þriðjudagur, september 16, 2008

ÆJjji greyin

Ömurlegt að verða strandaglópur á flugvelli í 6 klukkustundir. En ég hef fulla trú á því að þær láti sér ekki leiðast. þær náttla bara hefja upp raust sína og halda svona aukatónleika. Og svo geta þær líka þakkað fyrir það að vera ekki komnar inn í vél. Fólk hefur þurft að dúsa í 4 klukkutíma inni í vélinni á flugvellinum, því það má víst ekki hleypa aftur út ef fólkið er á annað borð komið um borð. Verð nú samt að viðurkenna að ég vorkenni þeim smá. Ömurlegt að þurfa að bíða svona.

Annars ekki mikið í fréttum. Fórum í matatímanum mínum í dag að skoða rúm. Og nú erum við nánast rúmliggjandi af löngun í nýtt rúm. item_83 Eigum við eitthvað að ræða það frekar. MMMM..... Ég bara verð að eignast svona rúm. Og það sem kvelur mig endalaust mikið er það að ég labba fram hjá þessari búð nokkrum sinnum á dag. Hún er í sama húsi og ég vinn í. SVINDL..... Erfðaprinsinn býður spenntur, hann vill endilega að við fjárfestum í einu svona. Þá ætlar hann nebblega að fá gamla okkar. Sjæssss.... Nennti engan vegin í göngu með voffan í kvöld. Fannst eitthvað svo helv.... kallt úti. Svo ég hélt mig bara innandyra. Horfði á nýju þáttaröðina sem var að byrja á ruv og leist bara vel á. Er sko núna búin að setja það í reminderin á símanum mínum að pípa á mig vikulega og minna mig á þáttinn. En þar að leiðandi er ég ekkert búin að Ipodast í kvöld. Skammi, skammi. Verð bara að æfa mig tvöfalt á morgun. Annars bara statusco hér á þessum bæ.

Söngfuglinn kveður með mynd af rúminu góða í hausnum stóra......Girl In Bed


mbl.is Farþegar strand vegna vélarbilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ummæli: