þriðjudagur, september 16, 2008

Að vera með

æði fyrir hlutum, er allt í lagi í hófi. Ég komst að því í kvöld að ég er sjúk í naglalökk þessa daganna. Var að fara að lakka neglurnar og reif upp öll glösin mín til að finna einhver very flottann lit. Sonurinn fékk vægt áfall og byrjaði með það sama að tala um skó og veski. Hljómar alveg eins og pabbi sinn stundum. hehehe... Allavega taldi hann glösin og eru þau ekki nema 22. Svo á maður líka slatta af naglaherðum og allskonar til að styrkja og flýta fyrir vexi og svona. Og þau voru 7 glösin. Á endanum gerði ég bara úllen dúllen doff. Og varð píkubleikur fyrir valinu. Voila......

Smart

Samt er mjög fyndið hvað margir litanna eru svipaðir. En nenni ekki að blogga. Mátti bara til með að deila þessu með ykkur.

Söngfuglinn kveður með flottar neglur Red Hat


Engin ummæli: