þriðjudagur, september 16, 2008

Aldeilis

hvað þrjú lítil saumspor í munni geta pirrað mann endalaus. Ég er orðin svoooo þreytt í tungunni Tongue On The Floor að það hálfa væri hestur. Get með engu móti látið þetta vera. Allir að tapa sér yfir Bubba kallinum. Meira hvað fólk getur látið hann pirra sig. Ætli þetta sé ekki bara afbrýðissemi. Hmm. Maður spyr sig. Honum hefur vegnað hvað best af íslenskum poppurum.Singer 1 Hvað sem því líður, þá bara fíla ég hann í botn. Veit svosem ekkert um hann sem manneskju en ég er alveg að fíla tónlistina hans í tætlur. Og hana nú. Og á meðan hann gerir flotta músík þá er mér slétt sama hver hann er að innan. Ekki er hann við mitt eldhúsborð að bögga mig. Konan búin að breyta lúkkinu hér á blogglandinu. Alltaf eitthvað að fikta. Kann mér bara ekki hóf í þessu fikti. Hef annars ósköp lítið að segja þessa stundina. Er bara búin að vera að raða hér í kórmöppuna og hlusta á Ipodið Musicmitt dásamlega sem hefur að geyma allar kóræfingarnar. Þannig að það er leikur einn að æfa sig heima. Var reyndar að fatta það að ég á tíma í plokk og lit á morgun eftir vinnu. Verð að hringja og fá tíma seinna. Sé ekki að ég nái þessu. Á að vera mætt korter fyrir sex upp í kirkju. Svo gerðist ég ótrúleg hetja í kvöld. Karen hundakona hringdi og doblaði mig til að passa fyrir sig hund, frá og með morgundeginum og til 25 mars. Sjæss mar. Hvernig skyldi það nú ganga. Sjálfsagt hefur Yoko bara gott af þessu. Skilja það að hún er sko ekki ein í heiminum. Hún er nebbla soldil frekjuhundur þessi elska. En anyways, þá kemur Opal hér á morgun. Gaman saman,Dog 20Dog 21 er þaggi bara. Kemur í ljós. En hún er sko ótrúlega sæt. Er eiginlega ákveðin í því að fá hvolp undan henni við gott tækifæri. Jebb. Nú er frúin endanlega komin í hundana og ekkert annað. Örn er ákveðinn í því að leyfa Yoko að sofa uppí í nótt. Hún á nefnilega afmæli á morgun. Verður sko 1 árs. Og þá finnst honum það sko alveg tilvalið að leyfa henni að kúra uppí. Farin að sofa.

Söngfuglinn kveður með Stabat Mater á heilanum.......


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 11.3.2008 | 23:24 | Slóð | Athugasemdir (1

Engin ummæli: