Jebb sit hér í matartímanum mínum og blogga.... Gaman að því..... Eftir fyrsta vinnudaginn var hausinn á mér fullur af froðu og ég bara vissi varla hvað ég hét þegar ég kom heim. Fullt að læra og svona. Og svo eru það ótrúlega mikil viðbrigði að sitja fyrir framan tölvu í átta tíma á dag. Sææælllll.... Eigum við að ræða það eitthvað. Nei jók. Þetta er voða fínt og froðan fer minnkandi með hverjum deginum og ég er búin að fatta hvað ég heiti. Saumaklúbburinn ætlaði í sumarbústaðaferð næstu helgi, sýnist á öllu að því verði frestað. Sússý er að fara í afmæli sem ekki má sleppa. Kolla er að fara í tvö afmæli sem ekki má sleppa og svo þarf hún að vinna líka. KR er með fjáröflun um helgina. Selja merki eða eitthvað og það er víst æskilegt að foreldri sé með í för. Og minn heittelskaði að vinna en ekki hvað. Verðum bara að fara seinna í sveitina... En núna ætla ég að fara að vinna.
ciao.......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli