þriðjudagur, september 16, 2008

Uppsögn

Já, þannig er það. Mér var sagt upp störfum hjá 10-11 í morgun. Ástæða uppsagnarinnar er sú að ég er allt of öflugur starfsmaður, og svona lítil verslun ber ekki kostnaðinn af mér. Sem sagt. Ég er of hátt launuð og of dugleg. Helvíti hart að vera sagt upp af þessum ástæðum. Ég hef unnið á við þrjá upp á hvern dag þarna og þetta er þakklætið. Skipulagsbreytingar stendur á uppsagnarbréfinu. Og þar sem ég er svoddan auli í mér, þá er ég bara búin að sitja hér heima og grenja úr mér augun. Smart kveðjugjöf til mín frá þeim, svona þar sem ég er að fara til Costa del sol eftir korter. Fuck. Ég er algjörlega brjáluð. Aumingja Eggert. Sá hvað honum fannst þetta erfitt. Ég rauk svo bara út og fékk mér smók, hann kom á eftir mér og sagði að þetta væri það erfiðasta sem hann hefði þurft að gera á þeim 7 árum sem hann hefur starfað þarna. En hvað. Hann ræður þessu víst ekki. Svo bauð hann mér bara að fara heim ef ég vildi og var ég fljót að láta mig hverfa. Þoli bara ekki þessar fjandans grenjur í mér. En allavega. Ef einhver veit um vinnu þá er ég á lausu. Ætla að fara og halda áfram að vorkenna sjálfri mér og reyna að vinna úr þessari fjandans höfnunartilfinningu sem er mig að kæfa í augnablikinu.
Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 31.3.2008 | 14:18 (breytt kl. 14:19) | Slóð | Athugasemdir (11

Engin ummæli: