föstudagur, október 29, 2004

"Jákvæða hliðin á lífinu"

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur
lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni af að þú
hefur opnað.

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú
ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Við gætum lært heilmikið af litunum:
sumir eru skærir, sumir fallegir, sumir leiðinlegir, sumir hafa
skrítin nöfn og allir eru þeir mismunandi....en þeir geta allir komist
ágætlega fyrir í sama kassanum.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist
þegar hann endurtekur ferðina.

Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur
hugsað til þín í dag!..

"Og þessi einhver er ég.".....
Ekki sitja ein/n að þessum skilaboðum....., sendu þau til einhvers
sem er þér svo mikilvægur.... "NÚNA"..

Jæja þá er þessi vakt á enda runnin. Síðasta vaktin með Túrstæn. María var að vinna með okkur og lá líka svona ljómandi vel á henni. Hún getur nebbilega átt það til að vera soldið skrítin í skapinu. En þetta var hin fínasta vakt og má eiginlega segja að við höfum hlegið okkur í gegnum hana. Hálfpartin farin að sjá eftir því að hafa sagt já við Stöðvuna. Núna fæ ég hroll að hugsa til þess að vakna klukkan rúmlega sjö í fyrramálið. En svo verð ég voða glöð klukkan tvö. Skráði mig á jólahlaðborðið í kvöld. Það verður á Sögu þetta árið og kostar ekki nema 2500 kall. Svo það er um að gera að drífa sig og fá gott í malla. Mér finnst það alltaf svo gott. Nammi,namm.

Yfir og út, krúsarknús.............fimmtudagur, október 28, 2004

Þá er önnur kvöldvaktin

liðin og ein eftir. Og í staðin fyrir að vinna stubbinn á föstudag frá 12 til 6 verð ég 8 til 2. Ekki leiðinlegt það. Lengir helgarfríið alveg um 4 klukkutíma. Alltaf að græða. Verður kanski soldið erfitt að vakna þar sem ég er til 1 aðfaranótt föstudags en só vott. Ýmislegt á sig leggjandi. Framkvæmd var talnig á stöðinni í kvöld, allt vaðandi í einhverju skrifstofu liði að telja birgðirnar. Náttlega á bullandi yfirvinnukaupi. Svo er grenjað og æmt ef það þarf að borga okkur lýðnum yfirvinnu. Var svo látin undirrita blaðsnepil fyrir móttöku á breyttu vaktarfyrirkomulagi okkar vaktstjóra sem tekur gildi þann 1 desember. Skemmtilegur jólaglaðningur eða hitt þó. Ekkert voða glöð með þessar breytingar. En skilaboðin voru skír. Ef þið viljið þetta ekki þá getið þið bara farið og fundið ykkur eitthvað annað að gera. Já, elskurnar mínar það er ekki gott að vera verkalýður þessa lands. Huh...... Splæsti einni dvd mynd á mig í kvöld. Top secret með Val Kilmer. Ekki ljótur drengur þar eða illa vaxinn. Frekar flottur. Algjör sykurpúði. hehehe.... Sem sagt nú er ég búin að horfa á hana og komin tími á ból enn eina ferðina. Hafiði heyrt þennann áður.
Knús í krús.............

miðvikudagur, október 27, 2004

Vika í tónleika

og einhver órói í kórnum í kvöld. Ekki var það gott. Fann fyrir svona öryggisleysis hjá konum. Úff, maður bara svitnar við tilhugsunina. Fyrri partur æfingarinnar var engan vegin okkur samboðin. Við sungum miklu betur á síðustu æfingu og getum sko mikið betur en við sýndum í kvöld. Kannski fulla tunglið hafi einhver áhrif. En þetta lagaðist samt aðeins þegar leið á æfinguna. Annars hef ég lítið annað gert í dag, búin að horfa á spóluna frá Lonni og bíð nú spennt eftir þeirri næstu. Tvær kvöldvaktir framundan, jibbijey, stubbur á föstudag og svo helgarfrí. Nýju fínu neglurna alveg að standa sína plikt. Mæli með Ellu á Bætt útlit. Búin að vera með þessar í viku og ekki sér á þeim enn. Þannig að mín skoðun er sú að þessi vinkona Lilju er bara ekki nógu klár, eða þá hún er að gera eitthvað vitlaust. Þessar sem ég er með núna er svo flottar og ektalegar að það er ekki hægt að sjá að þær eru gervi. Held ég bara haldi mig við Ellu þar til mínar verða aftur eins og þær eiga að sér að vera. Svo bara verð ég að fara að panta tíma í lit og klippingu hjá Ríkey minni. Fólk er gjörsamlega í sjokki þegar það sér hárrótina á mér. Hún litaði mig svo dökkt síðast að nú er þetta allt of áberandi hvað mitt fagra hár er orðið grátt . Gengur náttla ekki að vera svona á tónleikum vorum. En nú fer ég að lúlla. Góða nótt.

Knús í krús................

þriðjudagur, október 26, 2004

Jæja hér er ég mætt enn og aftur.

.
Adda náttla löngu farin og alger óþarfi að vera að benda fólki á það að það var hún sem óþverraði mig en ekki öfugt. Alltaf sama sagan með þessa vini manns. Síðan er ég búin að horfa á vikuskammt af Nágrönnum, og Survivor kvöldsins. Nú er klukkan orðin þrú að nóttu og ef ég væri með fulle fem þá væri ég náttla löngu farin að sofa, en eins og ykkur er kunnugt um er ég biluð. Búin að fara svo snemma að sofa alla helgina að ég hreinlega varð að vinna þessar vökur mínar aðeins upp., Fór í blóðprufu í morgun í sambandi við erfðarfræði rannsókn á offitu. Var þar látin stíga upp á svona vigt sem mælir fituprósentu líkamans og oh my lord. Það verður ekki haft eftir hér. Ég var í sjokki. Var svo rosa heppin með blóðsugu. Það sést ekki að mér hafi verið sogið blóð. Munur ef allar þessar blóðsugur væru svona flinkar. Maður hefur líka lent á nokkrum sem þjösnast bara áfram og vilja sitt blóð hvað sem tautar, og svo er handleggurinn á manni eins og tunglið á eftir. Oh boy oh boy.... Núh, svo náttlega spilaði frúin í Hamborg BINGÓ með Skjá einum í gærkvöldi, but sorry, no win for me. Er nú samt að spá í að senda þeim mail. Hann Villi (sá sem stjórnar) var svo upptjúnnaður að ég var að fara á límingunum að horfa og hlusta á hann. Bara aldrei orðið vitni að öðru eins. Og svo þegar kemur Bingó þá koma þessi líka rosa flassljós og fólk með flogaveiki getur ekki horft á þetta. Það getur framkallað kast hjá þeim. Þarf að benda þeim á þetta. En samt. Rosa gott framtak hjá Skjá einum, ég er auddað Bingó fíkill eins og þeir gerast verstir. Eins og með öll önnur spil. Gæti hreinlega spilað út í eitt. Það er náttla ekki í lagi með mig. Lilja og Baldur fóru í dag og keyptu sér aðra skjaldböku, eiga eina fyrir sem heitir Heiða og nú er mér hótað að þessi eigi að heita Gunna. Veit ekki hvort eitthvað liggi þarna að baki. Kannski verið að benda manni á að setja í annann gír. Koma sér upp úr fyrsta. Nei, nei, ég er bara að fíflast. En ekki get ég skilið hvað fólk hefur gaman að þessum blessuðu skepnum. hmm. But ekki mitt að fárast yfir því. Kóræfing annað kvöld og mín ekki farin að líta á þennann eina texta sem átti eftir að berja í minn þykka haus. Svo aukaæfing á laugardagin, þá á að taka fyrir eitthvað rosa verk eftir Hyden,(er það ekki skrifað svona) sem á að flytja á jólatónleikunum. Upp á 17 blaðsíður eða svo. Eða var það 26 blaðsíður. Man það ekki. Allavega talaði Magga um að þetta væri ekki eitthvað sem maður lærði utanaf, svo ekki þarf að stressa sig yfir þeim texta. Verst samt að þurfa að hafa möppu. Á alltaf svo erfitt með að halda á henni, en allt er þetta líf víst breytingum háð. En nú er ég hætt og vonandi að sumir hafi fengið sinn skammt af Mogganum. híhí..
Knús í krús................

mánudagur, október 25, 2004

Leti,leti,leti og enn meiri leti

.
Alveg hreint með ólíkindum hvað maður getur verið latur við þessi skrif hér. Ekki beint eins og það taka allann minn tíma í heimi, að eilífu amen. Er bara búin að vera að vinna alla helgina og óhægt að segja það að mar hafi sko unnið fyrir sínum launm þessa helgina. Var að vinna með Túrstæni og við v0rum í bara ótrúlega góðum gír. Nánast búið að gera jólahreingernigu á stöðinni. Áttum bara eftir að þvo gluggana að innann. Shitt. Ekki veit ég til hvers mar er að þessu. Ekki fær mar auka borgað. Væri nær að draga þessa orku upp hér heima. Hér er sko allt vaðandi í dralsi og skít. Oh my lord. En nú var Adda að koma svo það er best að hætta í bili. Kannski ég setjin inn meira fyrir svefn í kvöld. Aldrei að vita. Nú ætla ég að fara og óþverra hana aðeins. hehehehehehe.
Knús í krús.........

miðvikudagur, október 20, 2004

Nýjar myndir

Var að setja inn nýtt albúm í myndunum minum. Vinnupartýið......jeyyyyyyyyy

Jæja er ekki kominn tími til að blogga

Meiri letin í manni. Nenni engu orðið. Samt er fullt af skemmtilegu að gerast í kringum mig þessa dagana. Svo ekki leiðist mér. Fór í æfingabúðir síðustu helgi og verð nú bara að segja það að það var frekar skemmtilegt. Stífar æfingar á laugardeginum og dýrindis matur um kvöldið. Var með Huldu í herbergi og það var nú bara ekkert öðruvísi en það að við vorum hreinlega í svítu. Þvílíka stóra herbergið. Auka rúm í skáp svona til öryggis ef einhver hefði nú óvart sofnað á göngunum. hehe.. Sungum svo í messu á sunnudeginum, hmmmm, hefði nú alveg mátt sleppa því. En hvað um það. Mar lifði þetta sosem af. Fengum súpu og brauð að launum. Halelúlja, la o la. Kóræfing í kvöld og var hún asskoti góð. Komst að því að það er bara einn texti eftir sem þarf að berja í hausinn á mér og þá er ég klár. Klára það bara í þessari viku.. Er svo að fara í naglalögunartíma á morgun. þessar neglur sem vinkona Lilju setti á mig eru algjört drasl eða þá að hún er ekki nógu klár í þessu. Ég er sko engin skvísa lengur. Með þær ógeðslegustu neglur er ég hefi haft um ævina. Ojjjjjjj.........Fer á stofuna sem Lonni hefur farið á og aldrei lent í neinu veseni þar. Eins gott að það gangi betur. Annars er ég bara hætt þessu og verð með mínar stuttu og ljótu. Verst að þá verður svo áberandi hvað ég er með stutta putta. Svona mongolíta putta. Nó afens. En downs syndroms krakkar eru með ótrúlega stutta putta og mínir eru eiginlega alveg eins.... ullabjakk. Enda þegar við trúlofuðum okkur hér um árið var sko í tísku að vera með BREIÐA hringa og mín vildi sko breiða. Fengum okkur 9 mm. og ég gat varla beygt puttann. En hvað um það. Allt fyrir lúkkið..Og það besta við þetta allt er að bóndinn er líka með svona stutta putta. hehehe..... En nú er mál að linni . Góða nótt og fallegir draumar til ykkar.
Knús í krús......broskall...............

föstudagur, október 15, 2004

All of me,

why not take all of me.
Cant you see, I´m no good without you
Take my arms I´ll never use them,
take my libs I wanna loose them.

Your goodby,
left me whit eyes that cry´d
how can I go on live without you.
You took that part, that ones was my heart
So why not take all of me

Datt svona í hug að setja hér inn textann sem fyrirsögn þessa bloggteturs er tekin frá. Þetta lag er í algjöru uppáhaldi hjá mér og setur mig alltaf í samband við pabba og Hössa frænda, bróður pabba. Þeir voru sko bara flottastir þegar þeir sungu þetta og spiluðu undir á sinn hvorn gítarinn. En nú er hann farinn þessi elska, en það er ég viss um að hann er hjá okkur og fylgist með. Svo ég tali nú ekki um ættarmótin. Þar var hann alltaf manna kátastur og það er ég viss um að hann tekur undir með okkur þegar við syngjum þetta lag. Og aldrei hittumst við öðruvísi á þessum mótum án þess að syngja það svona einu sinni ef ekki tvisvar.

Ekki veit ég svo sem afhverju ég fór að skrifa þetta hér núna. En um leið og ég tengdi mig bara kom þetta. Skrítið. En Hössi var og verður alltaf uppáhalds frændinn minn, og því fær enginn breytt. Ljúfari og yndislegri persónu er vart hægt að hugsa sér. Og alltaf var hann mér og minni litlu fjölskyldu góður. Blessuð sé minning hans. Sakna hans enn þó bráðum séu árin orðin sex frá því að hann fór.

En nú er ég komin í helgarfrí og æfingabúðir á Selfossi um helgina og þá verður mikið sungið, bæði eftir nótum og svo bara eftir þörfum líka. Hlakka mikið til þess. Fór á kynningu til Haddýjar í kvöld. Þar var verið að kynna Skrappbooks. Veit sosem ekki hvort þetta er rétt skrifað eður ei. En omg. Dísös hvað þetta er flott. Og þar keypti ég mér efni í jólagjöf litla prinsinns hennar ömmu sinnar. Og Lonni bannað að segja Lilju frá. Heppin ég að hún getur ekki verið í tölvum þessi elska. Annars hefið ég ekki getað sagt ykkur frá þessu. Þetta eru svona albúm með allavegana bakgrunnum og svo klippir maður myndirnar til og setur allavegana dúllerrí. Ótrúlega krúttlegt. Hlakka til að byrja á þessu. En samt. Verð fyrst að klára kjólinn. Var að próna í saumó á þriðjudaginn og gerði vitleysu svo nú þarf ég að rekja upp rúmlega heila umferð og það er sko ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Kannski ég fari bara til Olgu og láti hana gera það. Hún er svo asskoti snögg að þessu. hehehe......
En nóg í bili. Komin tími á ból enn eina ferðina.

Knús í krús.............broskallllllllllllllll...!!!!!!!!!!!!!!!!1

sunnudagur, október 10, 2004

Enn og aftur var fengið sér aðeins í tánna.

Alli og Anna buðu okkur í heimsókn í kvöld og smá bjór smakk. Tókum bara erfðaprinsinn með okkur. Ætluðum ekki að vera svo lengi. En eins og alltaf vill aðeins teygjast á tímanum. Komum heim rúmlega fjögur. Og mín að fara í magadans á morgun. (í dag). Held ég ætti að fara að koma mér í rúmið. Eldaði þennann dýrindis svínabóg í kvöld og Liljan mín kom í kaffi í dag og rak augun í þennann bóg í ísskápnum og bauð sér með það sama í mat. Stuttu seinna hringdi Lonni í hana og fékk þær fréttir að hún (Lilja) skyldi hér snæða og vildi þá hin líka fá mat. Og svo varð. Þannig að hér borðuð báðar dætur mínar og Baldur Lonniar. Mín voða rausnarleg og bauð rauðvín með matnum. Ég er náttúrulega svo rík af rauðvíni eftir síðasta drátt. En fattaði það um leið og ég var búin að opna flöskutetrið að engin rauðvínsglös eru til hér á heimili voru. Hér brotnaði allt sem brotnað gat þegar skápur vor hrundi í gólfið fyrir síðustu jól, er hjónin stóðu hér í stórræðum og máluðu allt hátt og lágt. Svo við drukkum rauðvín úr litlum vatnsglösum. *roðn**roðn* Eins gott að fara að fjárfesta í eins og fjórum rauðvínsglösum......... Verst hvað mar velur alltaf dýr glös að safna. Nú er ég að safna Stráinu frá Tékk kristal. Þau eru sko bara sæt og fín. En nú býð ég góðrar nætur og fer að sofa í minn litla og sæta haus.

Knús í krús...............broskall.........

laugardagur, október 09, 2004

Enn og aftur er klukkan orðin allof margt

og aldrei drattast ég í bælið á skikkanlegum tíma. Enda nóttin besti tími sólarhringsins. Svo sem ekkert merkilegt á minn dag drifið í dag. Var að vinna til sex og svo var bóndinn svo elskulegur og bauð okkur Erni út að borða. Jámm. Á bærjarins bestu. Nammi namm. Alltaf jafn góðar. Nentum engan vegin að elda þegar við komum heim. Lonni og Boldur fóru líka út að borða í kvöld. Á Italiu. Ussu svei má mar þá bara biðja um bæjarins bestu. hehehe...... Ein öfundsjúk. Adda kom í kvöld og að sjálfsögðu óþverruðumst við aðeins. Tókum þrjá. 2-1 fóru leikar og ekki verður farið nánar út í það.....Yndisleg fríhelgi framundan og magadans á sunnudaginn. húlla, húlla....... Hlakka gekt til. Eins og unglingarnir segja. Nenni ekki meir að sinni.
God nat alla hoppar.
knús í krús.........................broskall

föstudagur, október 08, 2004

Hversu marga þarf í þínu stjörnumerki til að skifta um eina ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra Meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


Þetta er sko gargandi snild. Get nú ekki annað sagt. Sé móður mína alveg gjörsamlega og föður minn líka. Þeirra merki eru sko bara um þau. hehehehehehe........Hef annars lítið að segja, var að vinna í kvöld og á stubb á morgun og svo komin í tveggja daga frí. Jibbíkóla.......broskall.
Annars datt ég inn á síðu í gær bonsaikitten.com og þvílíkur vibbi og mannvonska. Hvað er að verða með þennann heim sem við lifum í,. Rækta ketti í krukku. Shitt mar. Ég var gjörsamlega yfir mig hneyksluð. Harpa ekki kíkja. Nei ekki kíkja. Allavega haltu kisunum þínum frá tölvunni á meðan. Þetta er ógjó........ Annars ekki fleira í fréttum að sinni.
Knús í krús..............

fimmtudagur, október 07, 2004

Ekkert svo sem markvert

að frétta af þessum bænum. Hélt náttlega hér þetta fína partý síðasta laugardag og var að sjálfsögðu mikið sungið og svoldið drukkið. Bara pent, enginn ofurölvi. Allt eins og það á að vera. Nema ég fór ekki að sofa fyrr en hálf sjö og var frekar slæpt þegar ég svo mætti í Kramhúsið með mínum elskulega kór. Og það var sko hrikalega skemmtilegt. Orvil var þarna með okkur og kenndi okkur einhvern svona afrískan dans. Og O.M.G. sviti dauðans. Það lak sko í stríðum straumum. Ekki þurr blettur á mér eftir þennan tveggja klukkuktíma tíma. Og svo förum við aftur næsta sunnudag og þá verður okkur kenndur MAGADANS. Yes. Eruð þið ekki að sjá mig fyrir ykkur. Húlla, húlla. Hlakka mikið til. Svo er mar bara búin að vera að vinna og svona. Kóræfing í gærkveldi og svo kom Sillan mín til mín eftir æfingu hjá Léttunum og við skönnuðum netið í leit að Digital voice rekorder. Og fundum tvö sem hennta okkur alveg sérdeilis vel. Það verður sko munur að halda á þessu á æfingum heldur en þessum segulbandstækjum. Þau eru sko ekki stærri en hálfur sígó pakki. Og talandi um það. Er ekki komin tími til að hætta þessu bulli. Pakkinn kominn í 525 krónur í minni sjoppu. Shitt mar. Við erum að tala um fyrir par um það bil 370 þús á ári. Vantar ekki mikið upp á hálfu milluna. *sviti**sviti* Well well tölum um eitthvað skemmtilegra. Lonni og Boldur loksins búin að fá greiðslumatið. Svo nú geta þau farið á fullt að finna íbúð. Alles is good hjá litlu family í efri byggðum. Eitthvað er hann nú samt búinn að vera slappur litla skinnið. Heldur engu niðri. Upp og niður sindrom í gangi þar. Fóru með hann á barnavaktina í kvöld og var sagt að kaupa einhverja saltupplausn í apóteki og gefa honum og ef hann ekki hefði haldið því niðri áttu þau að koma með hann upp á Borgó og fá í æð. En sem betur fer drakk hann smá og hélt því innanbúks. Og svo er hann loksins búinn að brosa fyrir ömmuna sína. Og það var svo sætt. Fékk sko alveg strumpabólur í hjartað. Well darlings komin tími á ból.

Knús í krús ....... broskall.
Es. I miss my broskalls.,,,,,,,,,,,,, ;~((

sunnudagur, október 03, 2004

Komin með hiksta og á leiðinni í rúmið

Bara láta vita að partýið gekk glimrandi vel. stopp. allir í stuði. stopp. unga fólkið fór að sjálfsögðu. stopp. í bæinn ásamt Stebbu. stopp sem flokkast ekki undir unga fólkið. stopp. Lonni hringdi stopp og kom svo ásamt stopp Baldri og Tryggva stopp. Eru ný farin. stopp. Segi meira frá seinna. stopp.

Góða nótt eða það sem eftir er af henni. stopp