort ég ætli að taka þátt í þessu. Og svarið við því er blátt áfram NEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEI
er sko búin með minn kvóta. En fékk samt fréttir af einni til í gærkvöldi. Það verður ekki upplýst í þessu bloggi hver það er. En kannski fljótlega. jeyyyyyy......Ég veit soldið sem þið vitið ekki. liggaliggalái........
Alveg er ég nú hætt að skilja neitt í þessu msn-i mínum. Það er aldrei neinn tengdur þegar ég tengi mig. Skildu allir vera búnir að blokka á mig. Mér er spurt. Hmmmmm.
Harpa snúlla átti afmæli í dag, og hafði líka þessar rosa áhyggjur af því að verða fertug. Hún á sko alveg eftir að fatta það að lífið byrja fyrst þá. Tala sko af reynslu. hehehehehe.... Well my darlings, á morgun ætla ég bara að chilla hér heima og fá Öddu sköddu til að koma og óþverrast aðeins. Orðin sko örugglega þrjár vikur síðan síðast og þetta er sko ekki að ganga. Komin með fráhvörf. Góða nótt elskurnar
Yfir og út krúsarknús.....................

fimmtudagur, mars 24, 2005

K.A.F.F.I.

hætt´að þamba kaffi.
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,drykkur sá
heilsu spillir, gerir börnin grá
Slíkt heljans eitur svart.
Það henntar börnum vart..

Vantar nokkur örðþarna inn, get ómögulega munað þau. Kemur kannski seinna.

Tók smá kaffipróf og mátti til með að skella því hér inn.


Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Verð ekki með meira hér í kvöld. Heyrumst síðar....

miðvikudagur, mars 23, 2005

Það er aldeilis að frjósemin

er að gera vart við sig í þessari litlu familíu minni. Frétti það í gær að Arna frænka ætti von á stúlkubarni og þykir það nú kraftaverki næst. Hún á fyrir tvo yndislega stráka sem báðir eru afrakstur tæknifrjóvgunar, og svo bara kviss bamm búmm, ólétt by nature. Svo eru þær systur Hilla og Ragnheiður Arna báðar á leiðinni með kríli líka og Ragnheiður Arna sko með tvilla. Og svo fékk ég staðfestingu á því í dag að Ríkey klipparinn minn er líka bomm. Hvað er eiginlega í gangi? Mér er spurn. En allt er nú þetta yndislegt alltsaman. Allt óskabörn. Bíllinn að gera það gott. Mjög gott að keyra hann og allt er nú þetta að koma í sambandi við beinskiptinguna. Held nú samt að næst þegar ég skipti að þá fái ég mér aftur sjálfskiptann. Er meira fyrir það. Litli ömmustúfurinn er allur að koma til. Búinn að vera með þennann ódæðis RS vírus sem öll börn virðast fá í dag, og svo er hann líka komin með í eyrun þessi elska. Fórum aðeins og litum á hann og Liljuna í dag, og er ég nú ekki frá því að hann hafi bara verið glaður að sjá ömmuna sína. Jæja, þrjár kvöldvaktir framundan. Ekkert frí á Select og þykir mér það nú frekar lélegt. Ekkert heilagt lengur í þessum verslunarbransa. Saumó hjá mér í gærkveldi og bauð ég upp á karrý kjúlla a la Silla. Mæli eindregið með honum. Algjört lostæti. Bauð rautt með og féll það að sjálfsögðu vel í kramið. Sumarbúsataðferð ákveðin núna 22-24 apríl. Jibbý. Heitur pottur og alles. Svo nú bara get ég ekki beðið. Heitur pottur,heitur pottur,heitur pottur. Hafiði heyrt þennan áður. I luv hot tub. Var að horfa á Survivor og er frekar fúl yfir gangi máli í þessum þætti. Finnst óréttlátt að Angie var látin fara. Finnst hún bara eiginlega vera búin að standa sig best í þessu tribe. Fúllllllttttttt. En nóg í bili
Yfir og út krúsarknús...............................

fimmtudagur, mars 17, 2005

Well, þá er bíllinn kominn

Fórum í dag og keyptum okkur eitt stykki nýjan bíl. Liggalái.... Fengum okkur Opel Zafira 2001 model. Ógó flottur og alveg eins og nýr. Verst er þó að hann er beinskiptur og ég sem var búin að ákveða það að ég skildi aldrei aftur fá mér beinskiptan. En svona er mar minntur á það aftur og aftur að aldrei getur aldrei orðið aldrei. Er samt alveg í skýjunum með vagninn. NASCAR Svo nú eru bara íbúðarmálin eftir. Er ekki einhver þarna út sem á góða jarðhæð í vesturbænum og vill selja mér hana. ha. Það er sko ekkert grín. Það er ekkert framboð í þessum bæjarhluta. Ohhhh.
Anyways. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í kvöld, leiðindarvinnuhelgi framundan, arg. svo ekki veitir mér af því að fara að sofa.

Yfir og út krúsarknús................. Dutch

sunnudagur, mars 13, 2005

Er ekki komin tími á blogg

ég held það. Orðin ansi eitthvað léleg í þessu nú orðið. En það er barasta ekkert að gerast eða þannig. Fórum reyndar í dag að skoða íbúð á Hringbrautinni og o.m.g. Þvílílka holan. Og drengurinn sem á þessa holu var sko sölumaður dauðans. Hann var sko farinn að tala um það að ÞEGAR, ekki ef, við tækjum við þá þyrftum við ekki að borga hitt og þetta. En nei takk ekki fyrir okkur. Alls ekki eins og ég var búin að sjá þetta fyrir mér.Er reyndar með aðra í sigtinu á Víðimelnum sem ég ætlaði að fá að skoða um helgina. En náði ekki í fólkið í dag svo ég verð að reyna á morgun.. Svo þegar við vorum búin að skoða fórum við í Krónuna þarna vestur frá að versla og hittum þar fyrir Tóta móðurbróður Didda og vildi hann endilega að við kæmum nú við í kaffi hjá sér og Dúnu sinni. Sem við að sjálfsögðum gerðu. En eftir að við fórum úr Krónunni hitti Tóti Lilju og Dadda systir Didda og vildi líka endilega fá þau í kaffi, og að sjálfsögðu komu þau líka. Þetta varð hið besta kaffisamsæti og bara mjög gaman að hitta þau. Eldaði þennann líka dýrindis Gráðosta kjúlla af síðunni hennar Sillu í kvöld og sló hann í gegn. Bauð svo þeim skötuhjúum Sillu og John í osta og rauðvín, sem þau þáðu og svo var tekin Kani. Mikið gaman það. Ég vann. Jibbýjei.............Tók síðan þá ákvörðun í fyrradag að nú skildi frúin setjast á skólabekk á komandi hausti. Nenni ekki að vera í þessu afgreiðslujobbi að eilífu amen. Svo stefnan er sett á Skrifstofubraut í MK. Og nú bara get ég ekki beðið með að byrja. WritingSvo var drengurinn hennar mömmu sinnar fyrir því óláni i gær að brjóta á sér þumalinn og það á hægri. Fór með hann á Slysó og díses kræst. Það var troðið. Við máttu gössovel og hanga þarna í rúmlega 3 klukkutíma. Ekki alveg minn tebolli. Svo nú er hann með gips spelku og svo var hann svo gáfaður að hann hélt að nú fengi hann sko bara frí í skólanum, því að nú gæti hann ekki skrifað. En ekki er það svo gott. Crutches Rétt náðum svo til Guðnýjar og Sigga í Idolið og sjálfsögðu vann mín kona. En samt, þær voru báðar algjört eyrnakonfekt í gær. Báðar alveg æðislegar. Svo nú er að sjá hvor þeirra verður vinsælli.. Það virðist brenna við að annað sæti nái lengra. Ruben og Klay. Kalli Bjarni og Fimmhundruðkallinn. Jamm gaman að fylgjast með því. Stefnan sett á bíó annað kvöld með Olgu og Lonni. Ætlum að sjá Hide and seek. Mennirni okkar eru svoddan "kellingar" að þeir geta ekki horft á svona myndir. Þeir fá martröð greyin. hehehehehehe....... I Must Be Dreaming En nú held ég að ég láti þessu lokið og drífi mig í bælið.

Yfir og út krúsarknús......... Heart Glasses

sunnudagur, mars 06, 2005

Útsöludagur "dauðanns"

