laugardagur, júlí 29, 2006

Ja hérna hér.

Undur og stórmerki gerast enn. Haldiði ekki að glugginn frægi sem var pantaður fyrir korter í tveimur árum síðan hafi ekki fundið húsið mitt í dag. Og það sem meira er, líka gatið sem hann á að vera í. Og þarna situr hann glaður og brosir sínu breiðasta. Þvílíkt og annað eins. Hefði sko aldrei trúað því að það tæki korter í tvö ár að fá nýjan glugga. En það versta er að nú langar mína líka í nýja glugga í hin herbergin. Enda eru þau orðin græn af öfund. Ekki skrítið. Nú er farið að styttast i að bossinn komi úr sínu fríi. Og ég verð nú að játa það að það verður gott að vera í fríi næsta föstudag. Þarf að mæta í fyrramálið og opna búlluna. Skrapp í Nettó í dag og verslaði mér eina Melissu. Það er að segja svona græju sem er allt í öllu. Þeytir, sker, saxar, blandar, hræri og það sem meira er hún býr líka til djús úr ávöxtum og grænmeti. Prufukeyrði trillitækið í kvöld. Skutlaði einni appelsínu og einu Fuji epl í skvísuna. Og simsalabimm. Hrikalega góður safi. Nú verður sko ekki keypt meira af fernum á þetta heimili. Gerðist svo rosa dúleg og skutlaðist til Sillu í kvöld. Fékk gott kaffi og ennþá betra spjall. Alltof langt síðan við kjöftuðum frá okkur allt vit. Enda svosem ekki mikið af því fyrir. En nenni eiginlega ekki að krassa meir hér í kvöld. Ætla að fara að lúlla í hausinn á mér,. Og svo þætti mér voða gaman ef þið nenntuð að kvitta í kommentið, bara svona svo ég sjái hverjir eru að lifa mig í gegnum bloggerinn. hehehe...
Yfir og út krúsarknús......................

sunnudagur, júlí 23, 2006

Helgarfrí

já allir B-menn elska helgarfrí....... Neiiiii segi nú bara sona. Hafiði heyrt um stelpuna sem fór í mat í vinnunni í dag klukkan korter yfir tólf og lét ekki sjá sig meir. Jamm this is my life. Alltaf nóg að bralla. Kláriði mig nú alveg sko. Var annars að koma úr sextugs afmæli Diddu besta skinns. Ógó góður matur og öl með. Þau eru flutt í ógó krúttlegt hús þarna á Hvolsvelli, allt nýtt og flott. Stór pallur og ennþá stærra gras.
Og haldiði ekki að hann Halli hafi komið á litlu rellunni sinni og svifið þarna yfir vötnum, flogið í hringi, á hvolfi og vinkað okkur með vængjunum. Sit annars hér og hlusta á bilað partý hér fyrir neðan. Sonurinn algerlega að tapa sér á hávaðanum. Stappar niður fótum í gremju sinni og getur alls ekki sofnað. Kominn með hauspínu og alles. Sá á kommenti voru að Ólöfu laaaaannnnnggggggaaaaaarrrrr svooooo að skoða myndir mínar úr útilegu oss elskulega kórs svo ég skelli einni hér inn. Svona bara pínu sýnishorni handa dúllunni minni.


þarna grilluðum við Rannvegi kjúllann okkar í grenjandi rigningu í skjóli SÓLHLÍFAR. það sem við vorum kátar að þessi hlíf skyldi vera í vagni dótturinnar. Og önnur.



I´m singing in the rain....



Flufurnar sóttu meira á suma en aðra..... Semsagt ferlega góð helgi þrátt fyrir óveður. Það var sko ekkert óveður í okkar húsum eða húfum. Og svo ef þið viljið sjá myndirnar stærri þá er bara að smella á þær. Læt gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknús.............

föstudagur, júlí 21, 2006

Jibbý

komið í lag. Hibb bibb bibb barbabrella. Jamm. Þegar ég kom heim frá Lonni fór ég að lesa annarra manna blog og líf. Og hvað haldiði. Haldiði ekki að mitt sé komið í lag. Eins og fyrir töfra. Lalalalalalalalalalala.......Og þar sem ég er byrjuð. Hvað finnst ykkur nú um Rock star ? I´m hoock´d on a feeling. Verð bara að viðurkenna það að það fer svona smá kjánahrollur eftir baki mínu þegar drengurinn stígur á svið. Finnst hann bara flottur. Finnst líka Dilana ferlega flott. Hárið á stúlkunni algjörlega geggjað, (ætla að fá mér svona þegar ég verð stór ) og svo er hún með hrikalega flotta djúpa (alt) og grófa rödd. Passar akkúrat í rokkið. Unglingaskrímslið búið að fara með mér í vinnuna nokkra daga. Og er bara asskoti dúlegur verð ég að segja. Kemur móður sinni á óvart. Greyið þurfti að fá innlegg í skóna. Með hælsig. Og þetta var farið að hrjá hann í fótboltanum. Svo það var skundað með hann í svona göngumælingu. Og ekki er þetta gefið. Innleggin kostuðu 11 þúsund og svo þarf hann að fá einhverja rosa góða skó og þar er annar 11 þúsund kall. Verst með Van´s skóna sem Rannveig keypti í London borg fyrir drenginn. Konan var sko ekki ánægð með þá skó. Sagði þá mjög slæma fyrir svona lappir. Minn ekki alveg á því. Svona líka köflóttir og flottir. Ég var að reyna svona smá málamiðlun. Hvað segirðu um að nota þá bara á sunnudögum. Hmmmm.. Hann var sko ekki alveg til í það. Gott að Pepperoni skórnir séu búnir, þannig að þá styttist í að þessir klárist líka. Ohhh ég er svoooo vond..... Adda drap inn auga hér áðan. Algjörlega orðið viðþolslaus í óþverranum þessi elska. Ég vann eitt smá og hún rústaði mér í því seinna. Tók mig algjörlega í rassgatið. Mér er enn illt. Æjjjjjj..... Nokkrar umræður hafa átt sér stað að undaförnu, um mig fyrir og eftir. Það er að segja kílóin sem fokið hafa. Og það er svo skrítið að fólk man ekki hvernig ég var. Segir bara, nei Gunnhildur þetta ert ekki þú. Það er að segja þegar það skoðar myndir af mér. Svo ég ákvað að demba hér sýnishorni. Versógú.....Ein fyrir
Og ein eftir. Sú fyrri tekin í september 2004 og sú seinni í júlí 2006.

Já það er ekkert smá breyting. Og það sko til hins betra. Læt gott heita í bili
Yfir og út krúsarknús................

Geðheilsan batnandi fer

Þarf svosem ekkert að hafa stórar áhyggjur af frúnni. Vinnan öll farin að ganga betur. Er svona að finna taktinn. Tekur bara smá tíma. Finnst þetta miklu skemmtilegra jobb en það sem ég er í alla jafna. Hálfpartin kvíði fyrir því að kallinn komi aftur og mín föst á kassa að eilífu amen. Fékk góða konu sem kom og leiddi mig í mesta sannleikann um jobbið. Meira en sumir gerðu. Og svo var nú farið í Gospel útileguna frægu síðustu helgi. Og oh my god. Hvílíka rigningin. Héldum samt út í tvær nætur. Þökk sé tjaldvagni þeirra Lilju og Baldurs. Var hann samkomuhús helgarinnar. Heldur léleg mæting eins og í fyrra. Við vorum sex úr kórnum og tvö börn. Hmhmhmhm... Annað en Léttur vorar. Áttatíu manns takk fyrir takk. En það er svona. Skil engan vegin þessa hræðslu við vatnið sem að ofan lekur. Bara hreinsandi. Annars sit ég núna hjá Lonni og blogga. Browserinn minn eitthvað að stríða mér. Segir bara sí sona að slóðin að mínu eðal bloggi sé ekki til og finst þar af leiðandi ekki. Held að ég verði að fá Stebba tölvukall í heimsókn eina ferðina enn. Er ekki að skilja allt þetta vesen með mig og mína. Læt gott heita í bili. Og Jóna mín það er komin tími á kaffispjall. Er þaggi.
Yfir og út krúsarknús..............

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Geðheilsa mín er í hættu


Geðheilsa mín er í hættu


Geðheilsa mín er í hættu


Geðheilsa mín er í hættu


Geðheilsa mín er í hættu


Geðheilsa mín er í hættu

Brjáluð

Og ég er líka brjáluð yfir því að ég var skömmuð fyrir að hlusta á Bylgjuna í dag. Benti viðkomandi á að þetta djö..... vefradio væri leiðinlegasta útvarp að eilífu AMEN. En nei. fockkkkkkkk.

Arrrgggg og dddjjjjjööö

Algjörlega brjáluð. þoli ekki vinnuna, það er að segja ástandið þar. Vil fá almennilegt fólk í vinnu. Hver bíður sig fram. Einhver í sumarfríi sem vill koma og eiga skemmtilega daga með moi. Sms gæjinn er bara fastur á Hvolsvelli. Og hvað. Kemur mér það við. Bara upp í næstu rútu.
Ég er brjáluð.

mánudagur, júlí 10, 2006

Þá er geggjunin tekin við.

Bossinn farin í frí og frúin skilin eftir með allt niðrum sig. Eða þannig. Pínu skrítnir pappírar sem ráðnir hafa verði í sjoppu vora. Verð nú að segja það. Allavega hefði mér aldrei dottið í hug að haga mér svona í vinnu. Einn sendi mér sms á sunnudag og sagðist ekki komast á morgun og að hann væri búin að tala við annan sem gæti ekki komið fyrir hann og hvað ég myndi þá gera. Nú mín reyndi að hringja í gæjann en fékk ekkert svar. Bara annað sms þar sem hann tilkynnti mér að hann væri batteríslaus. Svo ég veit bara ekkert hvort hann var lasin eða eitthvað annað. Vildi svo heppilega til að þegar ég fékk þessi sms var ég stödd í vinnunni, og stelpan sem var að vinna bauðst til að koma á hádegi í dag. Ég þakkaði pent fyrir og dobblaði hana til að koma klukkan ellefu. Hún er ekki enn komin. Svarar ekki síma og hefur ekki hringt. Halló. Hvað er að þessu unga fólki í dag. Heldur það virkilega að það geti bara hagað sér eins og því hentar. Alveg greinilega. Ég hef sko engan húmor fyrir svona framkomu. Svo nú veit ég ekkert hvort þessi stúlka sé bara hætt eða bara nennti ekki að koma í dag. Arrrrggggg. Djö..... var ég fúl. En að öðru öllu skemmtilegra. Gospelútilegan næstu helgi, og eins gott að veðurguðirnir verði nú góðir við okkur. Fengum þessa líka hrikalegu rigningu i fyrra og eigum þá inni gott veður núna. Eða það finst mér allavega. Nú og þar sem ég er nú búin að lofa Ranveigu og hennar dóttur fari að þá tók bíllinn upp á því að bila. Hjólalega að gefa sig, svo honum er ekki treystandi í svona lagnför. Og mín búin að vera í hugsi, hugsi, hugsi, hugsi, hugsi leiknum. Og að sjálfsögðu bara það árangur. Lonni mín ætlar sko barasta að lána mömmu sinni bílinn sinn. Fær að hafa minn á meðan. Getur læðst á honum í heimsókn eða einhverjar svona minniháttar bíltúra. En gott að sinni. Er farin að sofa
Yfir og út krúsarknús.............