sunnudagur, september 28, 2008

Aldeilis

frábær dagur að kveldi liðinn. Héldum upp á 70 ára afmæli mömmu í dag og kvöld með pomp með prakt. Og mamma vissi ekkert. Tókum hana alveg í nefið. Byrjuðum á því mágkonurnar, það er ég og Hlín, á því að fara með ma í Baðhúsið. Þar fengum við nudd, fórum í heita pottinn, í gufuna og þær fóru í ljós.


Ég reyndi. Ég get svo svarið það. Setti peninginn í raufina og ljósið í bekknum kveiknaði. Ég lagðist á bekkinn. Í hálfa mínútu. Stökk upp aftur, hljóp út og sagði mömmu að nota peninginn minn. Ég bara get ekki fyrir mitt litla líf legið í svona bekk. Er bara að kafna úr innilokunarkend. Jæja, en hvað um það. Við fengum freyðivín og jarðaber. Og höfðum það bara ógisslega kósý.



Hér er mamma á leið út úr baðhúsinu. Hver getur trúað því að þessi kona sé sjötug. Löbbuðum svo upp á Ruby thusday og fengum okkur hvítvínsglas og svo kom Bói bró að sækja okkur. Og við vorum búnar að gefa það svona í skin við mömmu að við værum að fara út að borða bara þrjár saman, og við vorum líka búnar að segja henni að við ætluðum að hafa kaffi fyrir hana á morgun í salnum inni á Sléttuvegi. Nema þegar Bói kemur segir hann að Diddi (sem by the way átti að vera á kvöldvakt) hefði hringt og sagt að við yrðum að fara og ná í lykilinn af salnum því að húsvörðurinn væri að fara út úr bænum og gæti ekki látið okkur hafa hann í fyrramálið. Þannig að við náttla brendum upp á Sléttuveg. Shettans mar. Þegar við komum inn á bílaplanið stendur áðurnefndur Diddi á miðju planinu og blaðrar í símann. Mamma tekur strax eftir honum og segir, hvað er Diddi þarna í jakkafötum ??. Við Hlín supum hveljur í aftursætinu. Rukum út úr bílnum og Bói segist vilja sjá salinn. Í því sem ég stíg út úr bílnum sé ég allar kórkonurnar mína koma. Og bara fæ netta. Sussa á þær og þær fatta strax hvað er í gangi, bakka hljóðlega fyrir hornið. Hlín drífur mömmu inn og við hálf hentum henni inn í salinn áður en hún gat velt sér upp úr því hvað Diddi væri að gera þarna. Og oh my god. Þar voru allir gestirnir og það sem mín var hissa. Gjörsamlega missti sig. Grenjaði úr sér augun. Skömmu síðar gengu kórkonurnar mínar inn og við Lonni blönduðumst í hópinn og sungum við fjögur lög. Og mamma grét. Salurinn allur skreyttur með borðdúkum skreyttum danska fánanum. Danskir fánar á borðum og Jónas vinur okkar sem lærði til kokks í Danaveldi og eldaði ofaní danina í 20 ár, eldaði þetta líka fullkomna danska hlaðborð.


Og hér er kokkurinn sjálfur. Pabbi hélt ræðu og mamma grét, Bói hélt ræðu og mamma grét, Tóta spilaði á þverflautuna og mamma grét, Hlíln las upp danskt ljóð og mamma grét, Kára vinkona mömmu hélt ræðu og mamma grét. Bergþór Pálsson kom og söng þrú lög og mamma grét.




Algjörlega fullkomin dagur. Hefði ekki getað verið betri. Yndislegt að hitta frænkur og frændur sem maður sér svo alltof sjaldan. Svo hringdi mamma í okkur eftir að við vorum komin og heim, þurfti að þakka aðeins meira fyrir sig og sagðist bara vera búin að VÖKVA músum í allan dag. Já, það eru sko ekki allir sem vökva músum en kannski einverjir sem vatna músum. hehehehehe.... Ekki meir um það. Þarf að fara að koma mér til kojs. Bói og family ætla að kíkja við á morgum áður en þau halda norður á ný. Tóta sko nebbla verður að sjá Opal í beinni.

God natt og ka i har det gott.

Engin ummæli: