þriðjudagur, september 16, 2008

jæja

frúin komin frá Spáníu og líkaði sólin vel. 22-26 gráður. Algjörlega passlegt fyrir mig. Þoli ekki of mikinn hita. Vorum í Torremolínos og hótelið alveg við ströndina. Sem by the way skiptir mig engu máli. Nenni engan vegin að liggja lengi í sólbaði. Hef ekkert úthald í slíkt. Cool Löbbuðum mikið um, drukkum bjór og kokteila í ómældu magni. Svaka fínt í alla staði. Mæli þó ekki með kokteilum á hótelbarnum. Þeir voru einhvernvegin alveg flatir. Alveg sama hvað maður pantaði. Flatt. Algjörlega flatt. Oh boy oh boy. Martini Og ekki meir um það. Það var eitt sem pirraði mig pínu. Sama hvert maður fór, inn á hvaða pöbb sem var, þar var allt fullt af Bretum og írum. Það var bara ekki hægt að þverfóta fyrir þessu fólki. Á einum barnum voru einhverjir tveir gæjar að spila og þeir voru frá Írlandi. Við báðum um nokkur lög. Til dæmis, You'll never walk a lone. Bítlana og bara nei. Þetta var breskt. Svo bað ég um eitt írskt sem heitir Molly Malone og það gátu þeir spilað. En mér fannst það ekki flott. Þekki þetta lag bara í útsetningu Léttsveitar Reykjavíkur og finnst það rosa flott. En þarna. Öjjjjjjbjakkkk. Og svo bara tala Spánverjar ekki ensku. Nema í algjöru lágmarki. Var stundum soldið erfitt að gera sig skiljanlega. En svona er þetta bara. Hefði samt alveg viljað taka sólina með mér heim. Lilja fór í karókí.Famous 1 Eigum við eitthvað að ræða það. Neibb. Held ekki. Tók samt af henni smá videoskot og er búin að hóta að nota það ef hún gerir ekki eins og ég segi.....heheheheh..... Svo reyndi hún allt hvað gat að draga mig í þetta lika, en ég hafði hemil á mér.. lalalalalalal....... Af vinnumálum er það að frétta að konan er komin með vinnu. Byrja á mánudaginn. Já maður lætur sko ekki skjóta sig niður. Aldeilis ekki. Sennilega hefur þessi uppsögn bara verið Guðsblessun. Laus undan oki þessar leiðindaherra. Og hana nú. Kannski verður maður að passa hvað maður segir hér. Aldrei að vita hver les. Á eftir að fá greidda tvo mánuði og uppgert sumarfrí, desemberuppbót og orlofsuppbót. Fleirum var sagt upp en mér og framkvæmdin á einni þessara uppsögn er þvílík að ég hef aldrei heyrt annað eins. Og ættu þessir fauskar að skammast sín og biðja afsökunar. Segi ekki meir um það hér. Enda ekki mitt að opinbera það. Læt viðkomandi um það. En sem sagt. Ég hef ráðið mig í skrifstofujobb og ef ég skil þetta rétt hækka ég um 50-60 þúsund á mánuði... Haleluja.......Verð samt að hætta að skúra hjá Möggu tannsa. Er að reyna að fá mömmu til að taka þetta að sér. Alltaf gott að fá krónur í vasann. En ekki hvað. Var ég svo búin að upplýsa það að ég er búin að fá tattooið sem ég vil. Tóta sæta frænkan mín bara teiknaði það upp fyrir mig á 0.7. Ekki lengi að því. Og það er ógó flott. Alveg mitt og enginn getur fengið eins.... Oh ég er svooo heppin. Hún er svo klár þessi stelpa að það hálfa væri hestur....Tattoo Artist Svo nú er bara að finna tíma til að láta setja það á.... En nú ætla ég að lúlla í hausinn minn. Fer til Möggu í fyrramálið í siste gang.......

Adios........3D Prom Queen


Engin ummæli: