föstudagur, desember 31, 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut

og aldrei það kemur til baka. Mikið óskaplega sem mér finnst þetta lag og texti fallegur. Og alltaf fæ ég nú smá kökk í hálsinn þegar það hljómar í sjónvarpinu um leið og gamla árið fjarar út og nýja árið rennur inn. Verða alltaf eitthvað svo tilfinninganæm á því augnabliki. Soldier's Kiss Já elskurnar mínar svona er ég bara. Samt engin áramótaheit. Var að koma úr vinnunni og nú komin í soldið langt frí. Eða þar til í mars. Er að fara í tjéða aðgerð sem hefur áður verið nefnd hér, (verð samt ekki með neinar útskýringar á henni hér, allavega ekki strax) Fer í hana 4 janúar og er ég núna í nettu kvíðakasti. Kvíði bara alveg hreint órtúlega fyrir þessu. Kom mér soldið á óvart þar sem ég hefi nú hugsað um þetta í 2 ár. Fór í morgun í innritun og blóðprufur og svoleiðis og búmm. Þungur steinn í mallann. Komst líka að því að allir læknar eru orðnir yngri en ég og mér finnst það ekki gott. Vil hafa þá svona á miðjum aldri eins og þegar ég var tuttugu. Hmmm. Eða ég kanski sjálf komin á miðjan. ha,. Finnst þetta allt vera hálfgerðir stráklingar. En sjálfsagt færir í sínum fögum alveg eins og þessir miðaldra fyrir 2o árum síðan.. Nurse ´Hjúkkurnar líka hálfgerð stelpuskott. Og talandi um stelpuskott. Var að klára bókina hans Sigmundar Ernirs og þvílíkur snilldar rithöfundur sem sá maður er. Hann hefur þvílíkt vald á íslenskri tungu og er ótúrlega klár að smíða þau saman.(orðin) En þvílík barátta og erfiði að ala upp þessa litlu skottu. Svona fólk á sko heiður skilin. Svo kvartar maður og kveinar undan blessuðu heilbrigðu börnunum sem ekki nenna að taka til, nenna ekki að læra og suða og sínkt og heilagt í búðum. Fussu svei, maður ætti sko að skammast sín. Og hana nú... Daycare Alveg er ég ótrúlega ánægð með litlu kallana mína.
En held að nú sé nóg komið.

Gleðilegt nýtt ár ljósin mín og hamingjuríkt nýtt ár.
Kem sjálfsagt ekki hér inn fyrr en um miðjan janúar.
Happy New Year
miðvikudagur, desember 29, 2004

wellwellwellwellwellwellwellwell

Er nú ekki kominn tími til að setja hér eitthvað inn. Aldeilis sem maður er búin að vera latur. Það er svona þegar fólk bara borðar og borðar. Svínnn. Tongue Out 1 Nei ég segi nú bara svona. Hér hefur bara verið gestagangur mikill og svona svo að maður hefur bara ekkert verið að hugsa um þetta annars ágæta blogg sitt. Annars erum við bara búin að hafa það gott með okkar fólki. Fá fullt að góðum gjöfum og vonandi gefa líka góðar gjafir. Yndislegt var nú að hafa litla manninn hér hjá okkur á aðfangadag, svo nú erum við búin með okkar skammt í bili. Þau verða annarsstaðar nætu jól. Blessaða unga fólkið sem þarf að púsla saman þessum dögum á milli foreldra. Æj já það sem á þau er lagt,. Candy Cane 1En það er nú alltílæ.... Sem sagt góðir dagar að baki. Og svo áramótin framundan. Skyldi fólk vera að ákveða einhver heit núna. Ekki ég. Hef aldrei gert það. Hefur svona fundist að þessi heit eru bara til að brjóta þau. Fara í megrun, hætta að reykja, hætta að drekka, hætta að berja konuna, hætta að ..........blablablablabla... Það þarf engin áramót til að strengja heit. Neibb ég þekki engan sem hefur staðið við svona heit. Cigar En gott samt ef fólk stendur við þau. En tókuð þið eftir köllunum mínum? Jey komnir aftur. Jibbý...... En í raun hef ég ekkert að segja alveg tóm enda orðin frekar sybbinn.
Kvöldvakt á morgun og hinn. Gaman að hitta þetta lið aftur.
Yfir og út krúsarknús.......... Bouquet


föstudagur, desember 24, 2004

Jæja elskurnar mínar

Þá er jólin alveg við það að ganga í garð. Steikin komin í ofnin og frúin búin að þrífa hér allt hátt og lágt. Jólatréð skreytt í gærkveldi og sem betur fer gerði ég það fyrir lokun versluna, því að nýja serían sem ég keypti er ónýt. Eitthvað sambandsleysi í gangi. Svo ég náttla brunaði í Garðheima og reddaði mér nýrri. En hvað um það. Ætlaði bara að henda á ykkur jólakveðju.

Þið öll nær og fjær.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hlakka til að hitta ykkur öll hress á nýju ári.
Hafið þið það sem allra best og passiði nú mallakútinn.
Jólakveðja. Gunna the blogger

þriðjudagur, desember 21, 2004

Alveg að komast í jólafrí

Jibbýkóla.... Búin að nánast öllu sem ég þarf að gera. Skrifaði jólakortin í gær og kom þeim í póst í dag, pakkaði inn jólagjöfum fyrir lilla bró og hans family og Diddi fór með þær á pósthúsið í dag. Bara eftir að kaupa eitthvað smart handa dætrunum og tengdasonum, og svo þarf ég að finna eitthvað handa spúsa mínum. Svo kom Olga hér í gærkvöldi þessi elska með blóm og konfekt, svona bara í ganni sínu og afþví að það er nýbúið að skíra litlu elskuna mína. Svo á hún sjálf afmæli á morgun, verður 34 ára svo ég má til með að kikka aðeins á hana. Fór í gærmorgun og sótti geisladiskinn sem tekin var upp á tónleikunum núna í Hallgrímskirkju og nammi namm. Er eiginlega á því að þetta séu bestu jólatónleikar sem ég hefi sungið á. Þrátt fyrir það að mér hafi fundist við mega syngja aðeins meira. Hann er alveg hreint ótrúlega ljúfur og svona og mig langar mest til að henda mér í sófann og loka augunum og njóta þegar ég set hann á. Þetta er sko klárlega jóladiskurinn í ár. Húrra fyrir okkur og Möggu fyrir valið á þessum lögum. Þetta er ein heild. Og svo er hún Silla mín loksins orðin AMMA. Búin að ná mér. hehehe... Yndislega sæt lítil stelpa. Mikið lík móður sinni og ömmu. Allavega á þessari myndi sem hún sendi mér. Svo er ég búin að setja inn myndir hjá Mikael Orra frá skírninni, svo nú getið þið barið dýrðina augum, Þ.e. skírnarkjólinn fræga. Lét svo líka detta með nokkrar jólasveina myndir af honum líka. Hann er rosa sætur á þeim. Endilega kíkið á þær. Well,well. Komin tími á ból enn eina ferðina svo nú er ég hætt...

miðvikudagur, desember 15, 2004

Jæja þá er búið að

skíra elskulega litla kútinn okkar. Og það engu smá nafni, Mikel Orri Scheving. Og var hann alveg yndislegur og skoðaði bara í kringum sig allann tímann og grenjaði bara ekki neitt. Fín veisla á eftir og góðar kræsingar. Mar alveg búin að éta á sig gat. Fór svo í dag í skóleiðangurinn mikla með Lonni og keyptum við báðar skó. En ekki var það nú samt eins og áætlað hafði verið. Þ.e. góða skó til að standa á tónleikum og svona. Jú, Lonni keypti svoleiðis, voru ekki til í mínu númeri. Ohhhh.... En haldið ykkur bara, þeir voru til í RAUÐU í mínu númeri sko 38. Eitthvað átti ég nú erfitt með að ákveða mig, langaði alveg ógeðslega í þá, þeir eru sko alveg æði. Svo ég tók mér smá tíma í innhverfa íhugun á meðan Lonni borgaði sína og tók svo ákvörðun. Jú takk ég ætla að fá eitt svona rautt par. Og oh my god hvað er gott að vera í þeim. Ég verð bara að kaupa mér svarta fyrir vortónleikana. hehehe....Ótrúlega mjúkir og fínir úr einhverju voða fínu geitarskinni. Sorry. En svona er þetta. Blessuð litlu dýrin sem lenda undir hælnum á mér. á æ á æ á æ á æ.... Kannski við ættum bara að fara að ganga í flókum aftur. Nehhhhhhhhh... held ekki. Ég er í góðum málum lalalalalala... Neibb nú er ég hætt þessu endemis bulli og farin að sofa. Og ekki má gleyma því. Lilja mín til hamingju með 22ja ár afmælið þitt dúllan mín. Og Silla hvernig er þetta eiginlega eru engir stingir komnir.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Held bara að ég sé í

tjáningar þörf þessa stundina. Er nokkurn vegin ný komin heim af fyrri tónleikunum. Tókust að ég held bara alveg hreint ágætlega. Mesta furða hvað Lau date pueri dominum, blablabla rann ljúflega. Já ég leyfi mér að segja ljúflega. Skrapp svo heim með Sillu og fékk að bergja smá af hennar eðal kaffi. Var svona nett að hugsa um að skella vélardruslunni undir annann handlegginn og kippa með mér heim. Mmmmmm...... Love this machine....Var náttla á morgunvakt í morgun og komst að því að Libbidý var búin að breyta öllum áformum í sambandi við skírnina sem by the way er annað kvöld og bara svona nett láðist að láta okkur foreldrana vita. Svo ég fór í stresskast dauðans og var alvarlega að spá í að sleppa því að mæta á þessa tónleika í kvöld. En sem betur fer þá bara dreif ég mig. Er núna að baka mína dásamlegu jarðaberjatertu. Búin með einn botn og hinn er á leiðinni. Henda svo í ostaréttinn á morgun og baka Guggu brauð. Skreppa svo með Lonni og kaupa okkur skó. Ahhh,.... gaman,gaman... Vildi að mér þætti jafn gaman að kaupa mér brækur eða eitthvað annað en skó. Enda alltaf þannig að það liggur við að ég verði að fara í tunnunni og kaupa mér föt. Bíp,bíp....Skírnarkjóllinn liggur hér og er að þorna, þarf svo bara að glitta aðeins yfir hann með heitu járni og þá er hann reddy og þótt svo ég segi sjálf frá þá er hann ÆÐISLEGUR. Sé sko ekki eftir því að hafa lagt í þetta prjónaferðalag mitt. Lille manninn gisti hér hjá afa og ömmu um helgina, og var yndislegt að hafa hann. Hann er farinn að kjafta svo mikið og brosir út í eitt. Svo fékk hann að fara á jólaball í gær í vinnunni minni. Ekki fannst Erni það leiðinlegt. Var eins og rogginn hani. Fór í vinnuviðtal á föstudaginn í 10-11, hafði hent inn umsók á netinu og boðuð í viðtal strax daginn eftir. Kemur mér sko ekki á óvart að þeim vanti fólk. Launin sem mér voru boðin, jísus kræst, hvað er að þessu fólki. Ég var sko frekar móðguð. Að láta sér detta það í hug að bjóða mér þetta. Búin að vinna við verslunarstörf í hátt í hundrað ár og er nánast miðaldar. Hefði ég verið 16 ok. En nei. Enda sá stelpuræksnið það alveg á mér að mér var misboðið. Seinna vinur sko. Well, ætli það sé ekki best að fara að tékka á þessum kökubotni og koma sér svo í bælið. Farið að svíða í augun að horfa á þennann blessaða skjá..........

þriðjudagur, desember 07, 2004

Allt á fullu

og verður svo þar til að kvöldi 16 desember. Hjúkk hvað mig hlakkar til. Þetta er að verða alveg ágætt. Fínt að hafa nóg að gera, en öllu má ofgera. Var að vinna eftir nýju vaktaplani síðustu helgi og er alveg harðákveðin í því að þær verði ekki margar. Þetta er sko ekki fyrir mig. 13 tímar í beit tvo daga í röð. O nei o nei. Enda nennti ég hreinlega ekki að gera neitt annað en það allra nauðsynlegast og svei mér þá, held að þetta sé fyrsta helgin sem ég vinn þarna án þess að þrífa helv.... loftið. Og fékk sko ekki móral. Fór svo í morgunkaffi til Sillunar sem reyndar svaf allan tíman sem ég stoppaði. *hlæ**hlæ*. Giskiði svo bara í eyðurnar. Svo að kaupa skírnargjöf handa gullinu hennar ömmu sinnar og svo til Olgu að smakka jólakökubaksturinn. Bara svona til að tékka á því að þær væru í lagi. Nammi,namm.....Svo heim og þar voru dæturnar ásamt lille mann. Meira hvað hann er mikið yndi. Brosir bara og hjalar. Ohhhhh svo mikið rassgat.....Kóræfing í kvöld og generalprufan annað kvöld. Og ég sem á náttla kvöldvakt, hringdi í TúrStæn og vældi smá og sagði honum hvað hann væri sætur og mikið æði. Og að sjálfsögðu bráðnaði þessi elska og skipti við mig á morgun. Svo ég ætti nú kannski að drífa mig í bælið svo ég vakni tímalega. Eitthvað finnst mér erfitt að vakna þessa dagana. Finnst bara best að kúra fram yfir hádegi, eins og fleirum sem ég þekki. Nefni engin nöfn hér...Nú er ég farin.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Júhú, var að koma

úr vinnunni og var bara aldeilis skemmtileg vakt. Enda að vinna með úrvalsfólki. TúrStæn og Jónu megababe í rifnum buxum.hehe... Kóræfing í gær með Voxurum og Stúlknakórnum. Held að þetta sé nú bara allt að koma og möppulausir tónleikar framundan hjá mér. Sillan kom svo við hér eftir æfingu hjá Léttunum og eins og ævinlega þegar við setjums við kaffiþamb í ómældu magni og kjaftagangi að þá var klukkan að sjálfsögðu að verða 3 þegar hún fór. Ótrúlegt hvað við getum endalaust blaðrað um allt og nákvæmlega ekkert. hehehe.... Kíkti svo aðeins á Reality Cannel og sá þar mjög áhugaverðann þátt um afnám húðæxlis og húðágræðslu eftir bruna. Hef alveg hreint ótrúlega gaman af svona þáttum. Fór svo í dag og sótti mömmu í vinnuna og svo með skírnarkjólinn sem by the way er búinn, að kaupa efni til að hafa undir honum. Mamma ætlaði svo að sauma það fyrir mig, þar sem ég hefi ekki enn tekið meirapróf á saumavél, en svo ákvað hún bara að fá saumakonu til að gera þetta fyrir sig og veður hann tilbúinn 11 des, og þá er bara að fara með hann heim og þvo og þá er allt reddý. Svo bíður mar spenntur núna því að nú fer að styttast í að Silla bætist í hóp kátu ömmunnar. Annars er nú meira hvað mér líður vel í nýja sjónvarpsherberginu mínu núna. Er sko alveg ótrúlega ánægð með útkomuna á þessu verelsi.. Held ég láti staðar númið í bili, er nebbilega að pæla í því að drífa mig snemma á lappir í fyrramálið og gera einhverja hluti sem ég hefi ætlað mér lengi, eins og að kíkja á hana Sigrúnu mína sem er flutt og alles og mín ekki búin að skoða herlegheitin.

Yfir og út, krúsarknús.