Jamm, gerði það í dag sem ég hef ALDREI gert áður. Fór á auglýsta ústsölu á fyrsta og reyndar eina degi útsölunar í Rúmfatalagernum á Smáratorgi í morgun.. Og þar sem ég var bíllaus hringdi ég bara í hana Sigrúnu vinkonu og spurði hana hvort hana langaði ekki. Og að sjálfsögðu langaði hana. Svo við drifum okkur í morgun og vorum mættar um 10 leytið. Og o.m.g. það var troðið út að dyrum. En engin skilaboð á dyrinni. Karfan orðin hálf full er við drifum okkur nú í biðröð að kassadýrinu og fannst okkur við bara standa okkur vel. En nei, o, nei. Fólk verslaði eins og þetta væri allra síðasti dagurinn sem þessi verslun væri opin. Nema maðurinn fyrir framan okkur. Tek það fram að við stóðum í 30 mínútur í biðröð og maðurinn fyrir framan okkur var að kaupa EINA, ég endurtek EINA drykkjarkönnu. Halló, hvað er í gangi. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Nei takk, ég hefði nú ekki nennt að leggja þessa bið á mig fyrir EINA drykkjarkkönnu á 79 krónu. cocco En ég verslaði mér nýja sæng, sængurverasett á hjónarúmið og að sjálfsögðu Burbury eins og allir hinir í búðinni, 4 drykkjarkönnur ógó sætar, dúk á eldhúsborðið, körfu á borðið inni í sjónvarpsherberginu undir allar þessar fjárans fjarstýringar sem fara endalaust í taugarnar á mér og svo eina körfu undir handavinnuna, svona Rauðhettukörfu. Og fyrir þetta mátti ég greiða heila 7 þúsund krónur og þykir það nú bara skratti vel sloppið. Var sko bara sæl með þessa verslunarferð okkar vinkvenna. Kannski að mar fari að stunda þessar útsölur bara grimt. Hef aldrei þolað þessar endalausu búðarferðir, þykir bara held ég ekkert eins leiðinlegt og að rápa í búðum. Skil til dæmis ekki fólk sem hefur ekkert þarfara að gera um helgar en að labba í Kringlunni eða Smáralindinni. Forðast það eins og heitan eldinn. Firehair 2 Fór til Guðnýjar og Sigga í gærkvöldi að horfa á Idol og stefnan sett á þau líka næsta föstudagskvöld. Hefði gjarna vilja sjá Davíð Smára í úrslitum en hann gjörsamlega tapaði sér í fyrra laginu svo þetta fór eins og það fór. Er samt alveg viss um að Hildur Vala vinni þetta. Er ekki alveg að fíla Heiðu. Hún er svo sem ágæt, en samt. Fórum í afmæli í kvöld hjá framkvæmdarstjóra Strætó og var þetta bara ferlega flott partý. Mikið um ræðuhöld og svo rosa mikið sungið og dansað. Lonni kom að sjálsögðu og málaði mömmsuna sína og bauð Guggu svilkonu líka í meikup. Svo við vorum ógó fínar. Fínt að fá svona förðunarfræðing í fjölskylduna.
Lipstick Eyeshadow 2 Perfume Didda besta skinn kom hér í mýflugumyndi í dag með sínum heittelskaða og var yndislegt að sjá þau. Nú eru þau sko orðin prentsmiðjueigendur. Vona svo sannarlega að þetta gangi allt rosa vel hjá þeim. Finnst þau sko alveg eiga það skilið. En nóg komið af bulli
Yfir og út krúsaknús.......... Dolled UpÚtsöludagur "dauðanns"

miðvikudagur, mars 02, 2005

Cause I´m a woman. lalalalalalala

Held svei mér þá að þetta sé nú alveg að detta inn, eins og mér fannst þetta eitthvað flókið lag þegar við fengum það og renndum yfir í fyrsta skipti. Held nú samt að Sillunni minni þyki það hálfgerð helgispjöll að við skulum vera að syngja þetta lag. Eignaði Léttum þetta lag með húð og hári. hehehe.......Við megum sko líka. Rosalega flott lag. Alvöru blues.. Og það er sko að mínu skapi. Er óttalegur bluesari í mér..... Sem sagt var á kóræfingu í kvöld eins og þið sjáið á þessu, var bíllaus og dobblaði Sillu að ná í mig og svo Olgu til að ná í mig á æfingu því að svo var haldið beint til Önnu í saumaklúbb. Er ný komin heim og ætti að sjálfsögðu að vera farin í rúmið því að nú er komið að mér að vakna í fyrramálið til að keyra drenginn í Fífuna á knattspyrnuæfingu klukkan rúmlega sex. Er sko ekki alveg að fíla þennan tíma. B manneskjan ég. En þetta hefst nú allt. Verður maður ekki að standa með þessum krökkum sínum og hvetja þau til dáða þegar þau gera eitthvað vel og eru svona áhugasöm, eins og minn maður. SoccerAf íbúðarmálum er það að frétta að það er sennilega búið að selja íbúðina sem okkur langaði í. Og verð ég nú að segja að ég sé frekar fúl yfir því. Það er ekki eins og að allt sé fljótandi í íbúðum í vesturbænum á fasteignasölum borgarinnar. Nei það er nú eitthvað annað. Ekkert framboð. Shitt.... Höfum ekki enn komist í að prufukeyra drossínuna fínu sem ég minntist á. Spúsinn búinn að vinna myrkrana á milli. Ætlum að reyna að komast í það á morgun ef ekki kemur eitthvað annað upp á. Svo var ég spurð í commenti hér að neðan hvað tegund af hundi þetta væri sem kostar heila 360 þúsund og upplýsist það hér með að það er Bulldog. Svona lítill með klesst nef. Elska þessa hunda. En langar samt frekar í Boxer, þeir taka öllu fram. En svo eru allir að segja mér að þeir séu frekar erfiðir. Ekki hægt að skilja þá eftir eina heima, éta allt sem kjafti kemur og svona. Veit ekki, það er bara eitthvað við þá sem ég fíla. Dog 21

Yfir og út krúsarknús....................................... Dutch