miðvikudagur, apríl 28, 2004

Well,well,well. Nú er klukkan orðin alltof margt og ég á að vakna í vinnu í fyrramálið. Mátti samt til með að setja nokkur orð hér inn. Kóræfingin í kvöld var bara nokkuð góð, þarf samt að taka mig á í texta-lærdómi. Fengum búningana afhennta í kvöld. Og þeir eru æði. Klæðir mig bara nokkuð vel. Allavega er ég sátt við hann. Og það er gott. Ekki gott að vera í einhverju sem marður fílar ekki.


Jæja nú er ég farin að sofa og ekki orð um það meir.
Knús í krús.......................................................................

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja snúllu dúllurnar mínar. Þá er enn ein helgin liðin. Og morgunvaktavika framundan hjá mér. Jey..Mér finnst það bestu vikurna. Mæta klukkan hálf átta og fara heim klukkan fjögur. Ég leita alveg logandi ljósi að þannig vinnu, en það er víst fátt um fína drætti. Hef svo sem ekki gert neitt merkilegt þessa fríhelgi mína. Ekki farið út úr húsi. Sveiattann. En, samt, var voða dugleg í gær og þreif hér allt hátt og lágt, skipti á öllum rúmun og þvoði örugglega einar 10 þvottavélar og þurrkaði og gekk líka frá. Gerðist nú svo djörf að reyna að viðra sængur og kodda úti á svölum, sem fór náttúrulega bara á einn veg. Það fauk allt draslið niður og lennti í garðinum hennar Oddnýjar. Huh. En Örn Aron var frískur og hljóp eftir þessu fyrir mömmuna sína. Þessi elska.


Svo kom Lija Bryndís hér við í dag. Nennti ekki að hanga heima yfir Baldri og Dóra að glápa á boltann. Skil hana vel.
Og ég sem ætlaði að vera svo dugleg og æfa mig í söng þessa helgi. Hef ekki tekið segulbandið upp úr töskunni, hvað þá nóturnar. Uss suss suss.


Annars er ég eitthvað tom i hoved. Har ikke noget at sige.
Knús í krús.............................................................................

laugardagur, apríl 24, 2004

Jæja þá held ég að það sé kominn tími til að setja hér eitthvað niður. Sé á bloggi Sillunnar að hún er komin heim frá henni Ameríku. Gott að vita að allt gekk vel. Verð endilega að fara að heyra í henni. Velkomin heim dúllan mín. Adda kom hér við í kvöld og að sjálfsögðu var tekin óþverri. Endaði það með jafntefli.
Sem er að sjálfsögðu betra en tap. híhí.

Svo er nú aldeilis farið að styttast í tónleika hjá mínum yndislega kór. Eins gott að halda sig við efnið (segulbandupptökur) og læra textana utanaf. Nú þarf víst að klappa og svona og þá gengur náttúrulega ekki að halda á möppu. Ekki það að ég hafi vanið mig á að vera með möppu. Mér er eiginlega alveg fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að syngja á tónleikum og halda á möppu í leiðinni. Mér er það alveg ómögulegt. Svo nú er eins gott að standa sig. Svo verður voða spennandi að sjá lúkkið á kórnum. Kórinn hefur fest kaup á kórbúningum í fyrsta sinn. Bara helv.... flottir. Þeir verða afhenntir eftir næstu æfingu, svo þá getur mar farið heim að máta. Eins gott að hann klæði suma. Allavega eru þeir sér saumaðir á hverja konu fyrir sig svo allavega ættu þeir að passa. Nú svo á að skella sér á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur, þar sem við hjónin höfum gerst styrktaraðilar að þeim dásemdar kór. Og svo eru Vox femine með tónleika í Salnum 2 mai og ég er algjörlega græn af löngun til að fara að hlusta á þær. Sé til með það, það er víst ekki hægt að gera allt. Nýbúin að kaupa tölvu og svona. Og svo þarf líka að fara að undirbúa miðasöluna, minna fólk á sig, og að taka daginn frá.


Núhh. Stóru fréttirnar eru þær að hjónin hafa ákveðið að leggja land undir fót og skerppa til Köben þann 23 ágúst næstkomandi. jeyyyyyyyyy. Við áttum nebbilega 25 ára brúðkaupsafmæli í fyrra og fengum þessa líka fínu gjöf frá pabba, mömmu, Bóa bróðir og Hlín mágkonu. Það er að segja, vikuferð til Köben ásamt gistingu og morgunverði. Svo nú á að drífa sig. Og Diddan mín besta skinn og Lalli ætla að koma með okkur. Ekki leiðinlegt það. Svo fær örverpið að koma með í 3 daga. 4 daga eigum við ein. Svo nú er minn byrjaður að spara og búinn að tilkynna það að hann vilji bara pening í afmælisgjöf.


Svo vorum við Adda að spá í að brenna austur á Sólheima á morgun og sjá Latabæ í uppfærslu heimamanna. Fór í fyrra að sjá Hárið þar, og það var algjört æði. Og ekki skemmir að vinur Arnar Arons býr þar, svo þá væru tvær flugur slegnar í einu. Sjá Latabæ og leika við Jakob Reyni. Sjáum til hvað verður með það.


Lonni og Baldur skelltu sér í sumarbústað um helgina og hafa það sjálfsagt náðugt í heita pottinum. Ohh I wish I were there. Love the hot tub, eins og þið sjálfsagt vitið nú þegar. Ekki meir um það. Svo fer hún inn í stera eftir helgina þessi elska. Hún er alveg búin að ganga fram af sér síðustu mánuðina. Hún verður að læra að spara sjálfa sig. Nú er hún orðin hölt og farin að draga fótinn. Vonandi að sterarnir geri henni gott núna eins og alltaf.

Þið vinir mínir nær og fjær sem þetta blogg tetur mitt lesið. Viljið þið vera svo elskuleg og senda mér emil. Bara blanco. Þarf ekkert frekar að skrifa neitt í það. Ég er að safna aftur adressunum. Þau glötuðust í gömlu druslu-tölvunni.
gunna746@mmedia.is Mikið yrði ég glöð þá.

En nú er nóg komið, komin tími til að fara að lúlla.
Knús í krús....................................................................

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Fann ekki "mér er orðið ljóst" bókina, svo það er ekkert orðið ljóst í dag. Hér er nebbilega allt á rúi og stúi, í þessu blessaða sjónvarpsherbergi. Ekki haft tíma eða nennu til að taka til eftir að NÝJA TÖLVAN MÍN OG NÝJI PRENTARINN
komu í hús. Já þið heyrðuð rétt. Við erum komin með nýjar græjur. Yessssssssss. Medion og alles. Svaka prenntari sem svona alltíeinu. Sem sagt prenntari og skanni. Þetta er sko bara skemmtilegt. Svo verður Diddinn bara að vinna meira og meira til að borga. híhíhí.... Og nú þarf ég að fara í það að ná í litlu sætu smælíana aftur svo ég geti sett myndir á bloggið.
Verst með þessa fljótandi texta. Mér er alveg fyrirmunað að taka þá út aftur. Þessa hér til hliðar. bloggarar og tenglar. Samt er ég búin að eyða kóðanum inni í Template-inu. Skil bara ekki af hverju þeir fara ekki. Jæja þá er ein kynningin búin í viðbót.
Súper 10 kynningin hjá Öddu. Mín ætlaði að sjáfsögðu ekki að kaupa neitt. Keypti nú samt Aloe vera drykk. Og það merkilega er, er að hann er bara helv... góður á bragðið. Svo á ég bara eftir að halda 3 kynningar sjálf. Hjúkk og sjúkk. Ég vorkenni alltaf þessum sölukonum svo mikið að ég lofa alltaf upp í ermina á mér. Veit nebbilega alveg hvernig er að vera í þeirra sporum. Enda geri ég þetta aldrei aftur. Minir söludagar hafa runnið sitt skeið á enda. Fór í gærkvöldi, eftir kóræfinu að hitta gömlu DV kellurnar. Það var alveg rosa gaman að hitta þær aftur. Ekki séð þær í tvö ár. Svo nú var ákveðið að halda nokkurskonar árshátíð í haust. Og bjóða köllunum með. Enda hafa þeir flestir keyrt fyrir okkur eða komið með okkur og tekið helmingin af hverfinu á móti okkur. Svo okkur fanst það við hæfi að hafa þá með.
Jæja læt þetta duga í bili.
Knús í krús

laugardagur, apríl 17, 2004

Mér er orðið ljóst að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi........ ég sjálf

.
Ja sko. Er ekki rennibrautartextinn minn flottur. ha. Þetta sýndi hún Harpa mér. Nú er bara að læra meira og meira, meir´í dag en í gær. liggaliggalái Ótrúlega gaman að fikta við svona dót. Nú er ég sko farin að kaupa mér nýja tölvu. Það er alveg ferlegt að standa í þessu í þessu gamla skrapatóli minu.

Annars hef ég engann tíma til að blogga núna. Er að fikta og læra.
Knús í krús..........................................................................................

Trallalalala

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Mér er orðið ljóst að ekkert veitir meira frelsi en að eiga peninga í banka.............................48 ára

.
Þá er ein kynningin en af baki. Ég bara skil ekkert í þessu, þetta skellur eins og hryðja á manni. Maður hleypur hús úr húsi til að fræðast um bestu andlitskremin, fótakremin, baðsöltin og vöðvabólgueiðandikremi. Svo í næsta hús að kynnast því nýjasta í tískunni. Þar mætir kona með fataslá og fleiri, fleiri poka af fötum í öllum stærðum og gerðum og þá er bara eftir að fara á kynninguna þar sem hreinlætisfræðin eru kennd í öllum sínum margbreytileika. Það er sko ekkert ansk.... Ajax hvítur stormsveipur meir. Nei, góða mín, nú dugar ekkert minna er Súper 10. Og svo er samt ein kynning eftir í mai af þessum dýrindis áðurnefndu líkamskremum. Hjúkkit sjúkkit. Þetta er nú bara alveg að verða gott. Eða hvað finnst ykkur ? En sem sagt ég var á fatakynningu í kvöld hjá Lonni. Fór að sjálfsögðu með þeim góða ásetningi að kaupa ekki neitt. (Taldi það nú lítið mál, þar sem ég er óttalega kresin á föt) En nei. Góði ásetningurinn flaug eins og páfakaukur sem sleppur úr búri sínu, beint út um gluggann. Ég keypti mér einar gallabuxur, svona líka helv... flottar. Og ég get sko sagt ykkur það, að ef ég fer á stúfana að leita mér að buxum kostar það nokkrar ferðir og góðann skammt af fýluköstum í undirritaðri. Veit hreinlega ekkert leiðinlegra en að kaupa mér flíkur. Öðru máli gegnir um skófatnað. Enda held ég að 10 viltir hestar gætu ekki dregið mig á skókynningu. Þá færi mín endanlega á hausin. Eða veski, maður minn. Við skulum ekki tala meir um það.
Já þær eru ekki lengi að slíta af manni þessa fáu aura sem maður á og á ekki.

En hvað um það. Má nú aðeins til með að monnta mig. Lonni Björg er búin á cut-downinu, og er búin að vera reyklaus í þrjá daga og Lilja Bryndís í einn dag. Duglegar stelpurnar hennar mömmu sinnar. Kannski mamman ætti að taka þær til fyrirmyndar. Verst að þá líður örugglega ekki á löngu áður en ég festist á milli hurðarstafanna. Og kæmist ekki spönn frá rassi. En ég er voða stolt af stelpunum mínum. Vonadi að þær standi sig í þessu.


Mamma fór í aðgerð á fætinum í dag. Fékk nokkrar nagla og plötur í hann fyrir nokkrum árum, eftir að hún datt út í London og smallaði öklann. Svo voru naglarnir farnir að ganga til og voru bara á leiðinni út úr fætinum, svona alveg upp á eigin spítur. Sem er náttúrulega ekki gott. Svo hún er búin að vera að drepast í langann tíma þessi elska. Svo nú er bara að vona að hún fái lausn frá verkjum. Hún á það nú alveg skilið. Ég á nú samt eftir að sjá hversu lengi hún getur setið eða legið kyrr. Þarf alltaf að vera á spani að taka til og þrífa. En hún verður bara að taka á honum stóra sínum og láta pabba um að ryksuga og skúra.
Já það verður léttir fyrir hana.

Jæja nú held ég að nóg sé komið af rausi
Knús í krús.....................................................

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Mér er orðið ljóst að maður á alltaf að standa við loforð, hvað sem svo í skerst........................81 árs

.
Jæja þá er ég mætt aftur. Og það er sko bara að verða vika síðan síðast. Ekki það að ég hafi ekki nennt, það er bara búið að vera bilað að gera. Allt á fullu. Og allt góðir og skemmtilegir hlutir. Já þvílík dásemdarvika.. Var að vinna mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Svo var sextugsafmæli Dadda svila míns um kvöldið, og ég var svo forsjál að biðja um frí á fimmtudeginum. Því það voru góðar veitingar í boði. Svona alveg óvænt. Allavega vissi ég ekkert um það. Sem sagt, rautt, hvítt og öl. Og maturinn, maður minn. Allt heimatilbúið af þeim hjónum, Dadda og Lilju. Og ég er alveg búin að komast að því, að þau eru snillingar ættu bara að fara út í veisluþjónustu. Svo var sungið af list og sungið meir. Mikið fjör og mikið gaman. Eins og reyndar alltaf þegar maður er með þessu fólki. þau eru öll svo jákvæð og hlý. Manni getur hreinlega ekki annað en liðið vel þegar maður er innan um þau. Svo bara þvo og þvo og pakka og pakka á fimmtudaginn og svo ekið sem leið lá til Svalbarðseyrar á föstudaginn. Og við vorum þrí-bíla. Við, Sússý og Gunnsa og svo Lonni, Lilja og Baldur Lonniar. Stoppað var í Brú til snæðings og þá uppgötvaðist það að Lonni og Baldur gleymdu sparifötunum, hangandi á skáphurðinni heima hjá sér.
Og samt voru þau búin að koma til mín um morguninn og fóru aftur heim til sín, því að þau gleymdu páskaegginu og bjórnum. Og fötin hengu beint á móti útidyrahurðinni. Svo nú voru góð ráð dýr, og Lonni hringi í Baldur Lilju sem ætlaði að koma á laugardeginum og bað hann að ná í fötin. Sem hann og gerði. En þau urðu nú samt að fara í gallabuxum í kirkjuna því Baldur var ekki kominn. En svo gátu þau skipt áður en veislan byrjaði.


Þegar við komum norður var tekið á móti oss með blómkálssúpu og brauði. Og Hlín mágkona stóð og hrærði í 100 lítra potti og hitaði 1000 brauð. Því von var á mörgum gestum. Hlýjar og notalega móttökur það. Svo var brunað í Sveinbjarnagerði þar sem boðin var gisting fyrir fermingargesti, ásamt morgunverði. Og þar áttum við gott kvöld. Fermingin var alveg meiriháttar og mjög persónuleg þar sem Gyrðir Örn frændi minn fermdist einn. Ekki var veislan síðri. Dásemdar matur og hnallþórur í eftirmat og kaffi. Veislan var fín og stóð í eina 5 klukkutíma. Mikið um skemmtiatriði og ræður. Og the raisin in the end of the dog. Hundur í vanskilum. Jísös. þeir eru algjört æði. Við gjörsamlega grenjuðum úr hlátri.


Litli kúturinn minn var víst búinn að lofa afanum sínum að spila eitt lag á blokkflautuna í veislunni. Og ekki vantaði að hann æfði sig á leiðinni norður. En svo þegar í veisluna var komið og hann sá allt þetta fólk fékk minn maður skyndilega í magann. Kom til mín og sagðist vera að drepast í maganum og ég get ábyggilega ekki spilað á flautuna. Og þá vissi ég alveg hvað var í gangi. Kvíði... Svo ég talaði við pabba og bað hann um að sleppa honum, sem var að sjálfsögðu ekkert mál. Svo ég tilkynnti stubbnum að hann þyrfti ekki að spila og þá læknaðist magaveikin ótrúlega hratt. Allavega borðaði hann á við 2 fullorðna. Enda mikill matmaður, og veit ekki hvað matvendni er. Fermingarbarnið sagði nokkur orð við gestina og þá fór minn maður að hafa áhyggjur af því að hann þyrfti að tala í sinni fermingu, sem by the way er eftir 4 ár. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.. En sem sagt góð helgi í allastaði. Frábært að hitta allt þetta fólk, hefði samt viljað hafa meiri tíma með brósanum mínum og fjölskydunni hanns.. En það verður að bíða betri tíma.
Svo er vinna á morgun, kvöldvakt og vinnuhelgi framundan. arrrrrrggggg. Jájá, ég veit, ég veit. Vera þakklát fyrir að hafa vinnu. Þoli samt ekki þessar vinnuhelgar. So bí it..
Nenni ekki meir.
Knús í krús.................

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ææ. Nú er ég sorgmædd. Var bent á síðu móður sem eignaðist fyrirbura í febrúar og er búin að lesa hana. Þvílík sorg og barátta. Sendi henni mínar dýpstu samúðarkveðjur í þessari erfiðu barátt. Farið endilega inn á síðuna hennar og kommentið hjá henni. Sendum henni styrk. Litli drengurinn hennar berst fyrir lífi sínu, og hún skrifar svo einlægt að það er þyngra en tárum tekur. Ég er algjörlega búin að grenja úr mér augun og þakka fyrir börnin mín þrú. Þau eru öll yndisleg.
Þið komist hér inn á síðuna. KRISTÓFER

Knús í krús........

mánudagur, apríl 05, 2004

.
AAAAAAAAAAAaahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh.
Helgin liðin og alveg hreint dásamleg slökun og yndislegur félagsskapur. Þessi dásamlega helgi stóðst undir öllum mínum villtustu vonum. Lögðum af stað klukkan þrú og Hrönn deildi bjór á leiðinni, en Sússý varð að bíða með það þar sem hún keyrði. Pizza í Hveragerði. Hvítu kastali og hún smakkaðist jafvel og síðast. Svo áfram upp í bústað. Reyndar tók húsið ekki vel á móti okkur. Þegar við opnuðum hurðina gaus á mót okkur þessi líka ógeðslega lykt. Okkur datt hreinlega í hug rotnandi lík. En sökudólgurinn sat í ruslaskápnum, því þar beið okkar troðfullur ruslapoki frá síðasta fólki, og samkvæmt gestabók hússins hefur enginn verið þar síðan 5 mars. Við máttum gjörasvovel að opna alla glugga og dyr og lofta út í klukkutíma eða svo. Og brrrrrrrrr, það var sko orðið kalt í húsinu þá. Og ekki nóg með það heldur höfðu þau líka skrúfað fyrir vatnsinntakið í húsið svo það var hvergi vatn. Ekki einu sinni í klóinu. En allt bjargaðist þetta og létum við þetta ekki skemma ferðina fyrir okkur. Mikið legið í pottinum og borðaður mikill og góður matur. Og hlegið maður minn. Við vorum með verki. Svo þetta verðu pottþétt endurtekið.
Svo bara vinna í dag. Og ég er búin að vera gjörsamlega uppgefin eftir að ég kom heim úr vinnunni. Svo hér krota ég klukkan níu, því ég skal snemma í rúm.
Survivor er að byrja svo nú er ég hætt, meira annað kvöld.
Knús í krús.........................................

föstudagur, apríl 02, 2004

Mér er orðið ljóst að ef ég reyni ekkert nýtt, læri ég ekkert nýtt..............................

.
Já elskurnar mínar þetta hef ég nú alltaf vitað og verið að reyna að segja ykkur svona gegnum árin. híhíhí...........
Neiiiiiiiiiii, bara jók.....................................................................................................................................................
En nú er biðtíminn á enda og lagt skal upp í ferð á morgun. Sússý frænka hringdi í mig í vinnuna í kvöld, bara svona að tékka hvort ekki væri allt á áætlun. Svo það eru fleiri spenntir en ég. Fór í dag og náði í lykilinn, og skammaðist til að skila lyklinum síðan í fyrra.
Einhverra hluta vegna týndist hann í veskinu mínu og fannst ekki fyrr en núna um jólin þegar ég fékk nýtt veski í jólagjöf frá spúsanum mínum. hmhm... Og svo bara gleydist alltaf að fara með hann. En konan var voða glöð að fá hann þótt seint væri..

Nú eru hjónin alvarlega að spá í að fá sér nýja tölvu til heimilisinns. Allt fullt af allkonar gylliboðum út um allann bæ.
Svo nú er að hrökkva eða stökkva. Og mér líst miklu betur á að stökkva. Og henda sér í leiðinni á ADAL. Já kæru vinir þið heyrðuð rétt. Bara með svona gamaldags handvirka innhringingu... Svo nú er um að gera að tæknivæðast. Við erum meira segja svo rík að eiga skanna, sem hefur aldrei verið tengdur við þetta skrapatól, situr bara hér við hlið mér og rykfellur. Lilja og Baldur voru svo hugguleg og komu hér færandi hendi í fyrrasumar með þennann fína skanna. Mér finnst nú alveg kominn tími til að vígja hann. Og svo prenntarinn. Hann er nú saga út af fyrir sig. Hann urgar og surgar eins og gamall traktor, og svo er hann svo fínn með sig að það þýðir sko ekki að setja bunka af blöðum í hann. Nei góða mín þú skalt mata mig á hverju blaði fyrir sig. ARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGG Veit sko ekki hvað hann heldur að hann sé.
Já góði minn. Bíddu bara þangað til ég er búinn að fá nýjann.

Jybbí. Nú er hún Harpa komin í bloggmenninguna. Það er alltaf gaman þegar nýjir bloggarar bætast í hópinn. Meira slúður að lesa.. Velkomin elskan....

Svo var ég búin að sjá framm á það að ég yrði að þvo og þurrka til 6 í fyrramálið en nei. Haldiði ekki að bóndinn sé bara búinn að þvo næstum allt þegar ég kem heim úr vinnunni. Svo ég þarf bara að þvo eina vél og nú er hún í þurrkaranum.
Aldeilis sem það er dekrað við mann.

Svo er ég búin að fá saltið úr Dauðahafinu sem ég pantaði til að setja í heitapottinn um helgina. Pælið í því. Salt úr Dauðahafinu með lavender ilmi. Já allt er nú til. Keypti það á Miranda´s kynningunni um daginn.

Jæja nú nenni ég ekki meir og meir fáið þið ekki fyrr en í fyrsta lagi á sunnudagskvöldið. Hafið það sem allra náðugast þangað til.
Knús í krús................

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Mér er orðið ljóst að börn verða að fá að vera börn.............................................38 ára

.
Well,well.well. Einn enn dagur að kveldi kominn og einum degi styttra í saumaklubbssumarbústaðarferðalagið.................
Var að koma af kvöldvakt. Gjörsamlega brjálað að gera. Og svo varð TúrsTæn næstum því fyrir slysi. Hann var heppinn gæinn að ekki fór verr. Þannig var að hann fór niður eftir að ljósaskiltinu til að breyta verðinu þar á eldsneytinu sem by the way hækkaði nú á miðnætti. En hann hafði aldrei gert þetta áður og vissi ekkert hvað snéri upp og niður. En allavega hann tók með sér skrúfjárn til að reyna að opna dæmið þar sem verðinu er breytt og vildi þá ekki betur til en svo að skrúfjárnið rennur til og stingst upp í NEFIÐ á honum, kemur hann svo arkandi inn allur í blóði og huggulegheitum. En aldeilis sem hann var heppinn að fá ekki helv.... járni í augun.
En hann var voða duglegur þessi elska og fór aftur og tókst að ljúka verkinu.

Nú þetta með vinnuna. Held að ég taki hana ekki þó svo að mér verði boðin hún. Búin að reikna þetta fram og til baka og til að ég hafi einhver laun að ráði, eða að minnsta kosti svolítið hærra en ég hef í dag, þá þyrfi ég að vinna 12 tíma á dag 7 daga vikunnar. Neibb. Held ekki. Svo Diddan mín. No worrys. Ég mæti.....
Og svo hef ég ákveðið að fresta aðgerðar tíma fram á haustið. Nenni hreinlega ekki að eyða öllu sumrinu í endurhæfingu.
Betra að eiga við þetta í haust.

Jæja annars er eitthvað andleysi í gangi. Held ég drífi mig bara í bælið.
Knús í krús.......................