Þá eru tónleikarnir búnir og omg. Ég get svo svarið það að ég held ég hafi fyllst heilögum anda. Stabat Mater gekk fínt, mun betur en í haust. Það var fyrrihluti tónleikanna. Enda tekur það verk rúman hálftíma í flutningi. Og seinniparturinn var algjörlega dásamlegur. Ég var með feitar strumpabólur allan tíman. Ég fer sko ekkert ofan að því að Vox Feminae er besti kvennakór ever. Og miðinn sem ég var að vandræðast með, jú nó þessi eini. Hringdi í pabba og bauð honum miðann. Ekki það að pa hafi mikinn áhuga á svona tónlist. Hann er svoddan djassari þessi elska. Anyways. Hann kom með því loforði frá mér að ef honum dauðleiddist þá mætti hann lauma sér út. En hann sat sem fastast allan tíman og hafði ótrúlega gaman að. Hann fann líka fyrir þessu Guðlega í seinnihlutanum.Enda held ég að við höfum sungið þetta allt ótrúlega vel. Ég er allavega miklu meira en sátt. Opal er komin og hún er svooooo falleg. Það er alveg klárt mál að ég mun fá mér tík undan henni. Ekki spurning. Yoko frekar stressuð og ræðst á hana. Opal er þannig að hún lúffar. En eftir nokkur skipti hér í kvöld þar sem Yoko réðst á hana þá tók Opal til sinna ráða og svaraði fyrir sig. Og mín, sko Yoko, bara grenjaði. Gott á hana. Kannski að þetta verði bara til góðs. Komin nettur spenningur í soninn. Fara utan næstu nótt. Einhver vinnudagur á morgun í skólanum hjá honum og hann gat platað pabbann sinn til að gefa sér frí. Svo núna nuddar hann því endalaust um nasir að hann megi sofa út á morgun. Arrrrggg. Mig langar að sofa út líka. En það er víst ekki í boði. Stuttur vinnudagur hjá mér. Skúringar í hádeginu. Og svo er það ræktin. Hef ekkert farið í þessari viku og það er sko ekki að gera sig. Sillan mín og Rannveig mín ætla að eyða laugardeginum með mér. Við ætlum að gera soldið sniðugt. Segi frá því seinna. Svo ætlum við að borða hér saman um kvöldið og hafa það bara næs. Jólin hjá okkur sko. Spurning hvað ég gef þeim að éta. Á það að vera eitthvað flókið og gott, eða bara eitthvað einfalt og gott. Kemur í ljós.. Eitt er alveg víst og það er að það verður opnuð ein eða fleiri rauðar. Kannski mar fái sér öllara líka. Aldrei að vita. En nú eru hundarnir komnir í búr og farnir að lúlla og ég ætla að fara að þeirra dæmi og skríða í ból.
Söngfuglinn kveður enn með strumpabólur dauðans.......
Bloggar | 13.3.2008 | 00:03 | Slóð | Athugasemdir (1)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli