laugardagur, desember 13, 2008

Kojufyllerí

Eigum við að ræða það eitthvað. Við mæðgurnar höfum setið hér að kojudrykkju í kvöld, heil hvít farin, nokkrir bjórar og nokkrir Tia María kaffi farið sömu leið. Dóttirinn fékk náðarsamlegt leyfi rúmfélagans til að fá sér í tánna með móðurinni og situr hér enn. Er alveg að fara að henda henni út. Gamlar og misgóðar minningar upprifjaðar. Alltaf gaman að því. Sæææællll, Stendur og skrifað. Einu sinni einu sinni enn. My love my life. Já en það er lagið okkar Guðnýjar og so what. Við erum með rautt naglalakk. Þetta er steypublogg dauðans, ekki reyna að skilja það. Það er bara fyrir þá nánustu. Sko mig og dóttluna,. hehehehehehe......
Góða nótt.

mánudagur, nóvember 24, 2008

Jólin eru að koma

Jebb. Mig er farið að hlakka til jóla. Þrátt fyrir kreppu og samdrátt buddunar. Bara það að eiga góðar stundir með familý og vinum. Það er reyndar búið að vera bilað að gera hjá mér, eins og kannski sést á bloggleti konunnar. En svona er það bara. Jólatónleikarnir næsta laugardag og svo bara jóláfrí í kórnum. Held að við höfum aldrei verið búnar svona snemma. En það er sko bara fínt. Svo síðast en alls ekki síst. Sólsnípurnar eru að fara að slá í gegn. Bara gaman að þvi. Semst bara gaman saman.

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Útskýringar geta stundum orðið soldið snúnar.

Hjón nokkur voru búin að vera gift í 20 ár.
Alltaf þegar þau nutu ásta heimtaði maðurinn að ljósin væru slökkt.
Eftir 20 ára hjónaband fannst frúnni þetta vera fáránlegt.
Henni datt í hug að nú skildi hún venja mann sinn af þessum vana.
Eina nóttina, þegar þau voru í miðju kafi, í eldheitum "argandi" ástarleik, kveikti hún ljósin.
Hún leit á manninn sinn og sá að hann hélt á verkfæri sem gekk fyrir batteríum.
Víbrator! Mjúkum, yndislegum og mun stærri en alvöru.
Konan varð algerlega brjáluð. "Þú getulausa kvikindi," öskraði hún á hann, hvernig gastu logið að mér öll þessi ár?
Það er eins gott að þú útskýrir þetta fyrir mér!
Eiginmaðurinn lítur beint í augu konu sinnar og segir mjög rólega:
"Ég skal útskýra leikfangið . . . en þú ættir að útskýra börnin."

föstudagur, október 31, 2008

Whatttttttt

Á ég blogg. Nú ég var bara búin að gleyma því. Á bara andlitbók þessa dagana. Er alveg að missa mig á þessu dóti. Það er sko bara full vinna að fylgjast með öllum þessum beiðnum um að ganga í hinn og þennan klúbbin. Gerast aðdáandi hins og þessa. Svettans mar. Kreppan lenti á mér að sjálfsögðu en ekki hvað. Alltaf sama heppnin í frúnni. Búið að taka af mér helminginn af vinnunni. Byrja á mánudaginn í hálfri vinnu. Frá 9 til 1. Ekkert nine to five hér takk fyrir. Buddan kemur náttla til með að léttast í hlutfalli við það. Er bara alvarelga að hugsa um að yfirgefa skerið. Held að við eigum langt í land með að ná botninum. Fuck. Er smá vonlaus þessa daganna.
Good by........

fimmtudagur, október 23, 2008

Ja hér.

Bara næstum búin að gleyma að ég ætti blogg. Var svo eitthvað að fikta í commenta gaurnum og stillti óvart á að ég þyrfti að samþykja comment. Er búin að breyta þvi aftur. Sorry lady Lilja. Núna geturðu commentað að vild. Helgin framundan, vinna annað kvöld í Öflun. Guvöð hvað ég verð glöð að koma heim annað kvöld. Algjörlega nothing to do þessa helgi. Búin að vera að dúlla mér á Itunes og Ipoddast aðeins. Keypti mér nokkur lög, tvær plötur og eina bíómynd. Jibbýjey.... Bara á fullu að eyða Itunes inneigninni minni. Gæti trúað því að einhver vilji komast í Ipodið mitt núna. heheheh.. Á eitt kort eftir sem mér er ómögulegt að setja inn. Það eru svo skrítnir stafirnir í kódanum að ég geri alltaf einhverja fjandans vitleysu. Verð að fá einhvern góðan til að lesa þetta með mér. Hmmmm. Hver skyldi það nú vera. Erum alveg farin að finna fyrir gjaldeyrisleysi og kreppunni í vinnunni. Bara rétt að vona að mar haldi vinnunni. Shitt. Nenni ekki meir. Alveg búin í öxlum og baki á þessu tölvuhangsi. Á eftir að setja fullt af diskum inn á poddin. Oh, það þarf svo sterk bein til að vera ég.
Adio mi amigos......

sunnudagur, október 19, 2008

The winner take's it all.

.
Eða þannig sko. Fór á Óþverramótið fína í dag. Og hvað haldiði. Frúin vann. Var með hæsta skor. Fékk medalíu og alles. Ásdís fékk gulllið, vann flest spil, ég sifrið með hæsta skorið og Tania, æjæjæ hún fékk skammarverðlaunin. Bronsið....


Ó, ég er svo montin. Og þarna er frúin með nýju fínu brillurnar. Lonni var ekki par ánægð með móður sína þar sem aðeins tuttugu stig skildu okkur að. Hún vildi líka fá medalíu. Jebbs. Gaman að þessu. Svo er ég bara búin að vera að tjilla hér í kvöld. Ein í kotinu með voffana. Skrapp í smá göngu um hálf ellefu með þær. Svaka dugleg. Horfði svo á Singing bee í endusýningu. Og oh my lord. Mikið rosalega sem þær fara í nervurnar á mér þessar dansandi býflugur. Alveg á mörkunum að ég geti horft á þetta. Fyrir nú utna það hvað það getur verið þreytandi að heyra sama erindið endurtekið allt upp í sex sinnum. Komið sæl og blessuð. Stóð sig samt vel snótin í kvöld. Fór heim með hálfa millu. Ekki lélegt það. Og svo hef ég líka tekið eftir því að söngvararnir í hljómsveitinni fara stundum rangt með texta. Algjört lágmark að þau fari rétt með þar sem þetta er keppni um að kunna textana. Ekki meir að sinni ætla að fara og kúra í sænginni minni.

Adios amigos