þriðjudagur, september 16, 2008

Alltaf sama fiktið í konunni

Núna tókst mér að blokka á allar myndir. Þannig að engin bloggvinur sést með mynd. Ekki mynd á haus og bara engin mynd. Shitt. Já svona er að vera að fikta í því sem ekki á að vera að fikta í. Konan á bömmer. Búin að senda fyrirspurnarpóst á hjálpardótið. Vonandi að það komi svar fljótlega. Þetta er eitthvað svo tómlegt svona. Ætla nú samt að reyna að setja hér myndir inn á bloggið. Mikael Orrin minn er að lúlla hér í nótt. Lonni hringdi í dag og sníkti sér kvöldmat fyrir sig og sína. Alveg einstaklega lagin við það stúlkan sú. Kjöt í karrý var í matinn. Og það er það allra besta sem hún fær. Og alveg með eindæmun að þegar það er í matinn að þá skal hún hringja og sníkja. heheheheh...Og akkúrat hér ætlaði ég að setja inn myndir. En nei. Það er ekki í boði. Ég er greinilega búin að útiloka það líka. Oh, þolil ekki þetta fj.... fikt í mér alla tíð. Þannig að nú fáið þið ekki meir. Ég er í fýlu....

Söngfuglinn kveður í fýlu.....


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 1.6.2008 | 01:12 | Slóð | Athugasemdir (2

Engin ummæli: