Þoli ekki að vera andvaka. Hata það að vera andvaka.Fór í bælið og sofnaði í klukkutíma eða svo og nú sit ég og blogga. Það er náttla ekki allt í læ. Var að vinna í litla 17 tíma í dag og svo get ég ekki sofið. Fór í Elko í dag og keypti mér rafmagnstannbursta. Líf mitt gengur út á burstun þessa daganna. Er ennþá að drepast í munnsanum eftir tannholdsfræðinginn á mánudaginn. Bryð bara Ibufen eins og brjóstsykur. Select vinna annað kvöld og sunnudagskvöldið. Svo ætla ég bara að slaufa þessari aukavinnu. Læt mér bara mína dagvinnu duga. Hef svo sem alveg nóg með mitt hitt. Nenni svo sem ekkert að pára hér. Er algjörlega andlaus og drullusybbin líka. Er búin að fara blogghringinn og krúsa fasteignasíðurnar hér í þessu fj...... andvökuástandi mínu. Ætla að gera aðra tilraun til svefns.
Söngfuglinn kveður með stórann geispa í uppsiglingu...
Ætla að fara og telja skó.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli