þriðjudagur, september 16, 2008

Loksins

Þá er ég búin að copy-paste öllum færslunum af moggablogginu og mun ég nú formlega hætta að nota það. Blogspot er málið. En þar sem ég er svo ótrúlega nýjungagjörn þá þarf ég alltaf að prufa það nýjasta hverju sinni. Kanski að ég sé loksins búin að fatta þetta. Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin. Annars hangi ég heima og læt mér leiðast. Er að drepast í hvel... flensudruslu. Fann
að þetta var að byrja á föstudaginn og svo bara seinni part á laugardaginn. Búmm. Hiti, hósti hósti hósti hósti hósti...... Svo ég er búin að vera heima frá vinnu í dag og í gær. Er að spá í að fara í fyrramálið. Málið er bara að ég svolítið erfitt með að tala í síma. Ekki gott að fá hóstakast í miðju símtali við einhvern sem er að panta. Oh nei. En hvað um það. Best að fara að tékka á linkum og svona hér á spotinu. Þarf sjálfsagt að laga einhverja og bæta við.
Adios í bili

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég les þig þá bara hérna. Láttu þér batna, borgar sig ekki að fara of snemma af stað í vinnu.
kveðja, Sigrún Óskars

Gunnsan sagði...

jhá vertu velkomin. Ég hennti þér í link hérna inni.