miðvikudagur, desember 31, 2003

Ahhhh. Þá er mar aftur komin í tveggja daga frí. Mín er svo rosa óheppin að græða ekkert aukafrí þessi áramótin. Samkvæmt minni vinnuskýrslu á ég frí mið og fimmtudag og vinna svo helgina. Og það passar lokað mið og fimmt. En það geta víst ekki allir grætt. Hefði nú samt alveg þegið einn aukadag eða svo. Er reyndar nýskriðin heim úr vinnu núna. Átti að vera til eitt, en það var brjálað að gera og einn nýr starfsmaður og það var ekki vinnandi vegur að skilja Ásgeir einann eftir með honum. Mesta furða að dregurinn skuli standa í lappirnar. Held hreinlega að það renni ekki í honum blóðið. Get ekki ímyndað mér að sá verði langlífur þarna. Þvílíkur sleði. Með hendur í vösum og kann varla að leggja saman 2 + 2. Og ég er ekki bara leiðinleg núna. Hann er bara svona. Oh my good. Aumingja Ásgeir. Enda var hann voða þakklátur mér að nenna að vera lengur. En hvað er þetta eiginlega með íslendinga. Tveir dagar frammundan lokað og alllt ætlar vitlaust að verða.
Allir að koma og fá pylsu með kartöflusalati og beikoni. Ég hreinlega man varla eftir annarri eins pylsusölu og í dag, kvöld og nótt. Jahérnahér.

Keypti mér leik af Absolutist sem heitir Bubble shooter og þvílík mistök. Nú sit ég gjörsamlega pikkföst við tölvudýrið og má varla vera að því að fara að sofa eða í vinnu. Hann er algjört æði. Kúluleikur. Nú er ég eins og litlu börnin. Jibbí. Nema hvað að ég komst að því að ég verð að fá nýja tölvu. Þessi gamla skrugga er allt og hæg og sein. Kúlurnar eru soldið mikið lengi að detta og springa. Úff. Bíð spennt eftir útsölum í janúar, gaman að sjá hvort eitthvað bitastætt verður á tilboði.

Nenni ekki meir í nótt, held ég fari að hvíla mig fyrir gamlárskvölið góða.
Ég óska ykkur vinum mínum og öðrum lesurum farsældar á nýju ári og að allir ykkar draumar megi rætast.
knus og kyss.

þriðjudagur, desember 30, 2003

Hæ allir mínir vinir og vandamenn. Þá er þetta yndislega frí búið og mín var á kvöldvakt í kvöld. Frekar lítið að gera, fólk hefur loksins skilið hvað það þýðir þegar fólk er beðið um að vera heima vegna ófærðar. Samt komu þó nokkrir. Allavega seldust upp allar dráttartaugar, bílkústar, skóflur og dekkjahreinsirinn kláraðist líka. Svona er þetta þegar fólk er ekki að átta sig á því að það er VETUR.

Eitthvað er hún Silla mín að þykjast vera þreytt á blogginu. En það gengur náttúrulega ekki. Sendum henni Andann, svo hún kominst í stuð aftur.

Annars verð ég nú bara að segja það, að þegar það kemur svona snjóbomba, einn, tveir og þrír, að þá fær maður svona dejavo fíling. Muniði hvernig þetta var hér í denn. Alltaf bilaður snjór og læti. Allir krakkarnir úti í snjókasti, byggjandi snjóhús og karla. Og ég man einn veturinn að þá höfðum við svona snjóköfunarkeppni. Snjórinn náði manni upp fyrir hné svo við fórum út í garð og kepptum um það hver gæti skriðið og kafað lengstu leiðina eða flesta hringina. Jísös hvað þetta var gaman. Nú sér maður þetta ekki lengu. Alveg hending ef maður sér krakkana hér í hverfinu út með sleða eða að byggja hús og fólk. Já, það er af sem áður var. Þessi mikla tölvuöld er allt lifandi að drepa. Bara vera inni og spila í PS og slíku. En allavega fékk ég þessa tilfinningu í dag. Veðrið svo gott og allur þessi snjór. Langaði í kuldagalla og fara að hoppa ofan af bílskúrum og búa til engla.

En nú fer að styttast í að þetta gamla ár okkar kveðji og nýtt tekur við. Hlakka bara til að sjá hvað árið ber til mín.
Jæja nú er best að fara að lúlla sér, vinna aftur annaðkvöld.
knus og kys.

föstudagur, desember 26, 2003

Jæja, jæja, jæja. Þá er mar mættur aftur. Loksins komin með kraft í puttana til að skrifa nokkrar línur hér. Aldeilis sem maður er búin að borða og innibyrgja. úff. Samt ekki eins slæmt og hér um árið. Aðfangadagur leið ljúfur og fagur. Áttum notalega kvöldstund með foreldrum og börnum. Mikið af fallegum og góðum gjöfum líka, eins og lög gera ráð fyrir.
Fórum til Guðnýjar og Sigga í gær eins og alltaf á jóladag. Áttu góða stund með þeim. Fengum hrikalega gott bakkelsi þar.
Enn ein misþyrmingin. Svo vour dætur og tengdasynir hér í hádegismat hjá oss í dag. Hangkjet og uppstúf. Namminamm.
Önnur misþyrming. Skilst að einhverjir séu í þessum aðstæðum núna.
Þið eigið alla mína samúð. æjæj.
En nú er bara legið yfir imbanum og algjör slökun í gangi.
Örn Aron fékk að vita að systir ætti von á sér, og brosið hefur varla farið af honum síðan. Mikil gleði.
Held ég láti þetta duga að sinni
knus og kyss

miðvikudagur, desember 24, 2003

Jæja þá er þessi erfiði biðtími á enda hjá ungu kynslóðinni. Klukkan orðin korter í jól. Hér er allt búið, versla allt sem til þarf í góðann jólamat, jólagjafirnar komnar í sparirötin og merktar þeim sem við á. Bara eftir að skipta á rúmum og moppa yfir gólfið. Stubburinn minn ætlaði aldrei að sofna. Spenningurinn alveg að fara með hann. Hafði það af að redda mér fríi í vinnunni á morgun. Svo hér verður bara kertaljósastemming. Ætla nú ekki að hafa þetta langt í kvöld.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla, og passiði upp á mallakútinn. Það er svo vont að verða alltof saddur. Þekki það af reynslu einna jóla. æjæjæjæ.
knus og kyss.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Hér var ég búin að skrifa næstum því ævisögu mína og ekkert kom. Segi frá því aftur seinna.

föstudagur, desember 19, 2003

Jæja, eitthvað svaf ég nú betur síðustu nótt en þá fyrri. Sofnaði um hálf tvö en vaknaði svo um hálf fimm. Náði svo að sofna aftur um tíu og svaf til tvö. Afrekaði að þvo 2 vélar í dag og ganga frá þeim þvotti. Hjúkk hva mar er duglegur. Á bloggsíðum þeim er ég les tala konum um að baka og baka. Skil bara ekkert í þeim að fara ekki bara út í búð og fá þessar fínu smá kökur frá bakaranum. Annars er ekkert að marka mig. Ég er algjör sælkeri og finnst smákökur rosa góðar og borða mest af þeim á mínu heimili, svo það er best að baka ekkert. það sest þá ekki á mínar mjúku mjaðmir. Gurrý, my next door neighbour, kom hér í kvöld, ætlar að lána mér hægindastól í tiví rúmið, svo ég geti hennt þessum sófadruslum sem þar eru fyrir. Og svo vill hún endilega lána mér líka 2ja sæta sófann sinn líka svo hún geti rýmt til í sinni stofu. Dásamleg þessi elska. Mikið verður fínt hjá mér. Þetta endaði náttúrulega með meiri háttar spjalli og svo lét ég eftir henni og lagði Tarot spilin fyrir hana. Hún fór bara sátt frá mér. Enda ekki ég sem segi til um það sem á eftir að gerast heldur spilin. Ótrúlegt hvað þau eru nösk. Annars er ég öll að hressast af þessari ódæðis flensu. Verð heim á morgun og fer að vinna eftir helgi.
Borgar sig ekki að fara of snemma út, því þá slær manni bara niður aftur. Og ekki vil ég liggja í flensu um jólin. Ó nei.
Diddi fór og keypti jólagjafir fyrir stelpurnar í dag og þá er bara guttinn eftir.
Annars hef ég nokkuð stórar fréttir að færa og þær eru þær að ég er að verða AMMA Jáhá, Liljan mín er að verða MAMMA Ótrúlegt en satt. Verð að segja það að ég hlakka bara til. Fá eitt lítið kríli til að dedúa við.
En nú held ég að ég fari í bólið. Bauð Sillu í kaffi í dag, vona að hún hafi tíma til að koma. Lofaði henni voða góðu jólakaffi.
Þar til næst.
Knus og kyss.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Þá er jóladiskurinn kominn á heimilið. Ótrúlegt hvað þetta hljómar öðruvísi svona heima í stofu, heldur en þegar maður stendur sjálfur uppi á sviði. Þessir tónleikar voru miklu hátíðlegri en ég gerði mér grein fyrir. Ekkert varð úr jólakortaskrifum í kvöld eins og áætlað var. Lonni stoppaði að sjálfsögðu í mat og svo kom Lilja líka og hún þurfti líka að borða, og svo var hún hér til klukkan að verða 11 og þá kom Baldur að ná í hana. En fjölskyldumyndirnar voru settar á vegg í kvöld. Loksins.
Þannig að nú er stofan orðin eins og hún á að sér. Annars er þetta máttleysi sem fylgir þessari pest mig alveg lifandi að drepa. Hef ekkert úthald og er þvílíkt þreytt að það hálfa væri hellingur. Síðasta nótt var hreint út sagt ömurleg. Svaf ekkert fyrir stíflu i nefi. Held ég hafi aldrei orðin svona stífluð á minni löngu ævi.
En góðir hlutir gerast hægt eins og kellingin sagði. Stíflan er að bresta, vona bara að hún eflist ekki aftur þegar ég er komin í bólið. Og svo er bara að bíða eftir að máttleysið láti undan síga líka. Ansi hrædd um að ég verði heima úr vinnu á morgun líka. Og með móral. Skil ekkert í mér, ég er sem betur fer ekki oft veik, telst nú frekar heilsuhraust, en ég fæ alltaf samviskubit ef ég er heima. Kannski maður ætti að hugsa eins og sumir, taka út sína tvo daga í mánuði, ha.
Nei held ekki. Bara sona smá hugleiðingar. Þekki nú samt fólk sem hugsar svona og það liggur við að það sé hægt að halda dagatal eftir því. Viss pass, veikt tvo dag í mánuði. Jísös hvað sumt fólk er bilað. Það er ekki að hugsa um hvað gerist ef það yrði nú alvarlega veikt og þyrtfi að vera frá vinnu í nokkrar vikur eða svo. En nóg um það.
Annars verð ég nú að segja eins og Silla skil ekkert í því að engin kommennti á það sem ég pikka hér inn. Og svo verð ég líka að segja það að Lonni Björg mætti vera duglegri að blogga. Hún hefur ekki skrifað í marga daga.
Annars er þetta að verða gott, komin tími á bólið. Vicks innhalator í nebbann og krossleggja fingur, og vona að stíflan haldi ekki fyrir mér vöku aðra nótt.
Knus og kyss.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Já það er alltaf gott að vita að það eru fleiri í eymdinni en maður sjálfur. Silla er komin með pestina líka. Samt minnir mig að hún sé nýbúin. Greyið stelpan. Eins og það sé ekki nóg að fá þennan fj.... í eitt skipti. Silla mín þú átt alla mína samúð. Þessi flensa mín hefur
fært sig upp um eitt stig. Og nú er svo komið að ég hreinlega get ekki andað með mebbanum, það er eins og ég sé með
korktappa í báðum nösum, svo er húðin orðin aum. Úff úff. Var að horfa á Survivor og verð að segja það að ég er bara ánægð með sigurvegar þessarar keppni. Hefði nú aldeilis orðið brjál ef Jon hefði unnið. Þá held ég að ég hefði bara hreinlega hætt að horfa á þessa þætti. En trú mín á mannfólkið var endurvakið með þessum sigri Söndru. íhaaaa.
Var að reyna að setja inn link í þessu bloggi mínu á Sillu, veit ekki hvort það hefur tekist. Kemur bara í ljós.
Svo er það jólakorta skrifin á morgun. Er nú búin að draga þetta aðeins saman var með lista upp á 60-70 kort. Er komin
með þetta niður í svona 40 kort. Veit ekki til hvers maður er að senda ár eftir ár kort til fólks sem maður hefur ekki séð í
10 ár eða meira. Svo er að sækja diskinn sem tekinn var upp á tónleikunum, búin að biðja Lonni að fara fyrir mig þar sem mín er lasin heima úr vinnu. Og að sjálfsögðu
ætlar hún að gera það fyrir mömmuna sína. Svoleiðis að annað kvöld verður diskurinn settur undir geislann, kveikt á kerti við eldhúsborðið og hellt upp á jólakaffi og skrifuð jólakort. Það er ótrúleg stemming sem fylgir því. Kláraði að pakka inn
gjöfunum sem eiga að fara norður og fór með þær til pabba og mömmu. Fékk pláss í kassanum hjá þeim. Þá er eftir að kaupa fyrir krakkana mína og tengdasynina. Og svo eitthvað í viðbót fyrir pa & ma. Hitti Guðnýju á msn-inu í dag og
sagðist mundi hringja í hana í kvöld, en þetta litla heilabú mitt mundi það ekki fyrr en ég settist hér við blogg, og nú
er það orðið of seint. Ég bara man ekki neitt orðið stundinni lengur. uss su suss. Held að þetta sé komið í bili.
Sí ja.
Knus og kyss

þriðjudagur, desember 16, 2003

Og ég sem hélt að ég væri sloppin við allar pestir. En hér sit ég, búin að snýta mér í heila eldhúsrúllu og augun gráta eins og þau séu á launum við það. Þvílík og slíkt. Og það á þessum tíma, má bara ekkert vera að því að vera veik. En maður verður bara að taka á honum stóra sínum.
Gleymdi nú alveg að segja frá kraftaverkinu sem átti sér stað hér í gær. Haldiði ekki að Stubbalingurinn minn hafi tekið til í herberginu sínu og það svo vel að það er næstum eins og ég hafi gert það. Enda var óhreinatauskarfan alveg á ælunni eftir þá tiltekt. Er nebbilega að reyna að venja hann af því að henda óhreinum fötum í gólfið. Þannig að í gær þegar við vorum að fara á jólaballið komst litli maðurinn að því að hann átti ekki hreina sokka. æjæj. Vona bara að hann gleymi ekki sokkaleysinu strax aftur.
Vorum í mat hjá Lilju mágkonu í kvöld. Viðar Þór hefði orðið 25 ára ef hann hefði lifað. Svo þau buðu systkynum sínum í mat.
Ósköp notaleg stund hjá þeim. Komst reyndar að því að hálf ættin er kvefuð og með beinverki. Þvílíkt ástand.
Svo var brunað upp í Æsufell til Lilju og Baldurs í afmæliskaffi. Þannig að nú er maður loksinns búin að hitta tengdaforeldrana. Bara ágætisfólk að mér sýndist.
Diddi fór með dagatölin í gormun í dag til Bigga svo nú er bara að pakka inn og setja í póst á morgun. Þetta er nú allt að
smella. Jæja en ég er nú eitthvað andlaus og held að besta ráðið væri að skríða upp í rúm og athuga hvort þetta kvef og
þessir beinverkir sofist ekki úr mér í nótt.
Leiter you all.
Knus og kyss.

mánudagur, desember 15, 2003

Uss suss suss. Nú er mín aldeilis búin að vera löt við bloggið. Annars er ég nú hálf dösuð eftir þennann dag. Byrjaði á því að fara á jólaball í vinnunni með stubbnum og við buðum Antoni besta vini með. Held bara að þeir hafi skemmt sér ágætilega. Aðalumræðuefni dagsinns var jólasveinninn og tilurð hanns. Örn er kominn á þá skoðun að jóli sé ekki til, og segir að "ég" þurfi að sætta mig við við þá staðreynd. hmmm. Jæja svo ætlaði ég með Jónu svilkonu á Karlakórstónleikana.
Og hvað haldiði. Hringir hún ekki í mig í dag og býður mér út að borða á undan. Og við fórum á Humarshúsið. Oh,my god.
Þvílíkur matur. Humarinn var engu líkur. Ég fæ vatn í munninn að hugsa um það. Og í gær vorum við í mat hjá Öddu. Hún bauð upp á bayonskinku, lambalæri og grillaða kjúkklingavængi.

Tónleikarnir voru bara mjög góðir og litlu strákarnir í drengjakór Neskirkju voru æði. Þessar björtu og flottu raddir.
Algjört eyrnakonfekt.
Svo á Lilja mín Bryndís afmæli í dag, orðin 21 árs. Aldeilis sem þessi börn manns fullorðnast, og Lonni mín að verða 26 í janúar. æjæjæjæææ. En til hamingju Lilja mín.

Fékk asskoti góða uppskrift af jólaköku, læt hana fljóta með hér.
Verði ykkur að góðu.

Jólakaka


1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af GrandSmakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær fætur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.

(Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar?).

Held ég bjóði góðri vinkonu með í þennann bakstur.

Læt þetta duga í bili.
knús og kossar.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Þessi jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
sjónarhóli barna.


Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá
Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll
hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var
ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum Gabríel,
en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólaveinar
leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar
jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af þar
sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau.

Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin
ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau
voru nefnilega alveg færð í kaf. Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans
honum Biblíu, og þegar hann var tólf ára kunni hann hana utan að, og það
varvel af sér vikið, því í þá daga var Biblían svo stór að það varð að vefja
hana upp á kefli. Hann var líka duglegur að læra sálma. Hann gat galdrað
þegar hann var bara smá strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem
uppi hefur verið. Jesús var mjög sérstakur. Hann gekk um og lagði gátur fyrir fólk
sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið
í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á
vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til
kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir
heldur ekki á Guð og Jesú.

Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á
gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri
götu, Jesús sagði ; Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá gátu
bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son, en ég
bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús tók son
ekkjunnar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur, sagði fólk.

Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu
í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti
í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og
allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki allaf komið fram í eigin persónu.
Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram undir
fölsku nafni.Held ég láti þetta duga í dag þar sem ég var að koma af næturvakt, rakst á þetta í vinnunni og bara hreinlega
varð að láta þetta flakka. Fannst þetta alveg dásamleg saga. Og nú er ég að geispa golunni.
Leiter.
Knus og kyss.


miðvikudagur, desember 10, 2003

Hér sit ég gjörsamlega með augun í kross, enda búin að vaka í 33 klukkustundir. Fyrir utan það að ég dottaði í 20 mínútur áður en ég fór á kóræfingu í kvöld. Það er nebbilega þetta með að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. Það er alveg sama hversu oft ég loka mínum ég dett alltaf í hann aftur og aftur. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað ég er að bulla, þá er ég að tala um kaffi eftir klukkan 21. Vorum með góða tónleika í gærkvöldi og svo kom Sillan með mér heim og að sjálfsögðu lagaði mín kaffi og bang. Um leið og ég lagðist uppí urðu augun á mér eins og undirskálar og mér var gjörsamlega fyrirmunað að loka þeim. Þannig að mín mætti í vinnu kl. 7.30 ósofin og náði svo litlum 20 mín. eftir vinnu.

En hvernig er það með bílinn þinn Silla mín. Hvað var að ? Spyr þig hér því að ég komst ekki inná kommentið þitt. Dont know why. Annars sit ég hér og bíð eftir þurrkaranum. Hér hefur ekki verið þvegið í heila viku og rúmlega það. Eða síðan við byrjuðum að mála. Er að þurrka úr vél númer 3. Sú fjórða er að þvo. Og ég er ekki komin niður í hálfa körfuna. En það er í góðu lagi, hef góðann tíma á morgun. Hjónin voru voða dugleg og þrifu baðherbergi og hjónó eftir að ég kom heim af æfingu. Keypti mér tvo litla rosa krúttlega snjókarla í fína gluggann minn í dag. Og það er spiladós í þeim. Þeir eru bara sætir. Og þá er ég búin að fá nýtt í gluggann þessi jólin. Verð nebbilega alltaf að fá eitthvað nýtt í hann á hverju ári. Var að hora á Survivor í endursýningu núna áðan. Verð bara að segja það að þessi Jon er algjörlega siðblindur. Þvílíkur lygari og hottintotti. Ég gjörsamlega sé rautt og það rýkur úr eyrunum á mér þegar hann er á skjánum. Eins gott að þessi syrpa er að verða búin. Hjúkk.
En nú er best að róa sig niður fyrir svefnin svo ég verði ekki andvaka aðra nótt. Koma sér í bælið svo að ég vakni með Erni í skólann á morgun. But, we´ll meet again, some suniday blablablablablablablabla.............................................
Knus og kyss

sunnudagur, desember 07, 2003

Þá er þessi dagur að kveldi liðinn og komin nótt, enn eina ferðina og ég ekki farin í ból frekar en aðrar nætur. Mér er reyndar sagt að með aldrinum þurfi maður að fara fyrr í rúm og fyrr á fætur. Sé ekki nokkra breytingu í þá átt hjá mér. Ég er næturdýr dauðanns og verð það sjálfsagt alltaf. Vaknaði að sjálfsögðu aðeins of seint í morgun fyrir generalið, mætti 20 mínútum of seint. En ég var ekki sú eina. Það er samt alveg ferlegt að fara beint á æfingu svona nývaknaður. Röddin er í allgjörri hvíld og ekkert heyrist nema ýskur og hvísl. En það lagaðist er leið á daginn. Ég verð nú að segja það að mér finnst helv... hart að borga fullt af peningum fyrir leigu á Hallgrímskirkju og fá svo ekki neinn tíma til að renna yfir prógrammið og inn og útgöngu. Frekar fúlt, eða hvað finnst ykkur. Jæja þetta er nú allt að smella. Búin að raða svona 5sinnum í nýja skápinn og taka jafn oft út úr honum aftur. En held að ég sé komin að niðurstöðu. Svona verður það. Og hana nú. Þá er Lonni búin að panta flug til Aussi, hún fer 26 janúar. Vildi svo gjarnan að ég væri að fara með henni en það er víst ekki á allt kosið. Hún verður bara að knúsa Rúnu, Egil og krakkana frá mér. Fengum prógrammið af tónleikunum í morgun og verð að segja það, að Silla er alltaf jafn smart í sér. Og svo er líka gaman þegar textarnir eru með. Gefur þessu meira gildi. Held ég láti þetta duga að sinni. Sí ja leiter.
Knús og kossar.

laugardagur, desember 06, 2003

Eins og þið sjáið sem þetta lesið er klukkan orðin ansi margt og ég þarf að vakna snemma í fyrramálið, því það er general prufa klukkan hálf tíu. Ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að fara að sofa á kvöldin. Jafn leiðinlegt og mér finnst að fara á fætur snemma á morgnana. Við fórum í gær og keyptum okkur nýjan stofuskáp í staðin fyrir þann sem datt í sundur. Og nú er ég sveitt og þreytt að reyna að koma dótinu mínu fyrir. Hinn hafði miklu fleiri hillur en þessi nýji. En þessi nýji er samt mikið flottari. Ótrúlegt hvað mar getur safnað miklu dóti í kringum sig. Og svo finnst manni jafn vænt um þetta allt. Verts að mamma orkubolti er búin að vera lasin, annars væri þetta allt saman frá. Hún er eins og hvirfilbilur þegar hún fer í gang. Enda sagði hún það í síman í kvöld að henni fyndist alveg ferlegt að geta ekki komið og hjálpað til. Hún veit nebbilega ekkert skemmtilegra en að taka til og gera fínt. Örn minn Aron fór til Lonni að horfa á Idolið og hún kom svo með honum til baka og gaf mömmu gömlu einn bjór eða svo. Og nú er hún bara ný farin. Svo ég ákvað að krota hér nokkrar línur þar sem ég skrópaði í gær. Gaf Öddu gömlu hillurnar og Ámundi hennar ætlar að reyna að tjasla þeim saman með vinklum og einhverju dóti sem ég veit ekki hvað er. Vona að þær verði bara fínar hjá þeim. En ég komst að því þegar ég tæmdi þann gamla að ég á allt of mikið að myndum. Veit hreinlega ekki hvað ég á að gera við þær. Og svo er heil skúffa af myndum sem á eftir að setja í albúm. Verð að fara að drífa í þessu. Held ég kaupi bara gamaldags möppur og myndaplast í staðin fyrir þessi litlu albúm sem detta í sundur við þriðju skoðun. Er með nokkur svoleiðis og held ég skipti þeim bara út fyrir þessi gömlu. Annars var ég að spá í hvort mar ætti að hætta þessu bloggi. Nú er fólk (Guðný) farin að segja að nú sé bara nóg að lesa bloggið og þá þurfi ekkert að hringja eða hittast. Fái allar fréttirna hér. Snökt,snökt. Hélt nú samt að ég væri skemmtilegri en bloggið. huhu. Jæja dúllurnar mínar, nú er ég farin í ból svo ég vakni á generalið.
Knús og kossar.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Þá er loksins búið að mála allt. Bara eftir að setja punktinn yfir iið í þrifum. Búin að setja upp jólagluggann minn fræga að undanskildum jólasnjónum. Átti mebbilega brúsa síðan í fyrra og komst að því að þeir endast ekki árið, snjórinn lak bara
niður gluggann í taumum. Svo ég verð að hoppa í búð á morgun og kaupa ferskann snjó í brúsa. Held að ég hugsi mig vel um áður en ég tek mig
til og mála herbergin. Þetta er nú meiri óreiðan sem fylgir þessu. Og í öllu þessu stússi mínu þá steingleymdi ég að það
væri aukaæfing í kvöld. Þannig að ég skrópaði ekki bara í gær heldur aftur í kvöld. Fékk vægt fall þegar Bryndís hringdi og spurði hvort ég væri veik eða eitthvað. Ekki skrítið því að ég mæti ALLTAF. Generalprufan á laugardaginn og eins gott að gleyma því ekki aftur. Ég var nebbilega búin að lofa mér í vinnu á laugardaginn frá 7.30 til 14.00. Gaurinn varð frekar fúll út í mig þegar ég hringdi og afboðaði. So sorry. What can a woman do. Fékk nokkra góða gesti í dag. Ásthildur kom og Adda kom og Lonni kom og Halli Palli kom og hjálpaði Didda að setja upp gardínubraut og kappa. Fannst ég víst ekki nógu stöðug í gær í stofusettinu og hringdi 911 í Halla Palla og bað hann að hjálpa sér með eldhússettið. Manni getur nú sárnað.
Gaf mér tíma í að taka einn óþverra við Öddu og bar sigur úr bítum. Búin að kíkja aðeins á spóluna sem Lonni kom með en á fullt eftir. Hlakka til að fá tíma til þess að liggja eins og skata fyrir framan imbann og gera ekki neitt. Svo kemur tryggingarmaðurinn á morgun að meta
tjónið sem við urðum fyrir. Það verður gaman að sjá hvort við getum keypt okkur ný glös. Því nú á ég enginn sparglös lengur og jólin að koma, og þá vill maður drekka jólakókið úr fínum glösum. Held ég láti þetta duga í bili. Best að skríða upp í til spúsanns og kúra. Þangað til næst.
Knús og kossar.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jæja,jæja,jæja. Þá er mín mætt aftur eftir 2ja daga hlé. Úff, ég var valveg búin að steingleyma hvað það er mikið fyrirtæki að mála. Hér er allt á rúi og stúi. Og það er sko langt síðan það hafa komið svona margir gestir eina helgi og þessa síðustu.
Hér fór eiginlega ekkert að ganga í málardæminu fyrr en Ámundi kom og bað um bol. Þá fóru hlutirnir að ganga. Hann kom svo beint úr vinnu aftur í gær og þá var klárað að mála. En æjæj, hér varð smá slys. Helv.... stofuskápurinn gliðnaði í
sundur og öll glösin okkar fóru í gólfið. Jíses kræst. Allur kristalllinn og gamla gamla bollastellið frá afa og ömmu Didda.
Ásamt kakó könnunni sem fylgdi því. Það var sárt að sjá þetta allt fara mélinu smærra. En gott að enginn slasaðist. Diddinn minn hrasaði í stiganum og datt á skápinn og bæng. Bara gliðnaði þannig að hillurnar duttu. Þetta er svona þetta Ikea dót, allt fest saman á einhverjum litlum töppum. En hér er samt orðið voða fínt, bara eftir að mála skáphurðirnar í ganginum og ganga frá og þrífa. Og það er ekkert smá af ryki hér eftir þessi herlegheit. Skrópaði á kóræfingu í kvöld sökum anna hér heima, og er með bullandi móral. Því mín er ekki með þetta allt á hreinu. Tók mér sumarfrí í vinnunni í dag og á morgun. Var svo heppinn að eiga inni 5 daga. Svo nú á ég 3 daga eftir. Notalegt að eiga svona inni þega maður þarf aukafrí. Sá Stínu stuð í Ísland í bítið í morgun. Og hún var bara voða fín og einlæg. Verst að hafa misst af útgáfuteitinu í kvöld, en svona er lífið, það er víst ekki allt fengið. Nú held ég að ég verði að fara að drífa mig og skrúbba eldhúsgólfið og koma því í lag.
Heyrumst síðar.
Knús og kossar.