Bara kraftur í minni. Blogga tvö kvöld í röð. Dugleg stelpa.. Saumklúbbskellurnar farnar til síns heima og áttum við gott kvöld. Olga, Kolla, Anna og Sigga Rut voða duglega með handavinnu. Við Hrönn fylgdustum bara með. Nenntum ekkert að gera nema kjafta frá okkur allt vit Sússý komst ekki hún var að vinna greyið. Kjúlli a la Lonni tókst bara vel og borðuðu allar yfir sig held ég bara. Nóg eftir samt. Örn ætti ekki að svelta. Hann hafði miklar áhyggjur af því að ekki væri til nóg handa honum líka. Það er sko heilt fat eftir og rúmlega það. Olga kom með Freyju Lísu með sér. Hún er sko hundur, og er hálfsystir Yoko. Eiga sama pabba. Og það stórmerkilega gerðist að Freyja Lísa át allan matinn hennar Yoko sem í dallinum var, og mín lagðist bara niður við lappirnar á mér og horfði á hana gúffa í sig matnum. Öðruvísi mér áður brá. Síðast þegar Freyja Lísa kom í heimsókn og gerði lítið annað en að gjóa augunum að matnum, þá mátti litlu muna að Yoko æti Freyju Lísu. Urraði og ætlaði bara í hana. Þannig að niðurstaða pössunarinnar á Opal hlýtur að vera jákvæð. Svo er hún líka á lóðaríi og mér er sagt að tíkurnar róist oft eftir fyrsta lóðarí. Þannig að þetta lítur bara allt vel út hjá okkur. Jibbý... Nú eru bara þrír dagar í Costa del Sol. Komin smá spenna í konuna. Lilja enn spenntari. Búin að pakka og ég veit bara ekki hvað. hehehee..... Fórum í ræktina í dag og ætlum aftur á morgun. Nú er bara að taka á þessu fjandans dæmi. Éta banana í öll mál. Spurning hvort maður verði ekki farin að príla í trjám áður en maður veit af. Hef þetta ekki lengra að sinni.
Söngfuglinn kveður með, já bara kveður.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli