þriðjudagur, janúar 29, 2008

Tíminn líður hratt

á gervihnattaöld. Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld...
Jámm það er víst óhætt að segja það að blessaði tímin fljúgi áfram. Æðir eins og hauslaus hæna áfram og skilur mann bara eftir. Á eftir hlaupum við mannfólkið og reynum að halda í við tímann. En ég held að það sé með öllu gagnslaust.
Í dag er frumburðurinn orðin ÞRÍTUG. Halló. Skil sko ekki hvernig þetta dæmi gengur upp. Ég var sko 29 síðast þegar ég gáði. Alveg með öllu óskiljanlegt að ÉG skuli eiga dóttur sem komin er á fertugsaldurinn. Hehehehehe.....

Til hamingju með daginn elsku Lonni mín.
Happy BirthdayHappy BirthdayHappy Birthday

Annars er bara alles fínt að frétta. Ég er í einhverskonar tannlæknamaraþoni þessa daganna. Var hjá Möggu á mánudaginn í síðustu viku, aftur í gær og enn aftur í dag. Deyfingin dofnar varla á milli tíma. En nú fer þetta allt að koma. Svo er helv.... tannholdssérfræðingurinn 11 febrúar, og þá á að skafa tannsteininn og sjá til hvort að þetta fjand.... dæmi lagist ekki. Cross my fingers. Flossing
Svo má eiginlega segja að það sé líka prjónamaraþon í gangi. Var að enda við lopara á stúfinn minn hann Mikael Orra. Ótrúlega flott peysa þótt ég segi sjálf frá. Er svo núna að prjóna mér pils og ætla að prjóna peysu við það. Bara heilt dress. Munar sko ekkert um það. Má sko varla vera að því að vera í tölvunni. Þarf að prjóna. Dreymir prjóna á næturnar. Hjúkk mar. Þetta er svooo skemmtilegt. Hér er svo mynd af gæjanum í fínu peysunni frá ömmunni sinni. Versogú.Bara sætastur.
Þórunn Emilílan mín var í nefkirtlatöku í gær. Búin að vera endalaust með hor þessi ræfill. Og þegar þau voru að fara í gær þá bara heimtaði mín að fara í náttfötum. Eitthvað hefur hana grunað að hún væri að fara að sofa. Bara skemmtilegust.
Hér er mín í smá fýlu. En var sko fljót að skipta yfir í góða skapið þegar ég bað hana að sýna mér tennurnar svo ég gæti tekið mynd af henni.
Í þessar sömu heimsókn fengu blessuð börnin að fara í bað og tók Örn að sér það verkefni að sitja yfir þeim. Og þvílíkur og annar eins buslugangur. Baðgólfið var eins og sundlaug, sonurinn kominn í svuntu þeirra Léttsveitarkvenna og samt mátti hann skipta um alveg inn að nærum.
Svo er konan búin að ráða sig í smá aukavinnu á gömlu góðu Select stöðinni. Byrja næstu helgi. Og er svo heppin að ég fæ að vinna fyrstu vaktina með Túrstæni mínum. lalalallalalala.......
En nú skal jeg í seng. Mér gengur alveg óheyrilega illa að vakna þessa morgnana. Svo ekki veitir af svefninum.

Yfir og út krúsarknús.....................Knitting

ES... Ef þið smellið á myndirnar þá má sjá þær stærri....

laugardagur, janúar 19, 2008

Held ég bloggi smá, held ég bloggi smá.

Og ekki mikið meir´en það. Skil bara ekkert í þessari endemisleti í mér þessa daganna. Finnst samt alveg sjálfsagt að ALLIR aðrir nenni að blogga og stend mig að því að verða hálf pirruð þegar ég sé sömu fyrirsögnina dag eftir dag eftir dag og dag eftir dag. Hmmm Kannast einhver við það. Lásinn er inn út, inn inn út. Blátt reiðhjól. Eða þannig sko. Svo nú er bara að hjóla í það. Kórinn byrjaður á fullu og mikið og margt framundan. Mikið gaman. En mikið verður samt gaman þegar þetta blessaða afmælisár er liðið. Og kórstarfið verður aftur á venjulegu róli. Endalaust af aukatónleikum og sona. En þetta er samt gaman. Partý annað kvöld hjá öðrum alt. Þetta árlega jú nó. Hlakka mikið til. Var alveg hryllilega gaman í fyrra. Erum svo að fara að syngja á þorrablóti alþingismanna og sendiherra næsta föstudag, á bóndadaginn sjálfan. Þá ætlaði reyndar 2 alt að vera með þorrablót í sönghúsi voru og bjóða Gospelsystrum. Og hafa þetta á þjóðlegunótunum. Mæta í sauðskinnsskóm og gæru. En við bara seinkuðum því og verðum með Góugleði seinnipart febrúar. Famous 11 Spurnig í hverju mar mætir í soliðis partey. Þannig að annað kvöld verður kanski einhver brainstormingur í gangi. Finna upp einhver skemmtiatriði og sona. Hmmmm. Einhverjar hugmyndir. Ha.


2 alt rúlar yeh
Custom Smiley

Að öðru. Er frekar fúl út í mína annars ágætis vinnu. Þannig er að fyrir ári síðan var farið að safna fyrir utanlandsferð. Mín skráði sig að sjálfsögðu og svona. Og gleymdi því svo pronto. Svo fyrir hálfum mánuði kemur Ingó sá sem er hausinn í þessu og fer að tala um þessa ferð. Sem ég var búin að gleyma. Nú á að fara út fyrstu eða aðra helgina í febrúar. Og það sem meira er, þetta er óvissuferð.
Map Mín verður voða kát og spyr hvað þurfi að borga í ferðina. ( er náttla búin að borga mánaðarlega í eitt ár.) Svona 15 þúsund kall segir kappinn. Jihýý... Ég fer sko með. Airplane Algjörlega tilbúnin í ferðalag, Iceland Svo á föstudag í síðustu viku kemur mail frá téðum Ingó. Með exel skjali um hverjir fara og hvað hver á að borga. Mín opnar skjalið hinn spenntasta og búmmmmmm....... Alltíeinu þarf að borga 42 þúsund. Ég er ekki að fara með. Sendi drengstaulanum mail þess eðlis og minnstis á þessa dæmalausu hækkun. Hef hvorki séð né heyrt í drengnum síðan. Fyndist nú alltílæ að senda manni svar og skýringar á þessari hækkun. Og því meir sem ég hugsa um þetta þá verð ég bara fúlli og fúlli. Finnst algjörlega ótækt að að vera með óvissuferð og það sitja ekki allir við sama borð. Bara sorry. Á ekki penge fyrir þessu núna. Þetta er ekki minna en 100 þúsund kall á einni helgi. Shitt og þau eru að fara fyrstu helgina í febrúar. Nú er ég orðin pirruð aftur svo nú er ég bara hætt þessu bulli.


Yfir og út krúsarknús...........Spray I Love You

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Æji nei annars

ég er hætt við. Ætlaði að blogga fullt og setja inn myndir og alles. Um leið og ég er búin að klikka á new post, þá bara datt frúin í frígírinn. Seinna elskurnar.

Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, janúar 05, 2008

Well,well.well.

Þá er þessi vinnuvika á enda runnin. Mikið sem það er nú gott. Hrikalega erfitt að vakna aftur svona early eftir allt þetta frí. Er samt farin að spá í næsta jólafrí. Jamm veit það. Ég er biluð. Elska frí. Það er bara þetta helv.... át á þessum árstíma. Nú er ég dottin í eitthvað helv.... át og er þokkalega föst í þessu drasli. Er að vinna í hausnum á mér á fullu. Hausinn segir eitt og ÉG annað. Skrítið með þennan haus. Hver stjórnar. Ég eða hann. Hann greinilega þessa daganna. Mín sem var orðin svo stabíl fyrir jól. Bara verð að komast í gírinn aftur. Svo er ég í vondum málum. Elsku besta Ríkey mín er hætt að klippa. Bara eitthvað að leika sér í skóla og svona. Og nú er sko komin tími á klipp og lit og konan bara í tjóni. Hvað gera danir þá. Sææælll. Eigum við að ræða þetta eitthvað. Hvaða tegund af steik ert þú. Jóna spánardrós troddi mér á Facebookið fyrir nokkrum mánuðum síðan og mín var sko ekkert að fatta út á hvað þetta gengi. Fór svo að skoða þetta í fríinu og fattaði. Er núna alveg að tapa mér í þessu dæmi. Gleymi mér alveg í 1 til 2 tíma í þessu drasli. Sendi endalaust allskonar dót á My friends. hehehehe... Bara gaman að þessu. Fyrir utan tímaþjófnaðinn. Fór á útsöluna í gærkvöldi í Max. Þurfti að skila geisladisk sem ég fékk í jólagjöf. Cortes. Átti hann fyrir. Adda mín gaf mér hann þegar hann var enn heitur. Og það var sko ekkert lítið sem þessi jólagjöf mín stækkaði við það eitt að labba inn í búðina. Kom heim með þetta líka flotta heilsugrill. Kostaði bara pínulítið meira en diskurinn. heheheeh.... Ég kvittaði bara undir vísanótuna...Var samt líka að spá í að kaupa mér sléttujárn. Vantar það alveg defenatly núna. Er sko orðin svo síðhærð. Ótrúlegt hvað mar getur verið fínn bara við það að slétta á sér hárlubbann.En ákvað að láta það bíða. Ekki hægt að gera allt í einu. Spúsinn búin að vera svo lengi frá vinnu að það hefur komið niður á buddudruslunni. Þarf svo að fara að hitta Silluna mína. Hef ekki séð hana síðan á Þorlák.
En nú segir Gunnsan yfir og út krúsarknús.

Verið góð við hvort annað.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Hann er með unglingabólu á nefinu

nær henn´ekki af.......... Heehehehe. Sonurinn fékk eitt stykki unglingabólu alveg við efrivörina og var alveg að drepast í henni. Ohh hann átti svo bágt. Bólan orðin hvít og fögur. Bað mig að kreista hana og settist fyrir framan mig og beit í viskastykki. Mamman náttla bara hló og skemmti sér hið besta. Ömmingja drengurinn svitnaði og veinaði eins og stungin grís. En hann getur allaavega látið sjá sig núna. Greyið. Svo var ég að setja fullt af myndum inn á flickrið mitt, frá jólum og áramótunum. Á samt eftir að skrifa smá texta með þeim en það kemur. Verði ykkur að góðu. Áttum fín áramót í faðmi fjölskyldunnar. Vorum bara hér heima. Krakkarnir í mat og fóru ekki til síns heima fyrr en að verða hálf fjögur. Og þessi dásamlegu barnabörn mín eru sko algjörir englar. Heyrðist hvorki grenj né væl. Bara léku sér saman eins og þeim er einum lagið.


Mmmmm. Snakk og ídýfa.. En þetta verður ekki lengra í kvöld. Vinna á morgun.

Yfir og út krúsarknús...............