þriðjudagur, september 16, 2008

Ég get svo svarið það

Blogg er eitthvað sem ekki glepur huga minn þessa dagana. Það liggur við að ég verði að lesa fyrri færslur til að vita hvað ég eg búin að skrifa og hvað ekki. Sit við tölvu í vinnunni í 9 tíma á dag og það eina sem ég nenni að gera í tölvunni hér á kvöldin er þetta hér

Algjörlega að verða biluð á þessum hjartaveiðara. Ekki það að ég geti mikið í þessu drasli, augun alveg komin í kross á kvöldin. W00t En sem sagt, ég er farin að vinna hjá Bio Vörum. Fínasti vinnustaður í alla staði. Fæ meirað segja frítt að éta í hádeginu. Eitthvað fyrir mína. Verst er þó að ég er eins og reykspólandi kaggi á heitu malbiki. Þvílíkt og annað eins gas sem kemur úr einni mannsveskju. Fæðið kemur nebbla frá Grænum kosti annars vegar og hins vegar frá Maður lifandi. Baunir og grjón. Pestó, gras og pasta. Jebb. Samt slæmt þegar frúin þarf að flýja frúnna. Sick Komst svo að því í gær að lagerstjórinn á hund frá Draumóraræktun

lítill þessi heimur. Mætti halda að það væri bara einn ræktandi af þessu kyni. Sillan mín komin frá US of A. Mikið sem mér þótti gott að sjá hana aftur. Málið er að maður getur sko alveg orðið húkt á fólki eins og hverju öðru. Og við erum búnar að fara í pottinn og súpa hvítt. Þó aðallega ég og Lonni. Sillan orðin eitthvað slöpp í drykkjunni þessi seinni ár. En potturinn góður og Miranda's lavender saltið gerði sitt líka. Ummm dásamlegt bara. Var að vinna í Öflun í gærkveldi og omg. Þegar svo ein konan mætir í vinnuna byrjar hún á þvi að setjast á kaffistofuna og fá sér í svanginn. Nema hvað. Ég sit inn á skrifstofunni sem er bara þarna alveg við hliðina og er að spá í þessari svakalegu lykt sem alltí einu gýs upp. Og ég hugsa ljótar hugsanir. Getur konan ekki farið í bað og þrifið sig. Komon. Það er nú alltílagi að fara allavega einu sinni í viku í bað. Nema hvað svo fer hún fram að vinna og ég fram á kaffistofu að ná mér í kaffi og omg. Þvílíka stybban. Ætla sko bara ekkert að lýsa henni neitt frekar hér. Fer svo bara aftur að vinna og svona um klukkustund síðar kemur þessi sama kona og fær sér kaffi og segir við mig. ÉG KOM MEÐ GULL GRÁÐOST EF ÞÚ VILT. ÉG SETTI HANN Í ÍSKÁPIN ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO SVAKALEGA STERK LYKT AF HONUM. Roðn dauðans.Blush Slæma stelpa með allar ljótu hugsanirnar. Þetta var bara ostur eftir allt saman. Yoko þessi elska kom með mér í vinnuna í gærkveldi. Búin að vera ein heima allan daginn og feðgarnir að fara á leik um kvöldið svo ég vorkenndi henni fullt og tók hana bara með. Og voða still og þæg. Lá bara við fætur húmóður sinnar eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Erfðaprinsinn að fara til Svíþjóðarlandsins á morgun og sparka í sænska bolta. Kannski að þeir séu betri en þeir íslensku. En örugglega voða skemmtileg ferð hjá þeim gæjunum í 3ja flokki KR. Og hann að sjálfsögðu í A liði. En ekki hvað. Svo núna er þvottavélin á fullu að græja föt drengsins. Þurrkarinn tekur svo við og bara að skutla draslinu í tösku og Adios. Ma og pa að fara norður á morgun að "passa" bróðurbörn mín á meðan foreldrarnir ætla að taka hús á Köben. Svo mér varð það að orði hér í kvöld að við hjónin værum komin í sumarfrí. hehehehehe.... Er svona nett að spá í að flytja mig enn og aftur yfir á blogspot. Er ekki að nenna þessu veseni með myndir og annað hér. Og ef ég er með of mikið af myndum eða videoskotum þá get ég KEYPT mér meira pláss. Nenni því ekki. Það sem mér finnst mesta snilldin við moggabloggið er það að ég sé það í stjórnborðinu hverjir hafa bloggað síðan síðast. Það er að segja þeir sem eru með moggablogg líka. En ég er þess fullviss að þetta kemur líka á bloggspot einn daginn. Svo er ég enn með þetta handónýta lyklaborð og veit ekki hvað ég er búin að laga margar ásláttarvillur hér. Ég er eiginlega fljótari að skrifa en lyklaborðið að senda frá sér. Fjandans takkaborð. Held ég fari bara á morgun og næli mér í nýtt. Ég er svo rík. það segir allavega spúsinn minn þegar ég kaupi mér ný Ipod og nýja skó. Aldeilis munur að vera ég. alalalalallalal......Hann tekur bara eina aukavakt og málið dautt. Svo þarf ég að fara að vera dugleg og setja cd diskana mína inn á Ipodið. Þyrfti eiginlega að fara í Ipodinnsettningarfrí. Ég meina ekki get ég farið í barneignafrí. Og Ipodið er moi belle bambino. Þarf svo líka að fá mér flakkara til að hafa Itunesið á. Þetta er svo fjandi þungt í tövuræfilin, hún urgar og surgar af erfiði. Þá get ég líka sett allar myndirnar þangað líka. Þær eru ekki nema vel rúmlega 30 gígabæti. Haldið að hún myndi ekki anda léttar tölvuræfilinn að losna við allt þetta dót. Þori sko ekki einu sinni að athuga hvað Itunesið er þungt. Legg ekki í það. Styttist óðum í útileguna góðu. Rúna er hér stödd á klakanum og ég sagði henni að hún hefði bara gott af því að drífa sig með okkur. Þekkir allar þessar kellur sem ætla að fara. Söng með þeim áður en hún flúði land og nam sér annað land í Aussi. Jesús María og Pétur. Og ég sem var ekki í neinu bloggstuð. Ákvað af skyldurækni að setja inn eins og fjórar línur. Spurning hvort einhver lesi þetta til enda. Og nú er ég hætt, ég ætla aðeins að tala við Amor og næla mér í nokkur hjörtu......Heart


Engin ummæli: