þriðjudagur, september 16, 2008

Þá er þessari

annasömu en frábæru helgi lokið. Búið að vera algjörlega kreisí að gera hjá frúnni. Hjónin komu hér í kaffi á föstudagskvöldið og biturðin ótrúlega lítil að þessu sinni. Spurning hvort að "bitrukellingafundirnir" leggist ekki bara af og í staðin komi gleðifundir. Við erum náttla svo ótrúlega skemmtileg. Á laugardaginn fór ég í "mjólkurbúðina" , skaust í Vouge að kaupa teygju til að setja í mittið á pilsinu fína sem ég af minni alkunnu snilld prónaði. Svo til Senjorítunnar að fá lánuð einhver föt að ofan. Þaðan til Sillu í einn snöggan kaffi og fékk meira lánað að ofan. Heim, reddaði pilsinu og svo bara af stað. Óvissuárshátíiðarferð kórsins hófst klukkan 3 og var farið með okkur upp á Skaga. Þar bauð Heiða okkur heim til sín í kaffi og kleinur, og smá púrtvín í lokin. Þaðan var farið með okkur í Minjasafnið að Garði. Og þar vorum við sett í ratleik. Ótrúlega skemmtilegur dagur. Þangað mætti svo einhver kona af Skaganum sem spilaði á nikku og kunni held ég bara öll möguleg og ómöguleg lög. Mikið sungið og freyðivín í glasi. Nææsss.... Þegar öllu þessu er lokið, var brunað með okkur í íþróttahúsið á staðnum og þar var geim fram að miðnætti. Hrikalega góður matur, frábær skemmtiatriði 1sta alts. Svo bara dansað af hjartans list. Heim var ég komin rúmlega eitt og skutlaði þá í eina þvottavél. Inn á bað að þrífa af mér makeuppið. Og þegar ég leit í spegilinn þá fékk ég sjokk dauðans.Electric Og ekkert minna en það... Sææællllll..... Augabrúnirnar á mér voru BLÁGRÆNAR. Halló..... Ég leit út eins og fáráðlingur. Málið er að ég nota alltaf bláan augnblýant. Á samt alltaf svartan til að laga brúnirnar þegar þær eru orðnar ljósar. Eins og núna, eftir sólina á Spáni. Alveg orðnar hvítar. Svo er ég náttla á síðustu stundu að mála mig í gær og tek vitlausan lit. Og svona útlítandi sprangaði ég um allt Akranes. Sææælll...Jæja lítið við því að gera. Í dag var svo ljósmyndataka hjá mér og tveimur öðrum úr kórnum, austur á Eyrarbakka. Byrjuðum á því að fara í förðun til Huldu á Greyfinjunni, og þegar hún er að byrja á mér, þá fer ég að segja frá þessu. Og halló. Hún alveg, já ég sá að það var eitthvað skrítið við litin á brúnunum á þér í gær. Takk fyrir takk. Allir sáu þetta og enginn þorði að segja neitt. Bara létu mig spranga um með BLÁGRÆNAR augabrúnir. Takk fyrir mig.... gunna_056.jpg Hér er ein af mér og Þorbjörgu. Ef vel er að gáð þá sést þetta. Og þarna er ég í þessum hrikalega flotta topp sem Senjorítan lánaði mér. Og núna á ég hann. Hehehe.... Hún fær hann sko ekki aftur. En nóg um það. Austur skunduðum við svaka flottar og fórum í myndatökurnar og ég komst nú að því að ég þarf að panta tíma hjá Tyru Banks. Þarf að læra að losa um munninn. Er víst eitthvað svo stíf. Jæja, það náðust nú samt fínar myndir. Hlakka til að sjá þær komnar á pappír. Svo átti ég von á ma og pa hér í kvöld, en þau hafa sennilega sofnað yfir sjónvarpinu, því ekki komu þau. Og þar með missti ég af miða á Stóra planið. Sillan mín hringdi og var á leiðinni i bíó og með einn aukamiða, hvort ég vildi ekki koma. Hefði ég vitað að gömlu kæmu ekki hefði ég bara skellt mér með. Svo framundan er bara nýr kafli. Byrja í nýju vinnunni á morgun, og hlakka bara til. Svo þar ég að fara að leggjast í kóræfignaipodhlustun. Tæpur mánuður í tónleika og ég var að heyra flest lögin í fyrsta sinn á síðustu æfingu. Svo nú er bara að taka á því. En nú er nóg komið. Farin að sofa í hausinn á mér.

Söngfuglinn kveður með grænbláuglotti......


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 14.4.2008 | 00:13 (breytt kl. 00:16) | Slóð | Athugasemdir (2

Engin ummæli: